Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum?

Charlotta Oddsdóttir

Öll spurningin hljóðaði svona:

Eru til dæmi um samkynhneigð hjá íslenskum hrossum, hryssum og stóðhestum og hvernig má þá greina það?

Hjá íslenskum hrossum, rétt eins og öðrum hestakynjum, þekkist samkynhneigt kynatferli, en einnig þekkjast fleiri atferlismynstur milli samkynja hrossa sem benda til sterkra tengsla milli tveggja einstaklinga, í það minnsta vináttu. Þetta er þó ekki hægt að staðfesta á sama hátt og samkynhneigð hjá mönnum.

Þegar atferli dýra er greint er mikilvægt að manngera ekki atferlið og gera ekki dýrunum upp mannlegan ásetning. Samkynhneigð hjá mönnum hefur fjölbreyttari víddir en einungis kynatferli og ekki er hægt að spyrja dýrin út í tilfinningarnar sem liggja að baki atferlismynstrum. Rannsóknir á kynhneigð manna byggja fyrst og fremst á viðtölum við fólk og rituðum heimildum, til dæmis dagbókarfærslum eða persónulegum frásögnum, sem greina frá innra tilfinningalífi og tengslum kynhegðunar og tilfinninga, án þess að fela í sér atferlismælingar. Í samanburði er oft mjög aðgengilegt að gera vísindalegar atferlismælingar á kynatferli dýra, án þess þó að geta sett þær í samhengi við tilfinningalíf dýranna.

Það er gott að staldra við og skilgreina hvað „samkynhneigð“ gæti þýtt í atferlismynstrum dýra. Ef „gagnkynhneigð“ hjá dýrum er skilgreind sem tilhugalíf, blíðuhót, æxlunar-/kynatferli, sterk tengsl tveggja einstaklinga og uppeldisatferli milli dýra af gagnstæðu kyni, mætti fella sömu atferlismynstur undir samkynhneigð ef þau eiga sér stað milli samkynja dýra. Kynatferli gegnir mikilvægu hlutverki til að einstaklingar marki sér stað í virðingarröðinni, fyrir utan að gegna hlutverki æxlunar.

Ef „gagnkynhneigð“ hjá dýrum er skilgreind sem tilhugalíf, blíðuhót, æxlunar-/kynatferli, sterk tengsl tveggja einstaklinga og uppeldisatferli milli dýra af gagnstæðu kyni, mætti fella sömu atferlismynstur undir samkynhneigð ef þau eiga sér stað milli samkynja dýra. Á myndinni sést hryssa og stóðhestur í haga.

Hjá hrossum er ekki óalgengt að sjá kynatferli milli samkynja dýra sem að öllu jöfnu haga sér á gagnkynhneigðan hátt. Þetta á við um unga graðhesta í ungfolahópum (e. bachelor bands) sem æfa kynatferli sitt hver á öðrum og telst þetta mikilvægt fyrir þeirra kynatferli og frjósemi í framtíðinni. Þeir geta jafnvel stillt sér upp hver fyrir annan eins og hryssa í hestalátum myndi gera. Rannsóknir benda til þess að kynatferli karldýra fari mikið eftir þeirra félagsreynslu og að uppvöxtur í hópi annarra karldýra án kvendýra bæti kynatferlið. Þegar og ef þessir ungu graðhestar koma sér upp eigin stóði af hryssum munu þeir taka upp gagnkynhneigt atferlismynstur. Sýnt hefur verið að testósterónstyrkur hækkar hjá graðhestum við það að koma úr ungfolahópi yfir í stóð með hryssum og lækkar aftur ef þeir eru settir aftur í ungfolahópinn.

Hjá hryssum er vel þekkt að þegar þær eru álægja (í hestalátum, móttækilegar fyrir hesti) eiga þær til að fara á bak hver annarri fyrir tilstilli estrógenáhrifa sem valda æxlunarvilja, þó þær sýni að öllu öðru leyti gagnkynhneigt atferli. Það er þó einnig vitað að æxlunarvilji hryssu er ekki einungis tengdur styrk kynhormóna heldur getur hún stýrt atferlinu á meðvitaðan hátt og því haft ákveðnar skoðanir á því hvort hún þekkist hestinn eða ekki, jafnvel þótt hún sé álægja.

