Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær verða íslenskir stóðhestar kynþroska og hvaða þættir hafa þar áhrif?

Guðrún Stefánsdóttir

Upprunalega spurningin snerist um kynþroskaaldur stóðhesta en í svarinu verður einnig fjallað hvaða þættir hafa þar áhrif, eins og um líkamlegt atgervi og hvernig þeir eru haldnir.

Rannsóknir hafa sýnt að íslenskir stóðhestar eru að meðaltali stærri og líkamlega öflugri en hryssur. Þeir hafa til dæmis að jafnaði meiri hraða á gangtegundum og meira þol við líkamlegt álag. Enda hefur færst mjög í vöxt hin síðari ár að keppnishross séu stóðhestar og er hlutfall þeirra á stórmótum hátt samanborið við hryssur og geldinga. Sé árangur keppnishrossa á stórmótum skoðaður síðustu árin kemur auk þess í ljós að stóðhestar eru oftar í verðlaunasætum en hryssur eða geldingar.

Stóðhestar eru oftar í verðlaunasætum á stórmótum en hryssur eða geldingar.

Vegna kynatferlisins eru stóðhestar hins vegar að jafnaði þurftafrekari í fóðrun og fyrirferðarmeiri í umhirðu og umgengni en hryssur og geldingar og því vinnufrekara að halda þá. Þegar þeir eru haldnir á húsi í þjálfun þarf langoftast að hafa þá alveg sér, bæði inni og þegar þeim er hleypt út. Á þessu geta þó verið undantekningar einkum að hausti og/eða fyrripart vetrar ef þeir eru vandir með til dæmis geldingi eða öðrum stóðhesti.

Fengitími íslenskra hrossa er árstíðabundinn, tengdur birtutíma og aðgengi að grænu grasi. Langflestum hryssum er haldið undir stóðhesta á tímabilinu maí til ágúst. Á Íslandi er hefðbundnast að stóðhestar gangi lausir í hryssuhópi yfir sumarið. Viðmiðun er að fullþroska stóðhestur (6 vetra og eldri) geti sinnt um 25 hryssum á 4-6 vikum við góðar aðstæður, og að ekki skuli hafa hryssuhópinn stærri í einu en 35 hryssur, þó tíminn sé lengri. Einnig hefur færst í vöxt að hryssum sé haldið undir hesta í hendi á húsi, einkum undir stóðhestana sem eru notaðir í keppni samhliða ræktun, sem og hafa sæðingar með eftirsóttustu stóðhestunum aukist umtalsvert hér á landi hin síðari ár.

Lengi vel, eða allt til um 1990, var gert ráð fyrir að stóðhestar yrðu flestir kynþroska í kringum tveggja vetra aldur en það hefur breyst með bættri fóðrun og uppeldi. Samkvæmt lögum um búfjárhald (nr. 35/2013) er nú gert ráð fyrir að „graðhestar eða laungraðir hestar, 10 mánaða og eldri“ þurfi að vera í vörslu allt árið, það er að segja að þeir geta ekki gengið lausir hvar sem er með öðrum hrossum. Jafnframt er tekið fram að veturgamlir folar skuli komnir í vörslu eigi síðar en 1. júní þó þeir séu ekki fullra 10 mánaða. Algengt er að halda ungfola (10 mánaða og eldri) nokkra saman sér í hóp, þar til þeir hafa náð tamningaaldri, séu þeir ekki í hryssuhópi. En einnig er töluvert um að ungfolar séu notaðir á fengitíma á örfáar hryssur (4-10 fer eftir aldri hestsins), áður en þeir hafa náð tamningaaldri og verið metnir í kynbótadómi.

Einstaka stóðhestar geta fyljað hryssur séu þeir orðnir 10 mánaða gamlir. Í rannsókn sem gerð var á 47 ungfolum árið 1997 kom í ljós að þriðjungur þeirra hafði náð kynþroska á aldrinum 12-14 mánaða.

