Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?

Þorvaldur Þórðarson

Stokkahraun myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás þar sem landi hallar nægilega til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga. Þyngdarálagið nær þannig að yfirvinna flotmörk hraunkvikunnar og brotpol hraunskorpunnar. Hægt er að líkja myndun stokkahrauna við kólnandi tjöruslettu á bröttu húsþaki (sjá mynd 1).

Mynd 1: Stokkahraun. Laugahraun á Torfajökulssvæðinu í Landmannalaugum.

Stokkahraun fylla skarðið á milli blakkahrauna og hraungúla. Reyndar er einfaldast að líta svo á að stokkahraun séu hraungúlar sem flöttust út við að síga undan halla.

Dæmi um íslensk stokkahraun eru Hrafntinnuhraun og Laugahraun á Torfajökulssvæðinu, sem eru 25 metra þykk og ná einn til þrjá kílómetra frá upptökum. Þau eru frekar smágerð miðað við frændur sína erlendis, en stærstu stokkahraun eru mjög þykk (um 400 metrar) og allt að 15 kílómetra löng, til dæmis Chao-dasíthraunbreiðan í Chile.[1] Þau einkennast af bröttum og skriðuorpnum jöðrum og mjög þykkri botnbreksíu sem er allt að þriðjungi af heildarþykkt hraunsins. Eitt helsta yfirborðseinkenni stokkahrauna eru bogadregnir þrýstihryggir sem liggja þvert á skriðstefnuna og eru allt að 30 metra háir. Þeir myndast þegar efsti hluti hraunsins kýtist saman í fellingar og fleygar úr hrauninu kýlast upp á við vegna mismunaálags (sjá mynd 2). Stórgerð hnullungabreksía þekur yfirborðið í mismiklum mæli.

Mynd 2: Uppbygging og flæðiferli stokkahrauns.

Tilvísun:
  1. ^ de Silva, S. L., S. Self, P. W. Francis, R. E. Drake og R. R. Carlos, 1994. Effusive silicic volcanism in the Central Andes - The Chao dacite and other young lavas of the Altiplano-Puna volcanic complex. Journal of Geophysical Research, 99, 17805-25.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum. Myndirnar koma úr sama riti.

Höfundur

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

4.3.2024

Spyrjandi

Anna Aradóttir

Tilvísun

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2024. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85759.

Þorvaldur Þórðarson. (2024, 4. mars). Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85759

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2024. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85759>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?
Stokkahraun myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás þar sem landi hallar nægilega til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga. Þyngdarálagið nær þannig að yfirvinna flotmörk hraunkvikunnar og brotpol hraunskorpunnar. Hægt er að líkja myndun stokkahrauna við kólnandi tjöruslettu á bröttu húsþaki (sjá mynd 1).

Mynd 1: Stokkahraun. Laugahraun á Torfajökulssvæðinu í Landmannalaugum.

Stokkahraun fylla skarðið á milli blakkahrauna og hraungúla. Reyndar er einfaldast að líta svo á að stokkahraun séu hraungúlar sem flöttust út við að síga undan halla.

Dæmi um íslensk stokkahraun eru Hrafntinnuhraun og Laugahraun á Torfajökulssvæðinu, sem eru 25 metra þykk og ná einn til þrjá kílómetra frá upptökum. Þau eru frekar smágerð miðað við frændur sína erlendis, en stærstu stokkahraun eru mjög þykk (um 400 metrar) og allt að 15 kílómetra löng, til dæmis Chao-dasíthraunbreiðan í Chile.[1] Þau einkennast af bröttum og skriðuorpnum jöðrum og mjög þykkri botnbreksíu sem er allt að þriðjungi af heildarþykkt hraunsins. Eitt helsta yfirborðseinkenni stokkahrauna eru bogadregnir þrýstihryggir sem liggja þvert á skriðstefnuna og eru allt að 30 metra háir. Þeir myndast þegar efsti hluti hraunsins kýtist saman í fellingar og fleygar úr hrauninu kýlast upp á við vegna mismunaálags (sjá mynd 2). Stórgerð hnullungabreksía þekur yfirborðið í mismiklum mæli.

Mynd 2: Uppbygging og flæðiferli stokkahrauns.

Tilvísun:
  1. ^ de Silva, S. L., S. Self, P. W. Francis, R. E. Drake og R. R. Carlos, 1994. Effusive silicic volcanism in the Central Andes - The Chao dacite and other young lavas of the Altiplano-Puna volcanic complex. Journal of Geophysical Research, 99, 17805-25.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum. Myndirnar koma úr sama riti....