Hryssur sem ekki þekkjast graðhest, þó þær séu undir estrógenáhrifum, eru viss ráðgáta. Það er þekkt í hrossarækt að sumar hryssur fara í hólf hjá hesti án þess að fyljast því þær hleypa hestinum ekki að sér, eða sýna ekki æxlunarvilja. Þetta getur einnig sést hjá hryssum sem hafa einstök vinatengsl og jafnvel verja hvor aðra fyrir áleitni hestsins. Það er þó ekki hægt að draga ályktanir um kynhneigð þeirra út frá slíkum dæmum, því einnig er þekkt að sumar hryssur gefi sig ekki að hesti þegar þær eru með folald undir sér, en sýni æxlunarvilja þegar folaldið hefur verið vanið undan. Það þarf þó ekki að þýða að hún myndi frekar óska sér samkynhneigðs sambands við aðra hryssu.

Þekkt er að sumar hryssur gefi sig ekki að hesti þegar þær eru með folald undir sér. Á myndinni sést nýköstuð hryssa ásamt annarri hryssu.

Þekkt er að villt dýr af sama kyni mynda mikilvæg parasambönd, sem geta verið tvenns konar: makasamband sem felur í sér tilhugalíf og kynatferli, eða félagasamband sem felur ekki í sér kynatferli. Víða um heim eru hross haldin eitt og eitt eða í minni hópum sem þau velja sér ekki sjálf, jafnvel með öðru kynhlutfalli en tíðkast myndi í náttúrunni og því ekki aðgengilegt að rannsaka náttúrulegt kynatferli. Á Íslandi höfum við enn stóð með kynhlutfall og samsetningu einstaklinga sem líkist að nokkru leyti náttúrulegum aðstæðum, til dæmis í stóðum þar sem folöld eru alin til slátrunar. Þar eru hryssur og folöld kjarnahópurinn, en graðhestur er settur í hópinn á frjósemistímabilinu yfir sumartímann.

Rannsóknir á íslenskum hrossum hafa sýnt að flest hross eiga sér eftirlætisfélaga til að kljást við, en þá klóra tvö hross hvort öðru með tönnunum og rækta þannig náin tengsl sín á milli. Sterkustu tengslin virðast oft myndast milli tveggja fullorðinna hryssna, enda er hægt að leiða að því líkur að ræktunarhryssur séu oft í stöðugum félagshópum í hestahaldi á Íslandi.

Það má því segja að íslenskar hryssur sem eru í aðstæðum til þess, geti ráðið talsverðu um bæði vinasambönd og kynferðisleg sambönd við önnur hross. Að sama skapi geta graðhestar átt tímabil í uppvextinum sem fela í sér samkynhneigt kynatferli sem er mikilvægt fyrir þeirra æxlunaratferli framvegis.

Helstu heimildir:
  • Bagemihl B. Biological Exuberance: Animal Homosexuality and Natural Diversity. St. Martin's Press, New York, 1999.
  • Houpt KA. Domestic Animal Behavior for Veterinarians and Animal Scientists. 5th ed. Wiley-Blackwell. 2011.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir og Sandra M. Granquist. Hátterni hesta í haga - Rannsóknir á félagshegðun. Náttúrufræðingurinn. 2019;89:78-97.
  • McDonnell SM, Murray SC. Bachelor and harem stallion behavior and endocrinology. Biology of Reproduction. 1995;52:577-90. doi: 10.1093/biolreprod/52.monograph_series1.577.
  • Sigurjónsdóttir H, van Dierendonck M, Snorrason S, Thórhallsdóttir A. Social relationships in a group of horses without a mature stallion. Behaviour. 2003;140:783-804.
  • McDonnell SM, Haviland JCS. Agonistic ethogram of the equid bachelor band. Applied Animal Behaviour Science. 1995;43:147-88. doi: 10.1016/0168-1591(94)00550-X.
  • McDonnell, S. Reproductive behavior of the stallion. Veterinary Clinics of North America: Equine Practice. 1986;2: 535–55doi:10.1016/S0749-0739(17)30705-8.
  • VanDierendonck MC, Spruijt BM. Coping in groups of domestic horses–Review from a social and neurobiological perspective. Applied Animal Behaviour Science. 2012;138:194-202.

Myndir:
  • Mynd af stóðhesti og hryssu: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir.
  • Mynd af hryssum og folaldi: Charlotta Oddsdóttir.

Höfundur

Charlotta Oddsdóttir

dýralæknir og deildarstjóri bakteríu- og meinafræðideildar á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Útgáfudagur

20.11.2024

Spyrjandi

Hafliði Elíasson

Tilvísun

Charlotta Oddsdóttir. „Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2024, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87166.

