Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru blakkahraun?

Þorvaldur Þórðarson

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila og hafa yfirleitt andesít-samsetningu, þótt dæmi séu um slík hraun úr dasíti.[1] Þau einkennast af karga sem er brotinn upp í blokkir og svipar til apalhrauna í uppbyggingu og formi, þótt þau séu almennt þykkri og styttri. Myndunarferlin eru líka svipuð, og blakkahraun flæða frá gígum í opinni rás eða hrauntröð afmarkaðri af háum traðarbökkum, með heitan deigan kjarna sem er umlukinn þykkri hraunbreksíu. Breksían (e. breccia)[2] færist fram með hrauninu að virkum vaxtarjöðrum þar sem hún hrynur fram af með skriðuföllum, og lendir þannig að hluta til undir hrauninu. Áferð og gerð hraunbreksíunnar (kargans) er þó allt önnur en í aðalhraunum (sjá mynd).

Útlitseinkenni gjallkarga apalhrauns og hraunkarga blakkahrauns frá Ngauruohoe-eldfjallinu á Nýja-Sjálandi, en kargi í því er brotinn upp í blokkir.

Breksía blakkahrauna getur verið frá nokkrum metrum upp í tugi metra á þykkt og er gerð úr nokkurra tuga sentimetra til metrastórra jafnlöguðum hnullungum, vel köntuðum og með afmörkuðum sléttum brotflötum. Breksían safnast gjarnan í múga og bogadregna hryggi sem liggja þvert á rennslisstefnuna, líkt og í aðalhraunum. Mörkin á milli hraunkjarnans og breksíunnar eru yfirleitt skörp en mjög óregluleg, með fellingum og hraunfingrum sem teygja sig nokkra metra upp í hana. Myndunarstaðir breksíunnar eru metradjúpar þenslusprungur í efsta hluta hraunkjarnans, sem er oft straumflögóttur.

Tilvísanir:
  1. ^ Rose, W. I., 1987. Volcanic Activity at Santiaguito volcano, 1976-1984. Geological Society of America, Special Paper 212, 17-27.; Harris, A. J., W.I. Rose og L. P. Flynn, 2003. Temporal trends in lava dome extrusion at Santiaguito 1922–2000. Bulletin of Volcanology, 65, 77–89.
  2. ^ Breksía er notað um storkuberg gert úr bergbrotum og millimassa af fínna efni sem oft er glerkennt. Hugtakið brotaberg er stundum notað sem samheiti.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er úr sama riti. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

30.11.2023

Spyrjandi

Sindri

Tilvísun

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru blakkahraun?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2023, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85677.

Þorvaldur Þórðarson. (2023, 30. nóvember). Hvað eru blakkahraun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85677

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru blakkahraun?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2023. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85677>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru blakkahraun?
Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila og hafa yfirleitt andesít-samsetningu, þótt dæmi séu um slík hraun úr dasíti.[1] Þau einkennast af karga sem er brotinn upp í blokkir og svipar til apalhrauna í uppbyggingu og formi, þótt þau séu almennt þykkri og styttri. Myndunarferlin eru líka svipuð, og blakkahraun flæða frá gígum í opinni rás eða hrauntröð afmarkaðri af háum traðarbökkum, með heitan deigan kjarna sem er umlukinn þykkri hraunbreksíu. Breksían (e. breccia)[2] færist fram með hrauninu að virkum vaxtarjöðrum þar sem hún hrynur fram af með skriðuföllum, og lendir þannig að hluta til undir hrauninu. Áferð og gerð hraunbreksíunnar (kargans) er þó allt önnur en í aðalhraunum (sjá mynd).

Útlitseinkenni gjallkarga apalhrauns og hraunkarga blakkahrauns frá Ngauruohoe-eldfjallinu á Nýja-Sjálandi, en kargi í því er brotinn upp í blokkir.

Breksía blakkahrauna getur verið frá nokkrum metrum upp í tugi metra á þykkt og er gerð úr nokkurra tuga sentimetra til metrastórra jafnlöguðum hnullungum, vel köntuðum og með afmörkuðum sléttum brotflötum. Breksían safnast gjarnan í múga og bogadregna hryggi sem liggja þvert á rennslisstefnuna, líkt og í aðalhraunum. Mörkin á milli hraunkjarnans og breksíunnar eru yfirleitt skörp en mjög óregluleg, með fellingum og hraunfingrum sem teygja sig nokkra metra upp í hana. Myndunarstaðir breksíunnar eru metradjúpar þenslusprungur í efsta hluta hraunkjarnans, sem er oft straumflögóttur.

Tilvísanir:
  1. ^ Rose, W. I., 1987. Volcanic Activity at Santiaguito volcano, 1976-1984. Geological Society of America, Special Paper 212, 17-27.; Harris, A. J., W.I. Rose og L. P. Flynn, 2003. Temporal trends in lava dome extrusion at Santiaguito 1922–2000. Bulletin of Volcanology, 65, 77–89.
  2. ^ Breksía er notað um storkuberg gert úr bergbrotum og millimassa af fínna efni sem oft er glerkennt. Hugtakið brotaberg er stundum notað sem samheiti.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er úr sama riti. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....