Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Af hverju er Liecht­enst­ein ekki íslenskað eins og önnur landanöfn?

Ari Páll Kristinsson

Í spurningunni kemur réttilega fram að landanöfn séu almennt íslenskuð. Reyndar er vissara að gera hér þann fyrirvara að hugtökin land og landaheiti geta reynst aðeins víðari en hugtökin ríki og ríkjaheiti. Enda þótt Wales og Færeyjar séu lönd, og tefli til dæmis fram landsliðum í Evópukeppnum, þá heyra þau upp að vissu marki undir mun stærri ríki.

Strangt til tekið væri því nákvæmara í þessu samhengi að halda því fram að heiti sjálfstæðra ríkja séu almennt færð í íslenskan búning á einhvern hátt. Hið sama á þó einnig við um ýmis þau héruð, fylki eða lönd sem mynda viðkomandi ríki. Má sem dæmi nefna Baskaland á Spáni, Bæjaraland í Þýskalandi og Korsíku við Frakkland. Það gildir hins vegar ekki um Wales í Bretlandi, Steiermark í Austurríki né Illinois í Bandaríkjunum, svo að fáein dæmi séu nefnd.

Eyjurnar Brava, vinstra megin á myndinni, og Fogo, hægra megin, tilheyra Grænhöfðaeyjum sem er íslensk þýðing á heitinu Cabo Verde.

Samtals eru heiti sjálfstæðra ríkja í kringum 200 talsins. Langoftast felst íslenskun á þessum heitum í því einu að ritháttur og framburður hefur fengið íslenskan svip. Þá má segja að sjálft nafnið úr upprunamálinu haldi sér oft í aðalatriðum. Uppruninn skín þá í gegn þótt rithátturinn hafi fengið séríslenskt yfirbragð. Má hér til dæmis nefna heitin Angóla, Bútan, Sádi-Arabía og Úrúgvæ þar sem gripið hefur verið til íslensku bókstafanna æ, ó, í, ú, á. Jafnframt hefur venjulega verið sneitt hjá bókstöfunum c, y, z og w. Sem dæmi má nefna „íslenskuðu“ heitin Kanada (Canada), Mjanmar (Myanmar), Belís (Belize) og Rúanda (Rwanda). Algengast er sem sé að eingöngu stafsetningin lagi sig að hefðbundnu sambandi íslenskra bókstafa og málhljóða. Eigi að síður þekkjast einnig dæmi um íslenskar þýðingar á viðkomandi heiti. Þar má nefna heitin Fílabeinsströndin (Côte d‘Ivoire), Grænhöfðaeyjar (Cabo Verde) og Svartfjallaland (Montenegro). Loks má ekki gleyma því að allmörg dæmi eru um nöfn sem til hafa verið á íslensku eða norrænu um aldaraðir og lifa enn í ríkjaheitum á íslensku, til að mynda Bretland, Grikkland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Sýrland.

Þá skal loks vikið að heitinu Liechtenstein sem spurt var um. Eins og ráða má af því sem hér hefur verið rætt er þar á vissan hátt um undantekningu að ræða frá þeirri meginreglu að ríkjaheiti fylgi hefðbundnu sambandi framburðar og bókstafa í íslensku ritmáli. Að því sögðu er rétt að halda því til haga að í opinberri ríkjaheitaskrá á vef Árnastofnunar, sem unnin var í samráði við utanríkisráðuneytið og fleiri aðila og birt 2015, er nú að finna val í ritun á heitum ýmissa ríkja. Þar er til dæmis gefinn kostur á að velja milli ritmyndanna Níkaragva og Nicaragua. Því má segja að fyrrnefnd meginregla gæti verið á útleið sem aðalviðmið. Sé það rétt gæti umrædd sérstaða nafnsins Liechtenstein brátt verið úr sögunni.

Þegar reynt er að skrifa Liechtenstein beint eftir framburði („Líktenstæn“) verður bilið milli upprunans og „íslensks ritháttar“ hreinlega of stórt.