Charlotta Oddsdóttir. (2024, 20. nóvember). Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87166

Charlotta Oddsdóttir. „Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2024. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87166>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Eru til dæmi um samkynhneigð hjá íslenskum hrossum, hryssum og stóðhestum og hvernig má þá greina það?

Hjá íslenskum hrossum, rétt eins og öðrum hestakynjum, þekkist samkynhneigt kynatferli, en einnig þekkjast fleiri atferlismynstur milli samkynja hrossa sem benda til sterkra tengsla milli tveggja einstaklinga, í það minnsta vináttu. Þetta er þó ekki hægt að staðfesta á sama hátt og samkynhneigð hjá mönnum.

Þegar atferli dýra er greint er mikilvægt að manngera ekki atferlið og gera ekki dýrunum upp mannlegan ásetning. Samkynhneigð hjá mönnum hefur fjölbreyttari víddir en einungis kynatferli og ekki er hægt að spyrja dýrin út í tilfinningarnar sem liggja að baki atferlismynstrum. Rannsóknir á kynhneigð manna byggja fyrst og fremst á viðtölum við fólk og rituðum heimildum, til dæmis dagbókarfærslum eða persónulegum frásögnum, sem greina frá innra tilfinningalífi og tengslum kynhegðunar og tilfinninga, án þess að fela í sér atferlismælingar. Í samanburði er oft mjög aðgengilegt að gera vísindalegar atferlismælingar á kynatferli dýra, án þess þó að geta sett þær í samhengi við tilfinningalíf dýranna.

Það er gott að staldra við og skilgreina hvað „samkynhneigð“ gæti þýtt í atferlismynstrum dýra. Ef „gagnkynhneigð“ hjá dýrum er skilgreind sem tilhugalíf, blíðuhót, æxlunar-/kynatferli, sterk tengsl tveggja einstaklinga og uppeldisatferli milli dýra af gagnstæðu kyni, mætti fella sömu atferlismynstur undir samkynhneigð ef þau eiga sér stað milli samkynja dýra. Kynatferli gegnir mikilvægu hlutverki til að einstaklingar marki sér stað í virðingarröðinni, fyrir utan að gegna hlutverki æxlunar.

Ef „gagnkynhneigð“ hjá dýrum er skilgreind sem tilhugalíf, blíðuhót, æxlunar-/kynatferli, sterk tengsl tveggja einstaklinga og uppeldisatferli milli dýra af gagnstæðu kyni, mætti fella sömu atferlismynstur undir samkynhneigð ef þau eiga sér stað milli samkynja dýra. Á myndinni sést hryssa og stóðhestur í haga.

Hjá hrossum er ekki óalgengt að sjá kynatferli milli samkynja dýra sem að öllu jöfnu haga sér á gagnkynhneigðan hátt. Þetta á við um unga graðhesta í ungfolahópum (e. bachelor bands) sem æfa kynatferli sitt hver á öðrum og telst þetta mikilvægt fyrir þeirra kynatferli og frjósemi í framtíðinni. Þeir geta jafnvel stillt sér upp hver fyrir annan eins og hryssa í hestalátum myndi gera. Rannsóknir benda til þess að kynatferli karldýra fari mikið eftir þeirra félagsreynslu og að uppvöxtur í hópi annarra karldýra án kvendýra bæti kynatferlið. Þegar og ef þessir ungu graðhestar koma sér upp eigin stóði af hryssum munu þeir taka upp gagnkynhneigt atferlismynstur. Sýnt hefur verið að testósterónstyrkur hækkar hjá graðhestum við það að koma úr ungfolahópi yfir í stóð með hryssum og lækkar aftur ef þeir eru settir aftur í ungfolahópinn.

Hjá hryssum er vel þekkt að þegar þær eru álægja (í hestalátum, móttækilegar fyrir hesti) eiga þær til að fara á bak hver annarri fyrir tilstilli estrógenáhrifa sem valda æxlunarvilja, þó þær sýni að öllu öðru leyti gagnkynhneigt atferli. Það er þó einnig vitað að æxlunarvilji hryssu er ekki einungis tengdur styrk kynhormóna heldur getur hún stýrt atferlinu á meðvitaðan hátt og því haft ákveðnar skoðanir á því hvort hún þekkist hestinn eða ekki, jafnvel þótt hún sé álægja.

