Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

G. Jökull Gíslason

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hversu margir sjómenn fórust þegar Reykjaborgin var skotin niður í stríðinu og komust einhverjir lífs af?

Reykjaborg RE 64 var sökkt þann 10. mars 1941 og var það fyrsta íslenska skipið sem hlaut þau örlög í seinni heimsstyrjöldinni. Reykjaborgin var stærsti togari Íslendinga á þeim tíma, 687 tonn og einn sá fullkomnasti. Skipið var að flytja fiskfarm til Englands þegar því var sökkt af áhöfn þýska kafbátsins U-552 undir stjórn kafbátaforingjans Erich Topp. Kafbáturinn U-552 hafði viðurnefnið Rauði djöfullinn (þ. Roter Teufel) og var að vakta stendur Bretlands norðvestur af Skotlandi þegar Reykjaborgin varð á vegi hans.

Kafbáturinn U-552. Myndin tekin í Saint-Nazaire í Frakklandi í mars 1941 þegar kafbáturinn var að koma úr sinni fyrstu ferð en það var einmitt ferðin þegar Reykjaborginni var sökkt. Erich Topp sést lengst til hægri í turninum.

Árásin var á suman hátt fólskuleg. Topp ákvað að nota ekki tundurskeyti á svona lítið skip þar sem tundurskeyti voru dýr og hann vildi eiga þau fyrir stærri skotmörk. Árásin var gerð að næturlagi og kafbáturinn kom upp á yfirborðið svo hægt væri að nota loftvarnarbyssur sem voru á þilfarinu. Skotið var 103 skotum af 8,8 cm fallbyssu og 592 skotum af léttari 2 cm loftvarnarbyssu. Þessi skot komu af stað eldi í Reykjaborginni og sökktu skipinu að endingu. Það sem var einstaklega fólskulegt var að léttu loftvarnarbyssunni var beint að áhöfninni þegar skipverjar reyndu að setja út björgunarbát. Sennilega vildi Topp tryggja að enginn lifði af sem gæti sagt til um árásaraðferðina og staðsetningu kafbátsins.

Um borð í Reykjaborginni var 14 manna áhöfn og einn farþegi. Þrír lifðu árásina af og náðu að komast sárir á björgunarfleka. Flekinn var laskaður og sökk að hluta og matarkassinn var sundurskotinn. Einn þremenninganna, Óskar Þorsteinsson, lést á flekanum en þeim Eyjólfi Jónssyni og Sigurði Hanssyni var bjargað á þriðja degi af breskum tundurspilli sem hafði gætti skipalestar sem sigldi fram hjá þeim. Ekki mátti láta vita af björguninni strax af ótta við að Þjóðverjar fengju upplýsingar um önnur skip. Það var því ekki fyrr en 24. mars að upplýsingar um mennina sem höfðu bjargast bárust til Íslands. Í millitíðinni höfðu þýskir kafbátar ráðist á tvö önnur íslensk skip, Fróða ÍS 454 og Pétursey ÍS 100.

Reykjaborg RE 64 á Siglufirði.

Með Reykjaborginni fórust:

  • Ásmundur Sigurðsson skipstjóri, Reykjavík, 39 ára,
  • Ásmundur Sveinsson, 1. stýrimaður, Reykjavík, 36 ára,
  • Guðjón Jónsson, 2. stýrimaður, Reykjavík, 47 ára,
  • Óskar Þorsteinsson, 1. vélstjóri, Reykjavík, 38 ára,
  • Gunnlaugur Ketilsson, 2. vélstjóri, Reykjavík, 28 ára,
  • Daníel Kr. Oddsson loftskeytamaður, Reykjavík, 50 ára,
  • Jón Schiöth Lárusson matsveinn, Reykjavík, 25 ára,
  • Árelíus Guðmundsson háseti, Reykjavík, 27 ára,
  • Hávarður Jónsson háseti, Reykjavík 39 ára,
  • Þorsteinn Karlsson háseti, Reykjavík, 22 ára,
  • Kristófer Óskar Vigfússon kyndari, Reykjavík, 33 ára,
  • Óskar Ingimundarson kyndari, Djúpavogi, 31 árs,
  • Runólfur Sigurðsson, skrifstofustjóri Fiskimálanefndar, Reykjavík, 32 ára.

Samtíma umfjöllun um afdrif Reykjaborgarinnar má sjá í dagblöðum á Tímarit.is, til dæmis:

Myndir:

Hægt er að lesa ítarlegri frásögn af árásinni á Reykjaborgina í bókinni Örlagaskipið Arctic (2022) eftir höfund þessa svars.

Höfundur

G. Jökull Gíslason

rithöfundur og stundakennari hjá Endurmenntun HÍ

Útgáfudagur

31.1.2024

Spyrjandi

Guðmundur Pétursson

Tilvísun

G. Jökull Gíslason. „Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2024. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85567.