Á níunda áratug síðustu aldar var mikið fjallað um ritun ríkjaheita á vettvangi Íslenskrar málnefndar og stefnt var að útgáfu leiðbeinandi skráa um slík heiti, líkt og tíðkaðist hjá málnefndum í nágrannalöndunum (Ari Páll Kristinsson 2011). Íslensk málnefnd lagði upp með þá meginreglu að rita ríkjaheitin alfarið með íslenskum bókstöfum og að ritháttur skyldi fylgja hefðbundnu sambandi ritháttar og framburðar í íslensku. Þannig var til dæmis ákveðið að rita Mósambík og Sambía (í stað Mozambique og Zambia). Þó kom fram í starfi nefndarinnar að vissan fyrirvara yrði að gera ef full aðlögun tiltekins heitis leiddi til þess að nafnið yrði of fjarlægt upprunanum. Tillaga um að rita Sisjeleyjar (þ.e. Seychelles-eyjar) og Líktenstæn (þ.e. Liechtenstein) fékk lítinn hljómgrunn (sjá Ara Pál Kristinsson 2011:6) og var meginástæðan væntanlega sú að nöfnin hafi einfaldlega talist heldur torkennileg í þeim ritbúningi. Auðvelt er að skilja það sjónarmið; lítill vandi er að lesa og segja upphátt heiti á borð við til dæmis Kongó og skilja að það samsvarar „Congo“, en þegar reynt er að skrifa Liechtenstein beint eftir framburði („Líktenstæn“) verður bilið milli upprunans og „íslensks ritháttar“ hreinlega of stórt.

Heimildir:
  • Ari Páll Kristinsson. 2011. Ríkjaheiti og ritháttur. Í: Fjöruskeljar. Afmælisrit til heiðurs Jónínu Hafsteinsdóttur sjötugri 29. mars 2011 (bls. 1–10). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Ríkjaheiti. https://www.arnastofnun.is/is/rikjaheiti. (Sótt 29. apríl 2024).

Myndir:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

8.5.2024

Spyrjandi

Rammi

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Af hverju er Liecht­enst­ein ekki íslenskað eins og önnur landanöfn?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2024. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86399.

Ari Páll Kristinsson. (2024, 8. maí). Af hverju er Liecht­enst­ein ekki íslenskað eins og önnur landanöfn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86399

Ari Páll Kristinsson. „Af hverju er Liecht­enst­ein ekki íslenskað eins og önnur landanöfn?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2024. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86399>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Liecht­enst­ein ekki íslenskað eins og önnur landanöfn?
Í spurningunni kemur réttilega fram að landanöfn séu almennt íslenskuð. Reyndar er vissara að gera hér þann fyrirvara að hugtökin land og landaheiti geta reynst aðeins víðari en hugtökin ríki og ríkjaheiti. Enda þótt Wales og Færeyjar séu lönd, og tefli til dæmis fram landsliðum í Evópukeppnum, þá heyra þau upp að vissu marki undir mun stærri ríki.

Strangt til tekið væri því nákvæmara í þessu samhengi að halda því fram að heiti sjálfstæðra ríkja séu almennt færð í íslenskan búning á einhvern hátt. Hið sama á þó einnig við um ýmis þau héruð, fylki eða lönd sem mynda viðkomandi ríki. Má sem dæmi nefna Baskaland á Spáni, Bæjaraland í Þýskalandi og Korsíku við Frakkland. Það gildir hins vegar ekki um Wales í Bretlandi, Steiermark í Austurríki né Illinois í Bandaríkjunum, svo að fáein dæmi séu nefnd.

Eyjurnar Brava, vinstra megin á myndinni, og Fogo, hægra megin, tilheyra Grænhöfðaeyjum sem er íslensk þýðing á heitinu Cabo Verde.

