Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær voru listabókstafir fyrst notaðir í kosningum á Íslandi og hvaðan kemur sú hefð?

Ragnheiður Kristjánsdóttir

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:

Hvaðan kemur sú hefð að stjórnmálaflokkar noti listabókstafi? Hafa listabókstafir alltaf verið notaðir í íslenskum kosningum?

Listabókstafir komu fyrst inn í kosningalög árið 1903 og náðu þá til bæjarstjórnarkosninga í kaupstöðum. Í kosningum til Alþingis komu listabókstafir fyrst fram þegar landskjörskosningar voru leiddar í lög árið 1915. Það er nærtækast að líta svo á að hefðin komi frá Danmörku.

Listabókstafir voru notaðir í hlutfallskosningum þar sem framboðslistar fengu fulltrúa í samræmi við hlutfall atkvæða sem þeim voru greidd. Hlutfallskosningar voru fyrst teknar upp í kosningum til bæjarstjórna, en í kosningum til Alþingis voru hlutfallskosningar innleiddar í áföngum fram til ársins 1959.

Fram eftir 20. öld höfðu flokkar ekki fasta listabókstafi, en árið 1953 var ákveðið að stjórnmálaflokkar héldu sínum listabókstöfum milli kosninga. Á næstu áratugum var flokkaskipan í nokkuð föstum skorðum og því ekki mikið um að innleiddir væru nýir listabókstafir. Síðar varð algengara að fram kæmu ný framboð. Hér má til dæmis nefna að í alþingiskosningum árið 1978 var boðið fram undir listabókstöfunum A, B, D, F, G, H, K, L, R, S og V.[1] Svipaður fjöldi lista hefur verið í framboði undanfarin ár og þegar allt er talið má reikna með að velflestir stafir stafrófsins hafi verið nýttir til að auðkenna framboð til sveitarstjórna og Alþingis á Íslandi.[2]

Opna úr dagblaðinu Vísi 29. nóvember 1979. Þar sjást listabókstafirnir: A, B, D, G, R, H, Q, S og L.

Ákvæði um listabókstafi í bæjarstjórnarkosningum 1903 og í landskjöri árið 1915

Árið 1903 voru sett lög um að kosningar til bæjarstjórna í kaupstöðum á Íslandi skyldu vera „leynilegar, og hlutfallskosningar“ og að kosningin skyldi fara fram eftir listum sem hver væri „merktur með sínum bókstaf“ sem prentaðir væru á þartilgerða kjörseðla.[3]

Í alþingiskosningum komu ákvæði um að framboðslistar skyldu auðkenndir með tilteknum bókstöfum hins vegar inn í kosningalög í kjölfar stjórnarskrárbreytingar árið 1915. Hún fól í sér þær breytingar á kosningum til Alþingis að konur og vinnuhjú fengu (takmarkaðan) rétt til að kjósa og bjóða sig fram, en auk þess var tekið upp landskjör í stað konungkjörs. Í stjórnarskránni 1874 hafði verið kveðið á um að sex þingmenn væru valdir af konungi (eða í hans umboði), en með breytingunni 1915 var ákveðið að í stað konungkjörsins, skyldu sex fulltrúar kosnir sérstaklega í landskjöri.

Í stjórnarskrárbreytingunum er reyndar ekki talað um landskjör, heldur „hlutbundnar“ kosningar um „landið allt í einu lagi“.[4] Er þar vísað til þess að kosningafyrirkomulagið var annað en í kjördæmakosningum. Í þeim voru 34 þingmenn kosnir í annaðhvort einmennings- eða tvímenningskjördæmum. Kjósendur kusu eftir atvikum einn eða tvo frambjóðendur sem fulltrúa síns kjördæmis á Alþingi og þeir sem fengu flest atkvæði náðu kjöri. Á þessum árum var flokkaskipan á töluverðu reiki og oft ekki ljóst hvort frambjóðendur skilgreindu sig sem fulltrúa tiltekinna flokka. Í kosningaskýrslum Hagstofunnar um alþingiskosningar á árunum 1908–1914 segir þannig að ekki hafi verið hægt að setja inn upplýsingar um „hvaða flokk frambjóðendur fylltu“ eins og til hafði staðið vegna þess að upplýsingar hafi verið „svo óákveðnar og götóttar að ekki þótti gerlegt að byggja neitt á þeim.“[5]