Hryssur sem ekki þekkjast graðhest, þó þær séu undir estrógenáhrifum, eru viss ráðgáta. Það er þekkt í hrossarækt að sumar hryssur fara í hólf hjá hesti án þess að fyljast því þær hleypa hestinum ekki að sér, eða sýna ekki æxlunarvilja. Þetta getur einnig sést hjá hryssum sem hafa einstök vinatengsl og jafnvel verja hvor aðra fyrir áleitni hestsins. Það er þó ekki hægt að draga ályktanir um kynhneigð þeirra út frá slíkum dæmum, því einnig er þekkt að sumar hryssur gefi sig ekki að hesti þegar þær eru með folald undir sér, en sýni æxlunarvilja þegar folaldið hefur verið vanið undan. Það þarf þó ekki að þýða að hún myndi frekar óska sér samkynhneigðs sambands við aðra hryssu.

Þekkt er að sumar hryssur gefi sig ekki að hesti þegar þær eru með folald undir sér. Á myndinni sést nýköstuð hryssa ásamt annarri hryssu.

Þekkt er að villt dýr af sama kyni mynda mikilvæg parasambönd, sem geta verið tvenns konar: makasamband sem felur í sér tilhugalíf og kynatferli, eða félagasamband sem felur ekki í sér kynatferli. Víða um heim eru hross haldin eitt og eitt eða í minni hópum sem þau velja sér ekki sjálf, jafnvel með öðru kynhlutfalli en tíðkast myndi í náttúrunni og því ekki aðgengilegt að rannsaka náttúrulegt kynatferli. Á Íslandi höfum við enn stóð með kynhlutfall og samsetningu einstaklinga sem líkist að nokkru leyti náttúrulegum aðstæðum, til dæmis í stóðum þar sem folöld eru alin til slátrunar. Þar eru hryssur og folöld kjarnahópurinn, en graðhestur er settur í hópinn á frjósemistímabilinu yfir sumartímann.

Rannsóknir á íslenskum hrossum hafa sýnt að flest hross eiga sér eftirlætisfélaga til að kljást við, en þá klóra tvö hross hvort öðru með tönnunum og rækta þannig náin tengsl sín á milli. Sterkustu tengslin virðast oft myndast milli tveggja fullorðinna hryssna, enda er hægt að leiða að því líkur að ræktunarhryssur séu oft í stöðugum félagshópum í hestahaldi á Íslandi.

Það má því segja að íslenskar hryssur sem eru í aðstæðum til þess, geti ráðið talsverðu um bæði vinasambönd og kynferðisleg sambönd við önnur hross. Að sama skapi geta graðhestar átt tímabil í uppvextinum sem fela í sér samkynhneigt kynatferli sem er mikilvægt fyrir þeirra æxlunaratferli framvegis.

Helstu heimildir:
  • Bagemihl B. Biological Exuberance: Animal Homosexuality and Natural Diversity. St. Martin's Press, New York, 1999.
  • Houpt KA. Domestic Animal Behavior for Veterinarians and Animal Scientists. 5th ed. Wiley-Blackwell. 2011.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir og Sandra M. Granquist. Hátterni hesta í haga - Rannsóknir á félagshegðun. Náttúrufræðingurinn. 2019;89:78-97.
  • McDonnell SM, Murray SC. Bachelor and harem stallion behavior and endocrinology. Biology of Reproduction. 1995;52:577-90. doi: 10.1093/biolreprod/52.monograph_series1.577.
  • Sigurjónsdóttir H, van Dierendonck M, Snorrason S, Thórhallsdóttir A. Social relationships in a group of horses without a mature stallion. Behaviour. 2003;140:783-804.
  • McDonnell SM, Haviland JCS. Agonistic ethogram of the equid bachelor band. Applied Animal Behaviour Science. 1995;43:147-88. doi: 10.1016/0168-1591(94)00550-X.
  • McDonnell, S. Reproductive behavior of the stallion. Veterinary Clinics of North America: Equine Practice. 1986;2: 535–55doi:10.1016/S0749-0739(17)30705-8.
  • VanDierendonck MC, Spruijt BM. Coping in groups of domestic horses–Review from a social and neurobiological perspective. Applied Animal Behaviour Science. 2012;138:194-202.

Myndir:
  • Mynd af stóðhesti og hryssu: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir.
  • Mynd af hryssum og folaldi: Charlotta Oddsdóttir.
...