G. Jökull Gíslason. (2024, 31. janúar). Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85567

G. Jökull Gíslason. „Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2024. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85567>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hversu margir sjómenn fórust þegar Reykjaborgin var skotin niður í stríðinu og komust einhverjir lífs af?

Reykjaborg RE 64 var sökkt þann 10. mars 1941 og var það fyrsta íslenska skipið sem hlaut þau örlög í seinni heimsstyrjöldinni. Reykjaborgin var stærsti togari Íslendinga á þeim tíma, 687 tonn og einn sá fullkomnasti. Skipið var að flytja fiskfarm til Englands þegar því var sökkt af áhöfn þýska kafbátsins U-552 undir stjórn kafbátaforingjans Erich Topp. Kafbáturinn U-552 hafði viðurnefnið Rauði djöfullinn (þ. Roter Teufel) og var að vakta stendur Bretlands norðvestur af Skotlandi þegar Reykjaborgin varð á vegi hans.

Kafbáturinn U-552. Myndin tekin í Saint-Nazaire í Frakklandi í mars 1941 þegar kafbáturinn var að koma úr sinni fyrstu ferð en það var einmitt ferðin þegar Reykjaborginni var sökkt. Erich Topp sést lengst til hægri í turninum.

Árásin var á suman hátt fólskuleg. Topp ákvað að nota ekki tundurskeyti á svona lítið skip þar sem tundurskeyti voru dýr og hann vildi eiga þau fyrir stærri skotmörk. Árásin var gerð að næturlagi og kafbáturinn kom upp á yfirborðið svo hægt væri að nota loftvarnarbyssur sem voru á þilfarinu. Skotið var 103 skotum af 8,8 cm fallbyssu og 592 skotum af léttari 2 cm loftvarnarbyssu. Þessi skot komu af stað eldi í Reykjaborginni og sökktu skipinu að endingu. Það sem var einstaklega fólskulegt var að léttu loftvarnarbyssunni var beint að áhöfninni þegar skipverjar reyndu að setja út björgunarbát. Sennilega vildi Topp tryggja að enginn lifði af sem gæti sagt til um árásaraðferðina og staðsetningu kafbátsins.

Um borð í Reykjaborginni var 14 manna áhöfn og einn farþegi. Þrír lifðu árásina af og náðu að komast sárir á björgunarfleka. Flekinn var laskaður og sökk að hluta og matarkassinn var sundurskotinn. Einn þremenninganna, Óskar Þorsteinsson, lést á flekanum en þeim Eyjólfi Jónssyni og Sigurði Hanssyni var bjargað á þriðja degi af breskum tundurspilli sem hafði gætti skipalestar sem sigldi fram hjá þeim. Ekki mátti láta vita af björguninni strax af ótta við að Þjóðverjar fengju upplýsingar um önnur skip. Það var því ekki fyrr en 24. mars að upplýsingar um mennina sem höfðu bjargast bárust til Íslands. Í millitíðinni höfðu þýskir kafbátar ráðist á tvö önnur íslensk skip, Fróða ÍS 454 og Pétursey ÍS 100.

Reykjaborg RE 64 á Siglufirði.

Með Reykjaborginni fórust:

  • Ásmundur Sigurðsson skipstjóri, Reykjavík, 39 ára,
  • Ásmundur Sveinsson, 1. stýrimaður, Reykjavík, 36 ára,
  • Guðjón Jónsson, 2. stýrimaður, Reykjavík, 47 ára,
  • Óskar Þorsteinsson, 1. vélstjóri, Reykjavík, 38 ára,
  • Gunnlaugur Ketilsson, 2. vélstjóri, Reykjavík, 28 ára,
  • Daníel Kr. Oddsson loftskeytamaður, Reykjavík, 50 ára,
  • Jón Schiöth Lárusson matsveinn, Reykjavík, 25 ára,
  • Árelíus Guðmundsson háseti, Reykjavík, 27 ára,
  • Hávarður Jónsson háseti, Reykjavík 39 ára,
  • Þorsteinn Karlsson háseti, Reykjavík, 22 ára,
  • Kristófer Óskar Vigfússon kyndari, Reykjavík, 33 ára,
  • Óskar Ingimundarson kyndari, Djúpavogi, 31 árs,
  • Runólfur Sigurðsson, skrifstofustjóri Fiskimálanefndar, Reykjavík, 32 ára.

Samtíma umfjöllun um afdrif Reykjaborgarinnar má sjá í dagblöðum á Tímarit.is, til dæmis:

Myndir:

Hægt er að lesa ítarlegri frásögn af árásinni á Reykjaborgina í bókinni Örlagaskipið Arctic (2022) eftir höfund þessa svars....