Kosningafyrirkomulagið í landskjöri kallaði hins vegar á að frambjóðendur tækju sig saman og byðu fram lista. Í lögum um kosningar til Alþingis sem sett voru í framhaldi af stjórnarskrárbreytingunni 1915 var kveðið á um að landskjörstjórn fengi lista með nöfnum þeirra sem voru í framboði. Listarnir skyldu svo merktir með bókstöfunum A, B, C o.s.frv. eftir þeirri röð sem þeir hefðu borist.[6]

Þegar ákvæðið um listabókstafi kom inn í lögin um kosningar til bæjarstjórna 1903 og Alþingis 1915 var Ísland enn hluti af danska ríkinu og þó að Íslendingar hafi allt frá miðri 19. öld kosið til sérstaks þings (ráðgjafarþings og síðar löggjafarþings), drógu lög og stjórnskipunarvenjur dám af lögum og venjum í Danmörku. Þar voru listabókstafir teknir upp í kosningum til Landsþingsins upp úr aldamótunum 1900 og nokkru síðar til sveitarstjórna.[7]

Fyrstu landskjörskosningarnar voru haldnar 5. ágúst árið 1916 og í kosningaskýrslum Hagstofunnar má sjá að fram voru boðnir sex listar. Meðal þeirra voru listar Heimastjórnarflokks sem fékk listabókstafinn A og Alþýðuflokks sem fékk listabókstafinn C.[8]

Listabókstafir í kjördæmakosningum, landslistar og stafrófsröð

Í kjördæmakosningum voru listabókstafir fyrst notaðir í Reykjavík árið 1921. Árið 1920 hafði þingmönnum Reykjavíkur verið fjölgað úr tveimur í fjóra og ákveðið að þeir skyldu kosnir af framboðslistum með hlutfallskosningu eins og gert var í landskjöri.[9] Þann 5. febrúar árið 1921 var því haldin aukakosning í Reykjavík þar sem kjósendur gátu valið milli fjögurra framboðslista sem hver hafði sinn listabókstaf.[10]

Auglýsing frá Kosninganefnd kvenna í Reykjavík árið 1922, þar sem kvenkjósendur eru minntir á að kjósa C-listann.

Árið 1934 voru gerðar talsverðar breytingar á kosninga- og kjördæmakerfinu. Hvað varðar notkun listabókstafa skiptir hér máli að landskjör var fellt niður, en innleiddir voru svokallaðir landslistar sem kjósendur gátu kosið í stað frambjóðenda í sínu kjördæmi. Um landslistana gilti sú regla að þeir fengu bókstafi eftir stafrófsröð.[11] Þannig fékk Alþýðuflokkurinn listabókstafinn A, Bændaflokkur B, Framsóknarflokkur C, Kommúnistaflokkur D og Sjálfstæðisflokkur E. Þetta gilti í kosningunum 1934 og 1937,[12] en í kosningunum 1942 hafði flokkaskipanin breyst. Bændaflokkurinn bauð ekki fram og því fékk Framsóknarflokkurinn listabókstafinn B, Sameiningarflokkur alþýðu – Sósíalistaflokkurinn fékk C og Sjálfstæðisflokkurinn D.[13] Þarna voru Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur komnir með þá listabókstafi sem þeir hafa haldið til þessa dags.

