Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?

Þorvaldur Þórðarson

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari.

Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bilinu þrír til sex kílómetrar, en allt að 17 kílómetra löng hraun eru þekkt. Blakkahraun eru að jafnaði 10-40 metra þykk, en geta þó náð hundrað metrum.[1] Einstök hraun eru gjarnan misþykk, eða frá fáeinum metrum í bröttum (25-35 gráður) hlíðum eldkeila, upp í tugi metra á minna hallandi landi.

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Á myndinni sést eldkeilan Ngauruohoe á Nýja-Sjálandi. Víða í fjallinu er kargi í því brotinn upp í blokkir.

Framleiðnin í hraungosum sem mynda blakkahraun, er að jafnaði frekar lítil en samt talsvert breytileg, eða frá 0,1 rúmmetra upp í 100 rúmmetra á sekúndu.[2] Sama gildir um rennslishraðann, því eins og í aðalhraunum er hann yfirleitt mestur næst upptökum og minnstur fremst við vaxtarjaðrana. Í hraunrásum neðan við upptakagígana getur rennslishraði verið frá einum upp í þrjá metra á sekúndu (3-10 km/klst), en hraunbrúnin við vaxtarjaðrana, þar sem hraunið breiðir úr sér, sniglast áfram og gerir vel ef hún færist fram hraðar en 2-50 metra á klukkustund.

Tilvísanir:
  1. ^ Kilburn, C. R. J., 2000. Lava flows and flow fields. Encyclopedia of Volcanoes (H. Sigurdsson, B. F. Houghton, S. R. McNutt, H. Rymer og J. Stix ritstjórar).
  2. ^ Trausti Einarsson, 1949. The flowing lava. Studies of its main physical and chemical properties. The Eruption of Hekla 1947-48, IV, 3. Vísindafélag Íslendinga, Reykjavík.; Harris, A. J., W. I. Rose og L. P. Flynn, 2003. Temporal trends in lava dome extrusion at Santiaguito 1922–2000. Bulletin of Volcanology, 65, 77–89.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

3.1.2024

Spyrjandi

Sindri

Tilvísun

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2024. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85683.

Þorvaldur Þórðarson. (2024, 3. janúar). Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85683

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2024. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85683>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?
Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari.

Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bilinu þrír til sex kílómetrar, en allt að 17 kílómetra löng hraun eru þekkt. Blakkahraun eru að jafnaði 10-40 metra þykk, en geta þó náð hundrað metrum.[1] Einstök hraun eru gjarnan misþykk, eða frá fáeinum metrum í bröttum (25-35 gráður) hlíðum eldkeila, upp í tugi metra á minna hallandi landi.

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Á myndinni sést eldkeilan Ngauruohoe á Nýja-Sjálandi. Víða í fjallinu er kargi í því brotinn upp í blokkir.

Framleiðnin í hraungosum sem mynda blakkahraun, er að jafnaði frekar lítil en samt talsvert breytileg, eða frá 0,1 rúmmetra upp í 100 rúmmetra á sekúndu.[2] Sama gildir um rennslishraðann, því eins og í aðalhraunum er hann yfirleitt mestur næst upptökum og minnstur fremst við vaxtarjaðrana. Í hraunrásum neðan við upptakagígana getur rennslishraði verið frá einum upp í þrjá metra á sekúndu (3-10 km/klst), en hraunbrúnin við vaxtarjaðrana, þar sem hraunið breiðir úr sér, sniglast áfram og gerir vel ef hún færist fram hraðar en 2-50 metra á klukkustund.

Tilvísanir:
  1. ^ Kilburn, C. R. J., 2000. Lava flows and flow fields. Encyclopedia of Volcanoes (H. Sigurdsson, B. F. Houghton, S. R. McNutt, H. Rymer og J. Stix ritstjórar).
  2. ^ Trausti Einarsson, 1949. The flowing lava. Studies of its main physical and chemical properties. The Eruption of Hekla 1947-48, IV, 3. Vísindafélag Íslendinga, Reykjavík.; Harris, A. J., W. I. Rose og L. P. Flynn, 2003. Temporal trends in lava dome extrusion at Santiaguito 1922–2000. Bulletin of Volcanology, 65, 77–89.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....