Sólin Sólin Rís 03:30 • sest 23:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:38 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:48 • Síðdegis: 19:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:50 • Síðdegis: 12:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:30 • sest 23:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:38 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:48 • Síðdegis: 19:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:50 • Síðdegis: 12:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er mesta dýpi sjávar?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Mesta dýpi sjávar er í svokölluðum djúpálum. Djúpálar myndast á sökkbeltum þar sem úthafsfleki gengur undir meginlandsfleka eða annan úthafsfleka. Dýpsta djúpsjávarrennan er hinn svonefndi Maríana-djúpáll, um 2.550 km löng hálfmánalaga renna í vestanverðu Kyrrahafi um 200 km austur af Maríana-eyjum þar sem Kyrrahafsflekinn sekkur undir Filippseyjaflekann. Dýpsti hluti Maríana-djúpálsins er í lægð við suðurenda djúpálsins sem kallast Challenger-djúpið (e. Challenger deep). Challenger-djúpið skiptist í þrjú svæði, hvert um sig 6-10 km langt og um 2 km breitt og eru þau aðskilin eru með 200-300 m hæðum í landslaginu.

Fyrstu tilraunir til að mæla dýpi Challenger-djúpsins (sem þá hafði ekkert heiti) voru gerðar í leiðangri breska skipsins HMS Challenger sem sigldi um heimsins höf á árunum 1872-1876, í þeim tilgangi að kanna úthöfin og hafsbotninn. Samkæmt mælingum leiðangursmanna var dýpið tæplega 8.200 m. Næstu mælingar á dýpi þessa svæðis voru ekki gerðar fyrr en árið 1951. Þar var að verki áhöfn annars bresks skips með nánast sama nafni, HMS Challenger II. Það mældi á mjög svipuðum slóðum og gert hafði verið um 75 árum fyrr en með nýrri og betri aðferðum. Mesta dýpi sem mældist í þessum leiðangri var 10.863 m (±35 metrar). Í kjölfar þessara mælinga var farið að kalla svæðið Challenger-djúpið með vísan í leiðangursskipin tvö.

Dýpsti staður jarðar er Challenger-djúpið í Maríana-djúpálunum, 10.935 m. Annar dýpsti staður jarðar er Horizon-djúpið í Tonga-djúpálnum, 10.823 m. Þriðji í röðinni er Sirena-djúpið, 10.713 m.

Síðan þá hafa margir leiðangrar mælt dýpið á Challenger-svæðinu og fengið ýmsar niðurstöður, enda ekki allir að mæla á nákvæmlega sama stað, auk þess sem mæliaðferðir hafa þróast og orðið nákvæmari eftir því sem fram líða stundir. Sem dæmi þá mældi áhöfn á sovéska rannsóknarskipinu Vityaz dýpi upp á 11.034 ± 50 m árið 1957 en engar seinni tíma mælingar hafa sýnt svo mikið dýpi. Í yfirliti yfir mælingar má sjá tölur á bilinu 10.903 - 11.034 m með misstórum skekkjumörkum. Á vef Haf- og loftslagsrannsóknastofnunar Bandaríkjanna (NOAA - National Oceanic and Atmospheric Administration) er dýpið sagt um 10.935 (±6 m) og er það byggt á mælingum frá 2020 sem eru nýjustu mælingarnar sem fundust við gerð þessa svars.

Challenger-djúpið er ekki rennisléttur flötur þar sem jafn langt er frá hverjum punkti upp á yfirborðið. Vandinn er því að finna nákvæmlega þann stað sem gefur mesta dýpið. Auk þess getur ýmislegt orðið til þess að skekkja niðurstöður og oft þarf að leiðrétta mælingar með útreikningum eftir á. Einhverjir örfáir metrar til eða frá skipta þó kannski ekki öllu máli hér, heldur hitt að það er óumdeilt að dýpsti hluti sjávar er í Challenger-djúpinu og dýpið er vel yfir 10.900 m. Til samanburðar þá er hæsti tindur heims, Mt. Everest 8.849 m yfir sjávarmáli. Munurinn á hæsta og lægsta stað jarðar er því um 20 km.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.7.2025