Flokkar fá ákveðinn staf

Þegar hér var komið höfðu listabókstafir verið notaðir um nokkurra áratuga skeið, eins og áður sagði, fyrst í bæjarstjórnarkosningum en síðar til Alþingis. En flokkarnir höfðu ekki endilega sama listabókstaf á öllum þeim stöðum þar sem þeir buðu fram. Þetta kom fram í greinargerð með frumvarpi um breytingar á kosningalögum sem lagt var fram á Alþingi í febrúar árið 1950. Fullyrt var að í undangengnum bæjar- og sveitarstjórnarkosningum hefði þetta verið raunin og skortur á reglu í þessum efnum hefði leitt til „ýmiss konar erfiðleika, glundroða og misskilnings“.[14]

Ekki varð af breytingum árið 1950, en árið 1953, mánuði fyrir kosningar sem halda átti 28. júní, staðfesti forseti Íslands bráðabirgðalög frá dómsmálaráðherra um að eldri stjórnmálaflokkar héldu listabókstaf sínum, en listar nýrra flokka „yrðu merktir í áframhaldandi stafrófsröð eftir heiti þeirra“.[15] Tilefnið var að fram höfðu komið tvö ný framboð og án lagabreytingar hefði það leitt til þess að einhverjir eldri flokkanna hefðu fengið nýja listabókstafi. Sýnt þótti að það gæti leitt til ruglings.[16] Nýju framboðin voru annars vegar Lýðveldisflokkurinn, sem fékk listabókstafinn E, en hins vegar Þjóðvarnarflokkkurinn, sem fékk F. Í kosningunum 1956 bættist svo við nýtt framboð, Alþýðubandalag, sem fékk, samkvæmt nýju lagaákvæðunum, listabókstafinn G.[17]

Valfrelsi frá 1959

Í tengslum við umfangsmiklar kjördæmabreytingar árið 1959 voru samþykkt ný heildarlög um kosningar til Alþingis með hlutfallskosningum í öllum kjördæmum.[18] Þar kom inn ákvæði um að þótt meginreglan væri sú sama og fyrr (að eldri framboð héldu sínum listabókstöfum og ný framboð fengju bókstafi í stafrófsröð þar á eftir) væri stjórnmálahreyfingum heimilt að sækja um hvern þann bókstaf sem þau vildu, svo lengi sem hann væri ekki þegar í notkun.[19] Í umræðum á Alþingi var sú skýring gefin á þessari breytingu að bókstafirnir væru mishentugir, bæði fyrir stjórnmálaflokkana sjálfa og fyrir kjósendur. Það væri því eðlilegt að flokkar gætu valið sér annan bókstaf en þann sem þeir mundu fá eftir stafrófsröðinni.[20] Í þessum lögum var jafnframt ákvæði um ákvörðun bókstafa ef fram kæmi í kjördæmi fleiri en einn listi fyrir sama stjórnmálaflokk. Í þeim tilvikum skyldu listarnir merktir „A, AA ... B, BB ... C, CC o.s.frv.“ Enn fremur var tekið fram að listi sem boðinn væri fram utan flokka væri merktur bókstaf í áframhaldandi stafrófsröð á eftir flokkslistum.[21]

Í alþingiskosningum árið 1963 og 1967 komu fram ný framboð sem fengu listabókstaf eftir gömlu reglunum um stafrófsröð, en árið 1971 var í fyrsta sinn valinn listabókstafur eftir heimildinni sem hafði komið inn í lög árið 1959. Þetta var andófsframboð Framboðsflokksins sem fékk listabókstafinn O.[22]

Ákvæðið um stafrófsröð framboða sem meginreglu var svo afnumið með nýjum lögum um kosningar til Alþingis árið 1987. Frá þeim tíma hefur gilt að dómsmálaráðuneytið ákveður bókstaf nýrra framboðslista að fengnum óskum þeirra stjórnmálasamtaka sem að þeim standa og með hliðsjón af listabókstöfum framboða í undangengnum kosningum.[23] Núgildandi lagaákvæði um listabókstafi er að finna í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá árinu 2006 og kosningalaganna frá árinu 2021, en efnislega eru þau samhljóða ákvæðunum í lögum um kosningar til Alþingis frá árinu 1987.[24]