Samtals eru heiti sjálfstæðra ríkja í kringum 200 talsins. Langoftast felst íslenskun á þessum heitum í því einu að ritháttur og framburður hefur fengið íslenskan svip. Þá má segja að sjálft nafnið úr upprunamálinu haldi sér oft í aðalatriðum. Uppruninn skín þá í gegn þótt rithátturinn hafi fengið séríslenskt yfirbragð. Má hér til dæmis nefna heitin Angóla, Bútan, Sádi-Arabía og Úrúgvæ þar sem gripið hefur verið til íslensku bókstafanna æ, ó, í, ú, á. Jafnframt hefur venjulega verið sneitt hjá bókstöfunum c, y, z og w. Sem dæmi má nefna „íslenskuðu“ heitin Kanada (Canada), Mjanmar (Myanmar), Belís (Belize) og Rúanda (Rwanda). Algengast er sem sé að eingöngu stafsetningin lagi sig að hefðbundnu sambandi íslenskra bókstafa og málhljóða. Eigi að síður þekkjast einnig dæmi um íslenskar þýðingar á viðkomandi heiti. Þar má nefna heitin Fílabeinsströndin (Côte d‘Ivoire), Grænhöfðaeyjar (Cabo Verde) og Svartfjallaland (Montenegro). Loks má ekki gleyma því að allmörg dæmi eru um nöfn sem til hafa verið á íslensku eða norrænu um aldaraðir og lifa enn í ríkjaheitum á íslensku, til að mynda Bretland, Grikkland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Sýrland.

Þá skal loks vikið að heitinu Liechtenstein sem spurt var um. Eins og ráða má af því sem hér hefur verið rætt er þar á vissan hátt um undantekningu að ræða frá þeirri meginreglu að ríkjaheiti fylgi hefðbundnu sambandi framburðar og bókstafa í íslensku ritmáli. Að því sögðu er rétt að halda því til haga að í opinberri ríkjaheitaskrá á vef Árnastofnunar, sem unnin var í samráði við utanríkisráðuneytið og fleiri aðila og birt 2015, er nú að finna val í ritun á heitum ýmissa ríkja. Þar er til dæmis gefinn kostur á að velja milli ritmyndanna Níkaragva og Nicaragua. Því má segja að fyrrnefnd meginregla gæti verið á útleið sem aðalviðmið. Sé það rétt gæti umrædd sérstaða nafnsins Liechtenstein brátt verið úr sögunni.

Þegar reynt er að skrifa Liechtenstein beint eftir framburði („Líktenstæn“) verður bilið milli upprunans og „íslensks ritháttar“ hreinlega of stórt.

Á níunda áratug síðustu aldar var mikið fjallað um ritun ríkjaheita á vettvangi Íslenskrar málnefndar og stefnt var að útgáfu leiðbeinandi skráa um slík heiti, líkt og tíðkaðist hjá málnefndum í nágrannalöndunum (Ari Páll Kristinsson 2011). Íslensk málnefnd lagði upp með þá meginreglu að rita ríkjaheitin alfarið með íslenskum bókstöfum og að ritháttur skyldi fylgja hefðbundnu sambandi ritháttar og framburðar í íslensku. Þannig var til dæmis ákveðið að rita Mósambík og Sambía (í stað Mozambique og Zambia). Þó kom fram í starfi nefndarinnar að vissan fyrirvara yrði að gera ef full aðlögun tiltekins heitis leiddi til þess að nafnið yrði of fjarlægt upprunanum. Tillaga um að rita Sisjeleyjar (þ.e. Seychelles-eyjar) og Líktenstæn (þ.e. Liechtenstein) fékk lítinn hljómgrunn (sjá Ara Pál Kristinsson 2011:6) og var meginástæðan væntanlega sú að nöfnin hafi einfaldlega talist heldur torkennileg í þeim ritbúningi. Auðvelt er að skilja það sjónarmið; lítill vandi er að lesa og segja upphátt heiti á borð við til dæmis Kongó og skilja að það samsvarar „Congo“, en þegar reynt er að skrifa Liechtenstein beint eftir framburði („Líktenstæn“) verður bilið milli upprunans og „íslensks ritháttar“ hreinlega of stórt.

Heimildir:
  • Ari Páll Kristinsson. 2011. Ríkjaheiti og ritháttur. Í: Fjöruskeljar. Afmælisrit til heiðurs Jónínu Hafsteinsdóttur sjötugri 29. mars 2011 (bls. 1–10). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Ríkjaheiti. https://www.arnastofnun.is/is/rikjaheiti. (Sótt 29. apríl 2024).

Myndir:...