Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað er vísitölufjölskylda?

Gylfi Magnússon

Upprunalega spurningin var:

Hvernig er vísitölufjölskylda samsett og á hvaða aldri er fólkið? Hvar má finna reglugerð um samsetningu slíkrar fjölskyldu sem og reglur fyrir hvað skal vera innihald í neyslu slíkrar fjölskyldu?

Vísitölufjölskyldan er hugtak sem er notað til að lýsa dæmigerðri íslenskri fjölskyldu sem horft er til þegar vísitala neysluverðs er reiknuð út. Hagstofa Íslands fylgist með útgjöldum heimila sem lenda í úrtaki stofnunarinnar og spyr meðal annars um öll útgjöld til kaupa á vörum og þjónustu. Úrtakið á að endurspegla sem best allar íslenskar fjölskyldur og í því eru því misstórar fjölskyldur með fólki af öllum aldri sem búsettar eru alls staðar á landinu. Árlega eru 1.222 fjölskyldur í úrtakinu.

Vísitölufjölskyldan er hugtak sem er notað til að lýsa dæmigerðri íslenskri fjölskyldu sem horft er til þegar vísitala neysluverðs er reiknuð út. Í úrtaki Hagstofu Íslands eru misstórar fjölskyldur með fólki af öllum aldri sem búsettar eru alls staðar á landinu.

Út frá þessari könnun er reiknuð út neyslukarfa sem endurspeglar neyslu dæmigerðrar fjölskyldu, það er vísitölufjölskyldunnar. Síðan er reiknað út í hverjum mánuði hvað þessi karfa kostar. Breytingar á þeim kostnaði eru síðan notaðar til að uppfæra vísitölu neysluverðs, sem meðal annars er notuð við verðtryggingu lána og innstæðna. Vísitalan hækkar um sama hlutfall á milli mánaða og áætlaður kostnaður við kaup á körfunni.

Þetta fyrirkomulag er byggt á sérstökum lögum um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995. Sjá einnig Spurt og svarað og Rannsókn á útgjöldum heimilanna á vef Hagstofunnar.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.1.2024

Spyrjandi

Þórður Ásgeirsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er vísitölufjölskylda?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2024. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86063.

Gylfi Magnússon. (2024, 30. janúar). Hvað er vísitölufjölskylda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86063

Gylfi Magnússon. „Hvað er vísitölufjölskylda?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2024. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86063>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vísitölufjölskylda?
Upprunalega spurningin var:

Hvernig er vísitölufjölskylda samsett og á hvaða aldri er fólkið? Hvar má finna reglugerð um samsetningu slíkrar fjölskyldu sem og reglur fyrir hvað skal vera innihald í neyslu slíkrar fjölskyldu?

Vísitölufjölskyldan er hugtak sem er notað til að lýsa dæmigerðri íslenskri fjölskyldu sem horft er til þegar vísitala neysluverðs er reiknuð út. Hagstofa Íslands fylgist með útgjöldum heimila sem lenda í úrtaki stofnunarinnar og spyr meðal annars um öll útgjöld til kaupa á vörum og þjónustu. Úrtakið á að endurspegla sem best allar íslenskar fjölskyldur og í því eru því misstórar fjölskyldur með fólki af öllum aldri sem búsettar eru alls staðar á landinu. Árlega eru 1.222 fjölskyldur í úrtakinu.

Vísitölufjölskyldan er hugtak sem er notað til að lýsa dæmigerðri íslenskri fjölskyldu sem horft er til þegar vísitala neysluverðs er reiknuð út. Í úrtaki Hagstofu Íslands eru misstórar fjölskyldur með fólki af öllum aldri sem búsettar eru alls staðar á landinu.

Út frá þessari könnun er reiknuð út neyslukarfa sem endurspeglar neyslu dæmigerðrar fjölskyldu, það er vísitölufjölskyldunnar. Síðan er reiknað út í hverjum mánuði hvað þessi karfa kostar. Breytingar á þeim kostnaði eru síðan notaðar til að uppfæra vísitölu neysluverðs, sem meðal annars er notuð við verðtryggingu lána og innstæðna. Vísitalan hækkar um sama hlutfall á milli mánaða og áætlaður kostnaður við kaup á körfunni.

Þetta fyrirkomulag er byggt á sérstökum lögum um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995. Sjá einnig Spurt og svarað og Rannsókn á útgjöldum heimilanna á vef Hagstofunnar.

Mynd:...