Tilvísanir:
  1. ^ Kosningaskýrslur II, 1949–1987 (Reykjavík: Hagstofa Íslands, 1988), 957.
  2. ^ Um listabókstafi framboða til Alþingis, sjá kosningaskýrslur Hagstofunnar. Sjá jfr. Svanborg Sigmarsdóttir„Stafróf stjórnmálanna,“ Fréttablaðið 19. apríl 2007, 48.
  3. ^ Lög nr. 39/1903, 1.–3. gr.
  4. ^ Lög nr. 12/1915, 8. gr.
  5. ^ Kosningaskýrslur I, 1874–1946 (Reykjavík: Hagstofa Íslands, 1988), 51.
  6. ^ Lög nr. 28/1915, 61. gr.
  7. ^ Samkvæmt því sem kemur fram á dönsku Wikipediu síðunni „Partibogstav“. Sótt 21. nóvember 2024, https://da.wikipedia.org/wiki/Partibogstav.
  8. ^ Kosningaskýrslur I, 136.
  9. ^ Lög nr. 11/1920, 1.–3. gr.
  10. ^ Kosningaskýrslur I, 224–225.
  11. ^ Lög nr. 18/1934, 39. gr.
  12. ^ Kosningaskýrslur I, 354 og 391.
  13. ^ Kosningaskýrslur I, 441.
  14. ^ Alþingistíðindi 1949 A, 481–482, þskj. 325.
  15. ^ Alþingistíðindi 1953 A, 247, þskj. 14.
  16. ^ Alþingistíðindi 1953 B, d. 41.
  17. ^ Kosningaskýrslur II, 615 og 664.
  18. ^ Lög nr. 52/1959.
  19. ^ Lög nr. 52/1959, 40. gr.
  20. ^ Alþingistíðindi 1959 B, d. 394.
  21. ^ Lög nr. 52/1959, 41. gr.
  22. ^ Kosningaskýrslur II, 873.
  23. ^ Lög nr. 2/1987, 40. gr.
  24. ^ Lög nr. 162/2006, 2. gr. k; Lög nr. 112/2021, 39., 45. og 46. gr.

Myndir:

Höfundur

Ragnheiður Kristjánsdóttir

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.11.2024

Spyrjandi

Axel Viðar Egilsson

Tilvísun

Ragnheiður Kristjánsdóttir. „Hvenær voru listabókstafir fyrst notaðir í kosningum á Íslandi og hvaðan kemur sú hefð?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2024, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87243.

Ragnheiður Kristjánsdóttir. (2024, 22. nóvember). Hvenær voru listabókstafir fyrst notaðir í kosningum á Íslandi og hvaðan kemur sú hefð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87243

Ragnheiður Kristjánsdóttir. „Hvenær voru listabókstafir fyrst notaðir í kosningum á Íslandi og hvaðan kemur sú hefð?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2024. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87243>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru listabókstafir fyrst notaðir í kosningum á Íslandi og hvaðan kemur sú hefð?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:

Hvaðan kemur sú hefð að stjórnmálaflokkar noti listabókstafi? Hafa listabókstafir alltaf verið notaðir í íslenskum kosningum?

Listabókstafir komu fyrst inn í kosningalög árið 1903 og náðu þá til bæjarstjórnarkosninga í kaupstöðum. Í kosningum til Alþingis komu listabókstafir fyrst fram þegar landskjörskosningar voru leiddar í lög árið 1915. Það er nærtækast að líta svo á að hefðin komi frá Danmörku.

Listabókstafir voru notaðir í hlutfallskosningum þar sem framboðslistar fengu fulltrúa í samræmi við hlutfall atkvæða sem þeim voru greidd. Hlutfallskosningar voru fyrst teknar upp í kosningum til bæjarstjórna, en í kosningum til Alþingis voru hlutfallskosningar innleiddar í áföngum fram til ársins 1959.

Fram eftir 20. öld höfðu flokkar ekki fasta listabókstafi, en árið 1953 var ákveðið að stjórnmálaflokkar héldu sínum listabókstöfum milli kosninga. Á næstu áratugum var flokkaskipan í nokkuð föstum skorðum og því ekki mikið um að innleiddir væru nýir listabókstafir. Síðar varð algengara að fram kæmu ný framboð. Hér má til dæmis nefna að í alþingiskosningum árið 1978 var boðið fram undir listabókstöfunum A, B, D, F, G, H, K, L, R, S og V.[1] Svipaður fjöldi lista hefur verið í framboði undanfarin ár og þegar allt er talið má reikna með að velflestir stafir stafrófsins hafi verið nýttir til að auðkenna framboð til sveitarstjórna og Alþingis á Íslandi.[2]

Opna úr dagblaðinu Vísi 29. nóvember 1979. Þar sjást listabókstafirnir: A, B, D, G, R, H, Q, S og L.