Gerð var rannsókn á stærð eistna og kynþroska íslenskra hesta með söfnun á gögnum við geldingar á 47 ungfolum sumarið 1997. Í ljós kom að rúmlega þriðjungur hestanna hafði náð lífeðlisfræðilegum kynþroska á aldrinum 12-14 mánaða. Þættir sem þekkt er að hafi áhrif á hvenær kynþroska er náð eru auk aldurs, erfðir (ætterni), fóðrun og meðferð í uppeldinu. Reynsla hestamanna er að alls ekki sé óhætt að hafa veturgamla ungfola ógelta með hryssum eftir að þeir eru ársgamlir (12 mánaða) eigi þeir ekki að fylja merarnar. Einstaka hestar geta fyljað fyrr (um 10 mánaða) eins og lög um búfjárhald gera ráð fyrir og ákvæði þar endurspegla.

Heimildir:

  • Landssamband hestamannafélaga. 2007. Gátlisti fyrir stóðhestahaldara. (Sótt 12.1.2023).
  • Ingimar Sveinsson, Gunnar Gauti Gunnarsson og Ólafur R. Dýrmundsson. 1999. Vöxtur eistna og kynþroski hesta. Freyr 95 (13) 27-29.
  • Lög um búfjárhald nr. 38/2013.
  • Stefánsdóttir, G.J., Ragnarsson, S, Gunnarsson, V. og Jansson A. (2014). Physiological response to a breed evaluation field test in Icelandic horses. Animal 8 (3) 431-439.
  • Stefánsdóttir, G.J., Jansson, A., Ragnarsson, S. og Gunnarsson, V. (2021). Speed of gaits in Icelandic horses and relationships to sex, age, conformation measurements and subjective judges’ scores. Comparative Exercise Physiology 17 (2) 151-160.

Myndir:
  • Mynd af stóðhesti í keppni: Henk Peterse.
  • Mynd af stóðhesti fylja hryssu: Guðrún Stefánsdóttir.

Höfundur

Guðrún Stefánsdóttir

dósent við Háskólann á Hólum

Útgáfudagur

20.1.2023

Spyrjandi

Hafliði Elíasson

Tilvísun

Guðrún Stefánsdóttir. „Hvenær verða íslenskir stóðhestar kynþroska og hvaða þættir hafa þar áhrif?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2023, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83603.

Guðrún Stefánsdóttir. (2023, 20. janúar). Hvenær verða íslenskir stóðhestar kynþroska og hvaða þættir hafa þar áhrif? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83603

Guðrún Stefánsdóttir. „Hvenær verða íslenskir stóðhestar kynþroska og hvaða þættir hafa þar áhrif?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2023. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83603>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær verða íslenskir stóðhestar kynþroska og hvaða þættir hafa þar áhrif?
Upprunalega spurningin snerist um kynþroskaaldur stóðhesta en í svarinu verður einnig fjallað hvaða þættir hafa þar áhrif, eins og um líkamlegt atgervi og hvernig þeir eru haldnir.

Rannsóknir hafa sýnt að íslenskir stóðhestar eru að meðaltali stærri og líkamlega öflugri en hryssur. Þeir hafa til dæmis að jafnaði meiri hraða á gangtegundum og meira þol við líkamlegt álag. Enda hefur færst mjög í vöxt hin síðari ár að keppnishross séu stóðhestar og er hlutfall þeirra á stórmótum hátt samanborið við hryssur og geldinga. Sé árangur keppnishrossa á stórmótum skoðaður síðustu árin kemur auk þess í ljós að stóðhestar eru oftar í verðlaunasætum en hryssur eða geldingar.

Stóðhestar eru oftar í verðlaunasætum á stórmótum en hryssur eða geldingar.

Vegna kynatferlisins eru stóðhestar hins vegar að jafnaði þurftafrekari í fóðrun og fyrirferðarmeiri í umhirðu og umgengni en hryssur og geldingar og því vinnufrekara að halda þá. Þegar þeir eru haldnir á húsi í þjálfun þarf langoftast að hafa þá alveg sér, bæði inni og þegar þeim er hleypt út. Á þessu geta þó verið undantekningar einkum að hausti og/eða fyrripart vetrar ef þeir eru vandir með til dæmis geldingi eða öðrum stóðhesti.

