Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík

Hvað er að hafa ekki roð við einhverjum? Er líkingin fengin úr fornu verklagi?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðar svona í heild sinni:
Mér til sárrar armæðu rekst ég æ oftar á afbökun orðasambandsins „að hafa ekki roð við einhverjum“ sem hefur umbreyst í „að hafa ekki roð í einhvern“.

En ég verð að játa að þó þetta hafi verið mér tamt á tungu í meira en hálfa öld, veit ég ekki hvað þetta merkir en get mér þess til að ræturnar liggi í fornu verklagi. Almennt gúgl skilaði engu og því langar mig að biðja ykkur, í musteri vísinda og visku, að útskýra þetta svo það megi gúglast um ókomna tíð.

Orðasambandið að hafa ekki roð við einhverjum merkir að ‘jafnast engan veginn á við einhvern, standa einhverjum langt að baki’. Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist orðasambandið að minnsta kosti frá 19. öld. Í Íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar er skýringin sú að líkingin sé sótt til þess þegar hundar togast á um fiskroð (1969:85). Undir þessa skýringu tekur Jón G. Friðjónsson í Mergi málsins og bætir við að þeir togist á þar til annar hefur betur (2006:691).

Orðasambandið að hafa ekki roð við einhverjum þekkist að minnsta kosti frá 19. öld. Líkingin er sótt til þess þegar hundar togast á um fiskroð.

Eldri gerð samkvæmt Ritmálsskránni, að standa roð við einhverjum, er í kvæði frá 18. öld en hún hefur ekki náð neinu flugi.

En þad stodar ecki fljód, / Enginn rod vid honum stód.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.4.2024

Spyrjandi

Linda María Magnúsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að hafa ekki roð við einhverjum? Er líkingin fengin úr fornu verklagi?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2024. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85917.

Guðrún Kvaran. (2024, 17. apríl). Hvað er að hafa ekki roð við einhverjum? Er líkingin fengin úr fornu verklagi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85917

Guðrún Kvaran. „Hvað er að hafa ekki roð við einhverjum? Er líkingin fengin úr fornu verklagi?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2024. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85917>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er að hafa ekki roð við einhverjum? Er líkingin fengin úr fornu verklagi?
Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðar svona í heild sinni:

Mér til sárrar armæðu rekst ég æ oftar á afbökun orðasambandsins „að hafa ekki roð við einhverjum“ sem hefur umbreyst í „að hafa ekki roð í einhvern“.

En ég verð að játa að þó þetta hafi verið mér tamt á tungu í meira en hálfa öld, veit ég ekki hvað þetta merkir en get mér þess til að ræturnar liggi í fornu verklagi. Almennt gúgl skilaði engu og því langar mig að biðja ykkur, í musteri vísinda og visku, að útskýra þetta svo það megi gúglast um ókomna tíð.

Orðasambandið að hafa ekki roð við einhverjum merkir að ‘jafnast engan veginn á við einhvern, standa einhverjum langt að baki’. Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist orðasambandið að minnsta kosti frá 19. öld. Í Íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar er skýringin sú að líkingin sé sótt til þess þegar hundar togast á um fiskroð (1969:85). Undir þessa skýringu tekur Jón G. Friðjónsson í Mergi málsins og bætir við að þeir togist á þar til annar hefur betur (2006:691).

Orðasambandið að hafa ekki roð við einhverjum þekkist að minnsta kosti frá 19. öld. Líkingin er sótt til þess þegar hundar togast á um fiskroð.

Eldri gerð samkvæmt Ritmálsskránni, að standa roð við einhverjum, er í kvæði frá 18. öld en hún hefur ekki náð neinu flugi.

En þad stodar ecki fljód, / Enginn rod vid honum stód.

Heimildir og mynd:

...