Ákvæði um listabókstafi í bæjarstjórnarkosningum 1903 og í landskjöri árið 1915

Árið 1903 voru sett lög um að kosningar til bæjarstjórna í kaupstöðum á Íslandi skyldu vera „leynilegar, og hlutfallskosningar“ og að kosningin skyldi fara fram eftir listum sem hver væri „merktur með sínum bókstaf“ sem prentaðir væru á þartilgerða kjörseðla.[3]

Í alþingiskosningum komu ákvæði um að framboðslistar skyldu auðkenndir með tilteknum bókstöfum hins vegar inn í kosningalög í kjölfar stjórnarskrárbreytingar árið 1915. Hún fól í sér þær breytingar á kosningum til Alþingis að konur og vinnuhjú fengu (takmarkaðan) rétt til að kjósa og bjóða sig fram, en auk þess var tekið upp landskjör í stað konungkjörs. Í stjórnarskránni 1874 hafði verið kveðið á um að sex þingmenn væru valdir af konungi (eða í hans umboði), en með breytingunni 1915 var ákveðið að í stað konungkjörsins, skyldu sex fulltrúar kosnir sérstaklega í landskjöri.

Í stjórnarskrárbreytingunum er reyndar ekki talað um landskjör, heldur „hlutbundnar“ kosningar um „landið allt í einu lagi“.[4] Er þar vísað til þess að kosningafyrirkomulagið var annað en í kjördæmakosningum. Í þeim voru 34 þingmenn kosnir í annaðhvort einmennings- eða tvímenningskjördæmum. Kjósendur kusu eftir atvikum einn eða tvo frambjóðendur sem fulltrúa síns kjördæmis á Alþingi og þeir sem fengu flest atkvæði náðu kjöri. Á þessum árum var flokkaskipan á töluverðu reiki og oft ekki ljóst hvort frambjóðendur skilgreindu sig sem fulltrúa tiltekinna flokka. Í kosningaskýrslum Hagstofunnar um alþingiskosningar á árunum 1908–1914 segir þannig að ekki hafi verið hægt að setja inn upplýsingar um „hvaða flokk frambjóðendur fylltu“ eins og til hafði staðið vegna þess að upplýsingar hafi verið „svo óákveðnar og götóttar að ekki þótti gerlegt að byggja neitt á þeim.“[5]

Kosningafyrirkomulagið í landskjöri kallaði hins vegar á að frambjóðendur tækju sig saman og byðu fram lista. Í lögum um kosningar til Alþingis sem sett voru í framhaldi af stjórnarskrárbreytingunni 1915 var kveðið á um að landskjörstjórn fengi lista með nöfnum þeirra sem voru í framboði. Listarnir skyldu svo merktir með bókstöfunum A, B, C o.s.frv. eftir þeirri röð sem þeir hefðu borist.[6]

Þegar ákvæðið um listabókstafi kom inn í lögin um kosningar til bæjarstjórna 1903 og Alþingis 1915 var Ísland enn hluti af danska ríkinu og þó að Íslendingar hafi allt frá miðri 19. öld kosið til sérstaks þings (ráðgjafarþings og síðar löggjafarþings), drógu lög og stjórnskipunarvenjur dám af lögum og venjum í Danmörku. Þar voru listabókstafir teknir upp í kosningum til Landsþingsins upp úr aldamótunum 1900 og nokkru síðar til sveitarstjórna.[7]

Fyrstu landskjörskosningarnar voru haldnar 5. ágúst árið 1916 og í kosningaskýrslum Hagstofunnar má sjá að fram voru boðnir sex listar. Meðal þeirra voru listar Heimastjórnarflokks sem fékk listabókstafinn A og Alþýðuflokks sem fékk listabókstafinn C.[8]

