Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru leðurblökur skyldar músum?

Jón Már Halldórsson

Stutta svarið er að vissulega eru leðurblökur og mýs skyldar, enda hvort tveggja spendýr. Þó þarf að leita mjög langt aftur í þróunarsögu spendýra til að finna sameiginlegan forföður leðurblaka og músa.

Mýs tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia) sem talið er að fyrst hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 55-60 milljón árum. Mýs komu þó ekki fram fyrr en fyrir um 14 milljón árum. Á myndinni sést húsamús (Mus musculus).

Fræðimenn nota ýmsar aðferðir og gögn til þess að setja fram mögulega þróunarsögu eða ættartré spendýra og túlka hvernig núlifandi tegundir tengjast. Ein tilgáta er sú að fyrir um 97 milljón árum hafi hópur spendýra sem kallast á fræðimáli Boreoeutheria[1] þróast í tvær kvíslar eða yfirættbálka, sem síðan greindust í fjölda ættbálka. Annars vegar var það Laurasiatheria sem með tímanum greindist í ólíka hópa eins og hvali, beltisdýr, hófdýr, rándýr, klaufdýr og leðurblökur. Hins vegar var það Euarchontoglires sem svo greindist í prímata, héradýr, trjásnjáldrur, feldvængjur og nagdýr (þar með talið mýs). Samkvæmt þessu eru leðurblökur því skyldari ljónum og steypireyðum en músum.

Leðurblökur eru næst tegundaríkasti ættbálkur spendýra með yfir 1.400 tegundir eða um 20% allra spendýrategunda. Elstu steingerðu leifar leðurblöku sem fundist hafa eru 55-56 milljón ára gamlar. Á myndinni sést leðurblaka af óþekktri tegund.

Leðurblökur (Chiroptera) er ættbálkur sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera) sem gjarnan eru taldar hinar eiginlegu leðurblökur. Leðurblökur eru næst tegundaríkasti ættbálkur spendýra með yfir 1.400 tegundir eða um 20% allra spendýrategunda. Elstu steingerðu leifar leðurblöku sem fundist hafa eru 55-56 milljón ára gamlar.

Mýs tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia) rétt eins og rottur, íkornar, broddgeltir og fleiri dýr, en um 40% allra spendýrategunda eru nagdýr. Nánar tiltekið eru þær af músaætt (Muridea) og ættkvísl sem einfaldlega kallast Mus og í eru um 40 tegundir, þar á meðal þær tvær tegundir sem lifa á Íslandi, hagamús og húsamús. Talið er að nagdýr hafi verið komin fram fyrir að minnsta kosti 55-60 milljón árum en mýs hafi ekki komið fram fyrr en fyrir um 14 milljón árum.

Leðurblökur (sem ættbálkur) voru því komnar fram langt á undan músum þótt einstakar tegundir leðurblaka séu ef til vill ekki eldri en mýs.

Tilvísun:
  1. ^ Ekkert íslenskt heiti er til yfir þennan hóp spendýra.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.5.2024

Spyrjandi

Sigtryggur Einar Sævarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru leðurblökur skyldar músum?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2024, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86124.

Jón Már Halldórsson. (2024, 16. maí). Eru leðurblökur skyldar músum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86124

Jón Már Halldórsson. „Eru leðurblökur skyldar músum?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2024. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86124>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru leðurblökur skyldar músum?
Stutta svarið er að vissulega eru leðurblökur og mýs skyldar, enda hvort tveggja spendýr. Þó þarf að leita mjög langt aftur í þróunarsögu spendýra til að finna sameiginlegan forföður leðurblaka og músa.

Mýs tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia) sem talið er að fyrst hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 55-60 milljón árum. Mýs komu þó ekki fram fyrr en fyrir um 14 milljón árum. Á myndinni sést húsamús (Mus musculus).

Fræðimenn nota ýmsar aðferðir og gögn til þess að setja fram mögulega þróunarsögu eða ættartré spendýra og túlka hvernig núlifandi tegundir tengjast. Ein tilgáta er sú að fyrir um 97 milljón árum hafi hópur spendýra sem kallast á fræðimáli Boreoeutheria[1] þróast í tvær kvíslar eða yfirættbálka, sem síðan greindust í fjölda ættbálka. Annars vegar var það Laurasiatheria sem með tímanum greindist í ólíka hópa eins og hvali, beltisdýr, hófdýr, rándýr, klaufdýr og leðurblökur. Hins vegar var það Euarchontoglires sem svo greindist í prímata, héradýr, trjásnjáldrur, feldvængjur og nagdýr (þar með talið mýs). Samkvæmt þessu eru leðurblökur því skyldari ljónum og steypireyðum en músum.

Leðurblökur eru næst tegundaríkasti ættbálkur spendýra með yfir 1.400 tegundir eða um 20% allra spendýrategunda. Elstu steingerðu leifar leðurblöku sem fundist hafa eru 55-56 milljón ára gamlar. Á myndinni sést leðurblaka af óþekktri tegund.

Leðurblökur (Chiroptera) er ættbálkur sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera) sem gjarnan eru taldar hinar eiginlegu leðurblökur. Leðurblökur eru næst tegundaríkasti ættbálkur spendýra með yfir 1.400 tegundir eða um 20% allra spendýrategunda. Elstu steingerðu leifar leðurblöku sem fundist hafa eru 55-56 milljón ára gamlar.

Mýs tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia) rétt eins og rottur, íkornar, broddgeltir og fleiri dýr, en um 40% allra spendýrategunda eru nagdýr. Nánar tiltekið eru þær af músaætt (Muridea) og ættkvísl sem einfaldlega kallast Mus og í eru um 40 tegundir, þar á meðal þær tvær tegundir sem lifa á Íslandi, hagamús og húsamús. Talið er að nagdýr hafi verið komin fram fyrir að minnsta kosti 55-60 milljón árum en mýs hafi ekki komið fram fyrr en fyrir um 14 milljón árum.

Leðurblökur (sem ættbálkur) voru því komnar fram langt á undan músum þótt einstakar tegundir leðurblaka séu ef til vill ekki eldri en mýs.

Tilvísun:
  1. ^ Ekkert íslenskt heiti er til yfir þennan hóp spendýra.

Heimildir og myndir:...