Sólin Sólin Rís 03:24 • sest 23:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:33 • Síðdegis: 17:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:38 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:24 • sest 23:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:33 • Síðdegis: 17:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:38 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er heimskautsbaugurinn á hreyfingu?

JGÞ

Heimskautsbaugarnir (e. polar circles) eru tveir ímyndaðir baugar sem liggja um jörðina. Annar þeirra er suðurheimskautsbaugur en hinn norðurheimskautsbaugur. Baugarnir liggja nálægt 66,5° suðlægrar og norðlægrar breiddar og teljast til breiddarbauga (e. circles of latitude) jarðar.

Heimskautsbaugarnir afmarka þau svæði við heimskautin þar sem sólin eða sólmiðjan getur horfið undir sjónbauginn í sólarhring eða lengur þegar vetur er á viðkomandi stað. Jafnframt getur sólin verið á lofti í sólarhring eða lengur þegar sumar er á þessum stöðum.

Lega heimskautsbauganna tveggja ákvarðast af halla jarðmönduls og þar sem möndulhalli jarðar breytist hægt með tímanum, breytist lega heimskautsbauganna einnig. Það er í stuttu máli ástæðan fyrir „hreyfingu“ heimskautsbauganna, eins og spyrjandi orðar það.

Staðsetning heimskautsbauganna er fundin með því að láta breidd þeirra fylgja horninu sem möndull jarðar myndar við flöt jarðbrautarinnar. Þetta horn tekur hægum breytingum, annað hvort vex það eða minnkar. Aðalsveiflan tekur um 40 þúsund ár. Nú er hornið að vaxa um 0,01° á öld.

Áður fyrr snerti norðurheimskautsbaugur Rifstanga, sem er nyrsti oddi Íslands, en svo er ekki lengur. Baugurinn liggur enn yfir Grímsey en verður kominn norður fyrir eyjuna eftir miðja þessa öld. Færslan samsvarar um 14,5 m á ári.

Heimildir og frekara lesefni:

Yfirlitsmynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.7.2025

Spyrjandi

Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna er heimskautsbaugurinn á hreyfingu?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2025, sótt 9. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87719.

JGÞ. (2025, 9. júlí). Hvers vegna er heimskautsbaugurinn á hreyfingu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87719

JGÞ. „Hvers vegna er heimskautsbaugurinn á hreyfingu?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2025. Vefsíða. 9. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87719>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er heimskautsbaugurinn á hreyfingu?
Heimskautsbaugarnir (e. polar circles) eru tveir ímyndaðir baugar sem liggja um jörðina. Annar þeirra er suðurheimskautsbaugur en hinn norðurheimskautsbaugur. Baugarnir liggja nálægt 66,5° suðlægrar og norðlægrar breiddar og teljast til breiddarbauga (e. circles of latitude) jarðar.

Heimskautsbaugarnir afmarka þau svæði við heimskautin þar sem sólin eða sólmiðjan getur horfið undir sjónbauginn í sólarhring eða lengur þegar vetur er á viðkomandi stað. Jafnframt getur sólin verið á lofti í sólarhring eða lengur þegar sumar er á þessum stöðum.

Lega heimskautsbauganna tveggja ákvarðast af halla jarðmönduls og þar sem möndulhalli jarðar breytist hægt með tímanum, breytist lega heimskautsbauganna einnig. Það er í stuttu máli ástæðan fyrir „hreyfingu“ heimskautsbauganna, eins og spyrjandi orðar það.

Staðsetning heimskautsbauganna er fundin með því að láta breidd þeirra fylgja horninu sem möndull jarðar myndar við flöt jarðbrautarinnar. Þetta horn tekur hægum breytingum, annað hvort vex það eða minnkar. Aðalsveiflan tekur um 40 þúsund ár. Nú er hornið að vaxa um 0,01° á öld.

Áður fyrr snerti norðurheimskautsbaugur Rifstanga, sem er nyrsti oddi Íslands, en svo er ekki lengur. Baugurinn liggur enn yfir Grímsey en verður kominn norður fyrir eyjuna eftir miðja þessa öld. Færslan samsvarar um 14,5 m á ári.

Heimildir og frekara lesefni:

Yfirlitsmynd:...