Listabókstafir í kjördæmakosningum, landslistar og stafrófsröð

Í kjördæmakosningum voru listabókstafir fyrst notaðir í Reykjavík árið 1921. Árið 1920 hafði þingmönnum Reykjavíkur verið fjölgað úr tveimur í fjóra og ákveðið að þeir skyldu kosnir af framboðslistum með hlutfallskosningu eins og gert var í landskjöri.[9] Þann 5. febrúar árið 1921 var því haldin aukakosning í Reykjavík þar sem kjósendur gátu valið milli fjögurra framboðslista sem hver hafði sinn listabókstaf.[10]

Auglýsing frá Kosninganefnd kvenna í Reykjavík árið 1922, þar sem kvenkjósendur eru minntir á að kjósa C-listann.

Árið 1934 voru gerðar talsverðar breytingar á kosninga- og kjördæmakerfinu. Hvað varðar notkun listabókstafa skiptir hér máli að landskjör var fellt niður, en innleiddir voru svokallaðir landslistar sem kjósendur gátu kosið í stað frambjóðenda í sínu kjördæmi. Um landslistana gilti sú regla að þeir fengu bókstafi eftir stafrófsröð.[11] Þannig fékk Alþýðuflokkurinn listabókstafinn A, Bændaflokkur B, Framsóknarflokkur C, Kommúnistaflokkur D og Sjálfstæðisflokkur E. Þetta gilti í kosningunum 1934 og 1937,[12] en í kosningunum 1942 hafði flokkaskipanin breyst. Bændaflokkurinn bauð ekki fram og því fékk Framsóknarflokkurinn listabókstafinn B, Sameiningarflokkur alþýðu – Sósíalistaflokkurinn fékk C og Sjálfstæðisflokkurinn D.[13] Þarna voru Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur komnir með þá listabókstafi sem þeir hafa haldið til þessa dags.

Flokkar fá ákveðinn staf

Þegar hér var komið höfðu listabókstafir verið notaðir um nokkurra áratuga skeið, eins og áður sagði, fyrst í bæjarstjórnarkosningum en síðar til Alþingis. En flokkarnir höfðu ekki endilega sama listabókstaf á öllum þeim stöðum þar sem þeir buðu fram. Þetta kom fram í greinargerð með frumvarpi um breytingar á kosningalögum sem lagt var fram á Alþingi í febrúar árið 1950. Fullyrt var að í undangengnum bæjar- og sveitarstjórnarkosningum hefði þetta verið raunin og skortur á reglu í þessum efnum hefði leitt til „ýmiss konar erfiðleika, glundroða og misskilnings“.[14]

Ekki varð af breytingum árið 1950, en árið 1953, mánuði fyrir kosningar sem halda átti 28. júní, staðfesti forseti Íslands bráðabirgðalög frá dómsmálaráðherra um að eldri stjórnmálaflokkar héldu listabókstaf sínum, en listar nýrra flokka „yrðu merktir í áframhaldandi stafrófsröð eftir heiti þeirra“.[15] Tilefnið var að fram höfðu komið tvö ný framboð og án lagabreytingar hefði það leitt til þess að einhverjir eldri flokkanna hefðu fengið nýja listabókstafi. Sýnt þótti að það gæti leitt til ruglings.[16] Nýju framboðin voru annars vegar Lýðveldisflokkurinn, sem fékk listabókstafinn E, en hins vegar Þjóðvarnarflokkkurinn, sem fékk F. Í kosningunum 1956 bættist svo við nýtt framboð, Alþýðubandalag, sem fékk, samkvæmt nýju lagaákvæðunum, listabókstafinn G.[17]

