Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvað var gert við alla öskuna sem kom upp í gosinu á Heimaey 1973?

Sigurður Steinþórsson

Þann 23. janúar 1973 hófst eldgos á Heimaey og stóð það í fimm mánuði. Í gosinu komu upp um 0,25 km3 af gosefnum sem voru að mestu hraun.

Gos svo nærri byggð hafði margvíslegar afleiðingar í för með sér eins og lesa má um á vefsíðunni Heimaslóð - Heimaeyjargosið. Þar segir meðal annars:
Það voru þó einhverjir jákvæðir hlutir fyrir bæjarfélagið sem fylgdu þessum náttúruhamförum. Fyrir gos hafði uppfyllingarefni verið stórt vandamál. Hvergi var efni að fá og þurfti mikið jarðrask til þess að útvega efni. Í gosinu kom upp nægilegt uppfyllingarefni fyrir allar framkvæmdir. Heimaey stækkaði um 2,2 km² í eldgosinu og býður þessi viðbót upp á óteljandi möguleika varðandi framkvæmdir, ferðamennsku og útivist. Hraunið gerði innsiglingu í höfnina enn betri og lokaði á suðaustan-vindinn sem vildi herja á höfnina. Hraunið sem menn héldu að myndi eyðileggja höfnina gerði hana að einni þeirra allra bestu á landinu.

Í eldgosinu sem hófst á Heimaey 23. janúar 1973 komu upp 0,25 km3 af gosefnum. Myndin er tekin 24. júlí 1974.

Við þetta má bæta að mikil aska fór í það að lengja flugbrautina á Heimaey (sem ella hefði ekki verið hægt), og varminn í kólnandi hrauninu entist í 10 ár sem varmagjafi fyrir hitaveitu bæjarins.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

14.9.2023

Spyrjandi

Dagný Indriðadóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað var gert við alla öskuna sem kom upp í gosinu á Heimaey 1973?“ Vísindavefurinn, 14. september 2023. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85335.

Sigurður Steinþórsson. (2023, 14. september). Hvað var gert við alla öskuna sem kom upp í gosinu á Heimaey 1973? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85335

Sigurður Steinþórsson. „Hvað var gert við alla öskuna sem kom upp í gosinu á Heimaey 1973?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2023. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85335>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað var gert við alla öskuna sem kom upp í gosinu á Heimaey 1973?
Þann 23. janúar 1973 hófst eldgos á Heimaey og stóð það í fimm mánuði. Í gosinu komu upp um 0,25 km3 af gosefnum sem voru að mestu hraun.

Gos svo nærri byggð hafði margvíslegar afleiðingar í för með sér eins og lesa má um á vefsíðunni Heimaslóð - Heimaeyjargosið. Þar segir meðal annars:
Það voru þó einhverjir jákvæðir hlutir fyrir bæjarfélagið sem fylgdu þessum náttúruhamförum. Fyrir gos hafði uppfyllingarefni verið stórt vandamál. Hvergi var efni að fá og þurfti mikið jarðrask til þess að útvega efni. Í gosinu kom upp nægilegt uppfyllingarefni fyrir allar framkvæmdir. Heimaey stækkaði um 2,2 km² í eldgosinu og býður þessi viðbót upp á óteljandi möguleika varðandi framkvæmdir, ferðamennsku og útivist. Hraunið gerði innsiglingu í höfnina enn betri og lokaði á suðaustan-vindinn sem vildi herja á höfnina. Hraunið sem menn héldu að myndi eyðileggja höfnina gerði hana að einni þeirra allra bestu á landinu.

Í eldgosinu sem hófst á Heimaey 23. janúar 1973 komu upp 0,25 km3 af gosefnum. Myndin er tekin 24. júlí 1974.

Við þetta má bæta að mikil aska fór í það að lengja flugbrautina á Heimaey (sem ella hefði ekki verið hægt), og varminn í kólnandi hrauninu entist í 10 ár sem varmagjafi fyrir hitaveitu bæjarins.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:...