Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?

Geir Þ. Þórarinsson

Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvirki sem sum hafa staðið allt fram til dagsins í dag. Hér verður látið nægja að minnast á nokkur dæmi um verkfræðiafrek Rómverja.


Colosseum í Rómaborg.

Eflaust er Colosseum frægasta rómverska mannvirkið. Colosseum hét á sínum tíma Amphitheatrum Flavium en dregur núverandi nafn sitt af stórri styttu af Neró sem stóð áður á þeim stað þar sem hringleikahúsið stendur nú. Það var reist á tíma flavísku keisaranna, Títusar Flaviusar Vespasianusar, sem ríkti frá 69 til 79, og sonar hans Títusar, sem ríkti frá 79 til 81. Það tók átta ár að byggja Colosseum og það gat tekið rúmlega 50 þúsund manns í sæti. Colosseum er sporöskjulaga og er um 188 m að lengd en 155 m að breidd. Það er um 52 m að hæð. Einu sinni var það fyllt af vatni og sett þar á svið sjóorrusta. Þrátt fyrir bruna og jarðskjálfta stendur það enn í dag en hluti þess var tekinn niður af mannavöldum svo að byggja mæti Péturskirkjuna í Róm.

Pantheon (eða Algyðishofið), sem sést hér til hliðar, er annað merkilegt mannvirki í Róm. Það var hof tileinkað öllum guðunum en er nú notað sem kristin kirkja. Pantheon er eitt best varðveitta rómverska mannvirkið. Upphaflega lét Marcus Vipsanius Agrippa reisa það á árunum 27 til 25 f.Kr. en hofið sem stendur enn í dag var endurbyggt af Hadríanusi keisara einhvern tímann á árunum 118 til 128. Hofið er í raun gríðarstór hringlaga hvelfing, um 43 m að hæð og um 43 m í þvermál, með súlnaskyggni sem myndar forrými við innganginn. Hönnun hvolfþaksins hlýtur að teljast nokkuð afrek enda er það úr steinsteypu og vegur um 5000 tonn. Það er um 6,4 m að þykkt þar sem það er þykkast en þynnist upp á við og er um 1,2 m að þykkt efst þar sem hringlaga op í miðjunni hleypir inn ljósi. Stærra hvolfþak var ekki byggt fyrr en árið 1881 en raunar er hvolfþakið á Pantheon enn það stærsta í heimi sem ekki er styrkt með málmstoðum.

Vatnsveitubrýr Rómverja eru enn annað dæmið um verkfræðiafrek þeirra. Þær voru gríðarstór mannvirki sem gerðu Rómverjum kleift að veita vatni inn í borgir sínar frá fjarlægum vatnsbólum. Fyrsta mikilvæga vatnsveitubrúin í Róm, Aqua Marcia, var byggð á árunum 144 til 140 f.Kr. Hún veitti allt að 188 þúsund rúmmetrum af vatni inn í borgina á degi hverjum. Fjölmargar fleiri voru byggðar á næstu öldum, bæði í Róm og öðrum borgum. Ein vatnsveitubrúin, Aqua Augusta sem var byggð um 30 til 20 f.Kr., veitti vatni 96 km langa leið frá bænum Serino til nokkurra borga í Campaniu við Napólíflóa en algengt var að vatnsveitubrýr veittu vatni um 20 til 70 km langa leið. Til að geta veitt vatni á vatnsveitubrýrnar reistu Rómverjar líka fjölmargar stíflur.

Rómverjar lögðu einnig góða vegi og byggðu brýr yfir fljót og gil. Brýrnar voru yfirleitt úr steini og voru bogabrýr líkt og vatnsveitubrýrnar. Lengsta rómverska brúin var Trajanusarbrúin yfir Dóna sem gríski verkfræðingurinn Apollodóros frá Damaskus lést reisa fyrir keisarann Trajanus á árunum 103 til 105 svo að koma mætti byrgðum til rómverska hersins í Daciu. Brúin var 1135 m löng, 15 m breið og allt að 19 m há. Hún var lengsta bogabrú heims í yfir árþúsund.

Rómverski herinn vann raunar minniháttar verkfræðiafrek á hverjum degi en auk varanlegra herbúða reisti herinn nýjar herbúðir (castra) á hverju kvöldi þegar hann var ekki í varanlegum búðum sínum. Stundum var byggingarvinna hermanna öllu óvenjulegri eins og þegar herinn, undir stjórn Júlíusar Caesars, reisti tvær brýr yfir ána Rín á árunum 55 f.Kr. og 53 f.Kr. Þessar brýr, sem voru þær fyrstu yfir ána Rín, voru úr timbri. Fyrri brúin var byggð á tíu dögum. Áætlað er að hún hafi verið um 150 til 400 m löng og um 7 til 9 m breið. Seinni brúin var einnig byggð á nokkrum dögum. Rómverki herinn reif niður báðar brýrnar einungis nokkrum dögum eftir að þær voru fullbúnar enda vildu Rómverjar ekki að Germanar ættu greiða leið yfir ána inn í Gallíu.