Valfrelsi frá 1959

Í tengslum við umfangsmiklar kjördæmabreytingar árið 1959 voru samþykkt ný heildarlög um kosningar til Alþingis með hlutfallskosningum í öllum kjördæmum.[18] Þar kom inn ákvæði um að þótt meginreglan væri sú sama og fyrr (að eldri framboð héldu sínum listabókstöfum og ný framboð fengju bókstafi í stafrófsröð þar á eftir) væri stjórnmálahreyfingum heimilt að sækja um hvern þann bókstaf sem þau vildu, svo lengi sem hann væri ekki þegar í notkun.[19] Í umræðum á Alþingi var sú skýring gefin á þessari breytingu að bókstafirnir væru mishentugir, bæði fyrir stjórnmálaflokkana sjálfa og fyrir kjósendur. Það væri því eðlilegt að flokkar gætu valið sér annan bókstaf en þann sem þeir mundu fá eftir stafrófsröðinni.[20] Í þessum lögum var jafnframt ákvæði um ákvörðun bókstafa ef fram kæmi í kjördæmi fleiri en einn listi fyrir sama stjórnmálaflokk. Í þeim tilvikum skyldu listarnir merktir „A, AA ... B, BB ... C, CC o.s.frv.“ Enn fremur var tekið fram að listi sem boðinn væri fram utan flokka væri merktur bókstaf í áframhaldandi stafrófsröð á eftir flokkslistum.[21]

Í alþingiskosningum árið 1963 og 1967 komu fram ný framboð sem fengu listabókstaf eftir gömlu reglunum um stafrófsröð, en árið 1971 var í fyrsta sinn valinn listabókstafur eftir heimildinni sem hafði komið inn í lög árið 1959. Þetta var andófsframboð Framboðsflokksins sem fékk listabókstafinn O.[22]

Ákvæðið um stafrófsröð framboða sem meginreglu var svo afnumið með nýjum lögum um kosningar til Alþingis árið 1987. Frá þeim tíma hefur gilt að dómsmálaráðuneytið ákveður bókstaf nýrra framboðslista að fengnum óskum þeirra stjórnmálasamtaka sem að þeim standa og með hliðsjón af listabókstöfum framboða í undangengnum kosningum.[23] Núgildandi lagaákvæði um listabókstafi er að finna í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá árinu 2006 og kosningalaganna frá árinu 2021, en efnislega eru þau samhljóða ákvæðunum í lögum um kosningar til Alþingis frá árinu 1987.[24]

Tilvísanir:
  1. ^ Kosningaskýrslur II, 1949–1987 (Reykjavík: Hagstofa Íslands, 1988), 957.
  2. ^ Um listabókstafi framboða til Alþingis, sjá kosningaskýrslur Hagstofunnar. Sjá jfr. Svanborg Sigmarsdóttir„Stafróf stjórnmálanna,“ Fréttablaðið 19. apríl 2007, 48.
  3. ^ Lög nr. 39/1903, 1.–3. gr.
  4. ^ Lög nr. 12/1915, 8. gr.
  5. ^ Kosningaskýrslur I, 1874–1946 (Reykjavík: Hagstofa Íslands, 1988), 51.
  6. ^ Lög nr. 28/1915, 61. gr.
  7. ^ Samkvæmt því sem kemur fram á dönsku Wikipediu síðunni „Partibogstav“. Sótt 21. nóvember 2024, https://da.wikipedia.org/wiki/Partibogstav.
  8. ^ Kosningaskýrslur I, 136.
  9. ^ Lög nr. 11/1920, 1.–3. gr.
  10. ^ Kosningaskýrslur I, 224–225.
  11. ^ Lög nr. 18/1934, 39. gr.
  12. ^ Kosningaskýrslur I, 354 og 391.
  13. ^ Kosningaskýrslur I, 441.
  14. ^ Alþingistíðindi 1949 A, 481–482, þskj. 325.
  15. ^ Alþingistíðindi 1953 A, 247, þskj. 14.
  16. ^ Alþingistíðindi 1953 B, d. 41.
  17. ^ Kosningaskýrslur II, 615 og 664.
  18. ^ Lög nr. 52/1959.
  19. ^ Lög nr. 52/1959, 40. gr.
  20. ^ Alþingistíðindi 1959 B, d. 394.
  21. ^ Lög nr. 52/1959, 41. gr.
  22. ^ Kosningaskýrslur II, 873.
  23. ^ Lög nr. 2/1987, 40. gr.
  24. ^ Lög nr. 162/2006, 2. gr. k; Lög nr. 112/2021, 39., 45. og 46. gr.

Myndir:...