Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru verðbréf ekki tekin með í mælingum á verðbólgu?

Gylfi Magnússon

Spyrjandi bætti einnig eftirfarandi skýringu við spurninguna:

Er hugsunin þá sú að þegar verðbréf hækka þá séu raunveruleg verðmæti á bakvið? En hvað með þegar fyrirtæki kaupa eigin bréf og þrýsta þannig eigin verðmæti upp, t.d. eins og gerðist hér hjá bönkunum fyrir hrun?

Mælingar á vísitölu neysluverðs byggja á verði á vörum og þjónustu en ekki peningalegum eignum eins og hlutabréfum eða skuldabréfum. Skýringin er einföld, við notum peningalegar eignir til að kaupa vörur og þjónustu en við getum ekki neytt peningalegra eigna og vísitalan mælir hve mikið neysla kostar. Það er að minnsta kosti ekki gáfulegt að borða peningaseðla eða verðbréf eða nota slíkar eignir til að skýla sér fyrir veðri og vindum.

Mælingar á vísitölu neysluverðs byggja á verði á vörum og þjónustu en ekki peningalegum eignum eins og hlutabréfum eða skuldabréfum. Það er ekki gáfulegt að borða peningaseðla eða verðbréf eða nota slíkar eignir til að skýla sér fyrir veðri og vindum.

Það er annað mál að verðþróun á verðbréfamörkuðum getur haft áhrif á verðbólgu. Til dæmis ýtir mikil hækkun hlutabréfaverðs að öðru jöfnu undir neyslu og fjárfestingar og þar með verðbólgu.

Myndir:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.11.2024

Spyrjandi

Sigurður Freyr

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Af hverju eru verðbréf ekki tekin með í mælingum á verðbólgu?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2024, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87198.

Gylfi Magnússon. (2024, 8. nóvember). Af hverju eru verðbréf ekki tekin með í mælingum á verðbólgu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87198

Gylfi Magnússon. „Af hverju eru verðbréf ekki tekin með í mælingum á verðbólgu?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2024. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87198>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru verðbréf ekki tekin með í mælingum á verðbólgu?
Spyrjandi bætti einnig eftirfarandi skýringu við spurninguna:

Er hugsunin þá sú að þegar verðbréf hækka þá séu raunveruleg verðmæti á bakvið? En hvað með þegar fyrirtæki kaupa eigin bréf og þrýsta þannig eigin verðmæti upp, t.d. eins og gerðist hér hjá bönkunum fyrir hrun?

Mælingar á vísitölu neysluverðs byggja á verði á vörum og þjónustu en ekki peningalegum eignum eins og hlutabréfum eða skuldabréfum. Skýringin er einföld, við notum peningalegar eignir til að kaupa vörur og þjónustu en við getum ekki neytt peningalegra eigna og vísitalan mælir hve mikið neysla kostar. Það er að minnsta kosti ekki gáfulegt að borða peningaseðla eða verðbréf eða nota slíkar eignir til að skýla sér fyrir veðri og vindum.

Mælingar á vísitölu neysluverðs byggja á verði á vörum og þjónustu en ekki peningalegum eignum eins og hlutabréfum eða skuldabréfum. Það er ekki gáfulegt að borða peningaseðla eða verðbréf eða nota slíkar eignir til að skýla sér fyrir veðri og vindum.

Það er annað mál að verðþróun á verðbréfamörkuðum getur haft áhrif á verðbólgu. Til dæmis ýtir mikil hækkun hlutabréfaverðs að öðru jöfnu undir neyslu og fjárfestingar og þar með verðbólgu.

Myndir:...