Myndir:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

19.3.2009

Spyrjandi

Berglind Sveinsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2009, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=8487.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 19. mars). Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=8487

Geir Þ. Þórarinsson. „Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2009. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=8487>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?
Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvirki sem sum hafa staðið allt fram til dagsins í dag. Hér verður látið nægja að minnast á nokkur dæmi um verkfræðiafrek Rómverja.


Colosseum í Rómaborg.

Eflaust er Colosseum frægasta rómverska mannvirkið. Colosseum hét á sínum tíma Amphitheatrum Flavium en dregur núverandi nafn sitt af stórri styttu af Neró sem stóð áður á þeim stað þar sem hringleikahúsið stendur nú. Það var reist á tíma flavísku keisaranna, Títusar Flaviusar Vespasianusar, sem ríkti frá 69 til 79, og sonar hans Títusar, sem ríkti frá 79 til 81. Það tók átta ár að byggja Colosseum og það gat tekið rúmlega 50 þúsund manns í sæti. Colosseum er sporöskjulaga og er um 188 m að lengd en 155 m að breidd. Það er um 52 m að hæð. Einu sinni var það fyllt af vatni og sett þar á svið sjóorrusta. Þrátt fyrir bruna og jarðskjálfta stendur það enn í dag en hluti þess var tekinn niður af mannavöldum svo að byggja mæti Péturskirkjuna í Róm.

Pantheon (eða Algyðishofið), sem sést hér til hliðar, er annað merkilegt mannvirki í Róm. Það var hof tileinkað öllum guðunum en er nú notað sem kristin kirkja. Pantheon er eitt best varðveitta rómverska mannvirkið. Upphaflega lét Marcus Vipsanius Agrippa reisa það á árunum 27 til 25 f.Kr. en hofið sem stendur enn í dag var endurbyggt af Hadríanusi keisara einhvern tímann á árunum 118 til 128. Hofið er í raun gríðarstór hringlaga hvelfing, um 43 m að hæð og um 43 m í þvermál, með súlnaskyggni sem myndar forrými við innganginn. Hönnun hvolfþaksins hlýtur að teljast nokkuð afrek enda er það úr steinsteypu og vegur um 5000 tonn. Það er um 6,4 m að þykkt þar sem það er þykkast en þynnist upp á við og er um 1,2 m að þykkt efst þar sem hringlaga op í miðjunni hleypir inn ljósi. Stærra hvolfþak var ekki byggt fyrr en árið 1881 en raunar er hvolfþakið á Pantheon enn það stærsta í heimi sem ekki er styrkt með málmstoðum.

Vatnsveitubrýr Rómverja eru enn annað dæmið um verkfræðiafrek þeirra. Þær voru gríðarstór mannvirki sem gerðu Rómverjum kleift að veita vatni inn í borgir sínar frá fjarlægum vatnsbólum. Fyrsta mikilvæga vatnsveitubrúin í Róm, Aqua Marcia, var byggð á árunum 144 til 140 f.Kr. Hún veitti allt að 188 þúsund rúmmetrum af vatni inn í borgina á degi hverjum. Fjölmargar fleiri voru byggðar á næstu öldum, bæði í Róm og öðrum borgum. Ein vatnsveitubrúin, Aqua Augusta sem var byggð um 30 til 20 f.Kr., veitti vatni 96 km langa leið frá bænum Serino til nokkurra borga í Campaniu við Napólíflóa en algengt var að vatnsveitubrýr veittu vatni um 20 til 70 km langa leið. Til að geta veitt vatni á vatnsveitubrýrnar reistu Rómverjar líka fjölmargar stíflur.

Rómverjar lögðu einnig góða vegi og byggðu brýr yfir fljót og gil. Brýrnar voru yfirleitt úr steini og voru bogabrýr líkt og vatnsveitubrýrnar. Lengsta rómverska brúin var Trajanusarbrúin yfir Dóna sem gríski verkfræðingurinn Apollodóros frá Damaskus lést reisa fyrir keisarann Trajanus á árunum 103 til 105 svo að koma mætti byrgðum til rómverska hersins í Daciu. Brúin var 1135 m löng, 15 m breið og allt að 19 m há. Hún var lengsta bogabrú heims í yfir árþúsund.

Rómverski herinn vann raunar minniháttar verkfræðiafrek á hverjum degi en auk varanlegra herbúða reisti herinn nýjar herbúðir (castra) á hverju kvöldi þegar hann var ekki í varanlegum búðum sínum. Stundum var byggingarvinna hermanna öllu óvenjulegri eins og þegar herinn, undir stjórn Júlíusar Caesars, reisti tvær brýr yfir ána Rín á árunum 55 f.Kr. og 53 f.Kr. Þessar brýr, sem voru þær fyrstu yfir ána Rín, voru úr timbri. Fyrri brúin var byggð á tíu dögum. Áætlað er að hún hafi verið um 150 til 400 m löng og um 7 til 9 m breið. Seinni brúin var einnig byggð á nokkrum dögum. Rómverki herinn reif niður báðar brýrnar einungis nokkrum dögum eftir að þær voru fullbúnar enda vildu Rómverjar ekki að Germanar ættu greiða leið yfir ána inn í Gallíu.

Myndir:...