Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum?

JGÞ

Vítamín eru lífræn efni sem menn og önnur dýr þarfnast í litlum mæli. Helsta hlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta í líkamanum. Vítamín myndast ekki í líkamanum, nema D-vítamín, og þess vegna þurfum við að innbyrða þau. Yfirleitt fáum við vítamín úr fæðu.

Ekki er vitað til þess að of mikið af B12-vítamíni hafi slæm áhrif á líkamsstarfsemi en hins vegar er vel þekkt að skortur á B12-vítamíni getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hægt er að lesa meira B12-vítamín í fróðlegu svari við spurningunni Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?

Líkan af B12-vítamín-sameindinni.

Í raun er eina leiðin til þess að minnka B12 í líkamanum sú að sneiða hjá þeim bætiefnum og fæðutegundum sem innihalda vítamínið. Þar sem lifrin geymir birgðir af B12 til nokkurra ára getur langur tími liðið þar til styrkur þess í líkamanum dvínar verulega. Þegar það gerist er hins vegar hætta á B12-vítamínskorti. Hann getur haft í för með sér blóðleysi, hrörnun úttaugakerfis sem á endanum getur leitt til lömunar. Þess vegna ráðleggjum við engum að reyna að minnka B12 í líkamanum nema í samráði við lækni eða annað heilbrigðisstarfsfólk.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.7.2024

Spyrjandi

Margrét Björnsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2024, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86719.

JGÞ. (2024, 15. júlí). Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86719

JGÞ. „Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2024. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86719>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum?
Vítamín eru lífræn efni sem menn og önnur dýr þarfnast í litlum mæli. Helsta hlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta í líkamanum. Vítamín myndast ekki í líkamanum, nema D-vítamín, og þess vegna þurfum við að innbyrða þau. Yfirleitt fáum við vítamín úr fæðu.

Ekki er vitað til þess að of mikið af B12-vítamíni hafi slæm áhrif á líkamsstarfsemi en hins vegar er vel þekkt að skortur á B12-vítamíni getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hægt er að lesa meira B12-vítamín í fróðlegu svari við spurningunni Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?

Líkan af B12-vítamín-sameindinni.

Í raun er eina leiðin til þess að minnka B12 í líkamanum sú að sneiða hjá þeim bætiefnum og fæðutegundum sem innihalda vítamínið. Þar sem lifrin geymir birgðir af B12 til nokkurra ára getur langur tími liðið þar til styrkur þess í líkamanum dvínar verulega. Þegar það gerist er hins vegar hætta á B12-vítamínskorti. Hann getur haft í för með sér blóðleysi, hrörnun úttaugakerfis sem á endanum getur leitt til lömunar. Þess vegna ráðleggjum við engum að reyna að minnka B12 í líkamanum nema í samráði við lækni eða annað heilbrigðisstarfsfólk.

Heimild:

Mynd:

...