Fengitími íslenskra hrossa er árstíðabundinn, tengdur birtutíma og aðgengi að grænu grasi. Langflestum hryssum er haldið undir stóðhesta á tímabilinu maí til ágúst. Á Íslandi er hefðbundnast að stóðhestar gangi lausir í hryssuhópi yfir sumarið. Viðmiðun er að fullþroska stóðhestur (6 vetra og eldri) geti sinnt um 25 hryssum á 4-6 vikum við góðar aðstæður, og að ekki skuli hafa hryssuhópinn stærri í einu en 35 hryssur, þó tíminn sé lengri. Einnig hefur færst í vöxt að hryssum sé haldið undir hesta í hendi á húsi, einkum undir stóðhestana sem eru notaðir í keppni samhliða ræktun, sem og hafa sæðingar með eftirsóttustu stóðhestunum aukist umtalsvert hér á landi hin síðari ár.

Lengi vel, eða allt til um 1990, var gert ráð fyrir að stóðhestar yrðu flestir kynþroska í kringum tveggja vetra aldur en það hefur breyst með bættri fóðrun og uppeldi. Samkvæmt lögum um búfjárhald (nr. 35/2013) er nú gert ráð fyrir að „graðhestar eða laungraðir hestar, 10 mánaða og eldri“ þurfi að vera í vörslu allt árið, það er að segja að þeir geta ekki gengið lausir hvar sem er með öðrum hrossum. Jafnframt er tekið fram að veturgamlir folar skuli komnir í vörslu eigi síðar en 1. júní þó þeir séu ekki fullra 10 mánaða. Algengt er að halda ungfola (10 mánaða og eldri) nokkra saman sér í hóp, þar til þeir hafa náð tamningaaldri, séu þeir ekki í hryssuhópi. En einnig er töluvert um að ungfolar séu notaðir á fengitíma á örfáar hryssur (4-10 fer eftir aldri hestsins), áður en þeir hafa náð tamningaaldri og verið metnir í kynbótadómi.

Einstaka stóðhestar geta fyljað hryssur séu þeir orðnir 10 mánaða gamlir. Í rannsókn sem gerð var á 47 ungfolum árið 1997 kom í ljós að þriðjungur þeirra hafði náð kynþroska á aldrinum 12-14 mánaða.

Gerð var rannsókn á stærð eistna og kynþroska íslenskra hesta með söfnun á gögnum við geldingar á 47 ungfolum sumarið 1997. Í ljós kom að rúmlega þriðjungur hestanna hafði náð lífeðlisfræðilegum kynþroska á aldrinum 12-14 mánaða. Þættir sem þekkt er að hafi áhrif á hvenær kynþroska er náð eru auk aldurs, erfðir (ætterni), fóðrun og meðferð í uppeldinu. Reynsla hestamanna er að alls ekki sé óhætt að hafa veturgamla ungfola ógelta með hryssum eftir að þeir eru ársgamlir (12 mánaða) eigi þeir ekki að fylja merarnar. Einstaka hestar geta fyljað fyrr (um 10 mánaða) eins og lög um búfjárhald gera ráð fyrir og ákvæði þar endurspegla.

Heimildir:

  • Landssamband hestamannafélaga. 2007. Gátlisti fyrir stóðhestahaldara. (Sótt 12.1.2023).
  • Ingimar Sveinsson, Gunnar Gauti Gunnarsson og Ólafur R. Dýrmundsson. 1999. Vöxtur eistna og kynþroski hesta. Freyr 95 (13) 27-29.
  • Lög um búfjárhald nr. 38/2013.
  • Stefánsdóttir, G.J., Ragnarsson, S, Gunnarsson, V. og Jansson A. (2014). Physiological response to a breed evaluation field test in Icelandic horses. Animal 8 (3) 431-439.
  • Stefánsdóttir, G.J., Jansson, A., Ragnarsson, S. og Gunnarsson, V. (2021). Speed of gaits in Icelandic horses and relationships to sex, age, conformation measurements and subjective judges’ scores. Comparative Exercise Physiology 17 (2) 151-160.

Myndir:
  • Mynd af stóðhesti í keppni: Henk Peterse.
  • Mynd af stóðhesti fylja hryssu: Guðrún Stefánsdóttir.
...