Spyrjandi

Þórarinn Ingi, Sigurður Stefán, Ingólfur Einisson, Elías Óli

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar er mesta dýpi sjávar?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2025, sótt 11. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87941.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2025, 11. júlí). Hvar er mesta dýpi sjávar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87941

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar er mesta dýpi sjávar?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2025. Vefsíða. 11. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87941>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er mesta dýpi sjávar?
Mesta dýpi sjávar er í svokölluðum djúpálum. Djúpálar myndast á sökkbeltum þar sem úthafsfleki gengur undir meginlandsfleka eða annan úthafsfleka. Dýpsta djúpsjávarrennan er hinn svonefndi Maríana-djúpáll, um 2.550 km löng hálfmánalaga renna í vestanverðu Kyrrahafi um 200 km austur af Maríana-eyjum þar sem Kyrrahafsflekinn sekkur undir Filippseyjaflekann. Dýpsti hluti Maríana-djúpálsins er í lægð við suðurenda djúpálsins sem kallast Challenger-djúpið (e. Challenger deep). Challenger-djúpið skiptist í þrjú svæði, hvert um sig 6-10 km langt og um 2 km breitt og eru þau aðskilin eru með 200-300 m hæðum í landslaginu.

Fyrstu tilraunir til að mæla dýpi Challenger-djúpsins (sem þá hafði ekkert heiti) voru gerðar í leiðangri breska skipsins HMS Challenger sem sigldi um heimsins höf á árunum 1872-1876, í þeim tilgangi að kanna úthöfin og hafsbotninn. Samkæmt mælingum leiðangursmanna var dýpið tæplega 8.200 m. Næstu mælingar á dýpi þessa svæðis voru ekki gerðar fyrr en árið 1951. Þar var að verki áhöfn annars bresks skips með nánast sama nafni, HMS Challenger II. Það mældi á mjög svipuðum slóðum og gert hafði verið um 75 árum fyrr en með nýrri og betri aðferðum. Mesta dýpi sem mældist í þessum leiðangri var 10.863 m (±35 metrar). Í kjölfar þessara mælinga var farið að kalla svæðið Challenger-djúpið með vísan í leiðangursskipin tvö.

Dýpsti staður jarðar er Challenger-djúpið í Maríana-djúpálunum, 10.935 m. Annar dýpsti staður jarðar er Horizon-djúpið í Tonga-djúpálnum, 10.823 m. Þriðji í röðinni er Sirena-djúpið, 10.713 m.

Síðan þá hafa margir leiðangrar mælt dýpið á Challenger-svæðinu og fengið ýmsar niðurstöður, enda ekki allir að mæla á nákvæmlega sama stað, auk þess sem mæliaðferðir hafa þróast og orðið nákvæmari eftir því sem fram líða stundir. Sem dæmi þá mældi áhöfn á sovéska rannsóknarskipinu Vityaz dýpi upp á 11.034 ± 50 m árið 1957 en engar seinni tíma mælingar hafa sýnt svo mikið dýpi. Í yfirliti yfir mælingar má sjá tölur á bilinu 10.903 - 11.034 m með misstórum skekkjumörkum. Á vef Haf- og loftslagsrannsóknastofnunar Bandaríkjanna (NOAA - National Oceanic and Atmospheric Administration) er dýpið sagt um 10.935 (±6 m) og er það byggt á mælingum frá 2020 sem eru nýjustu mælingarnar sem fundust við gerð þessa svars.

Challenger-djúpið er ekki rennisléttur flötur þar sem jafn langt er frá hverjum punkti upp á yfirborðið. Vandinn er því að finna nákvæmlega þann stað sem gefur mesta dýpið. Auk þess getur ýmislegt orðið til þess að skekkja niðurstöður og oft þarf að leiðrétta mælingar með útreikningum eftir á. Einhverjir örfáir metrar til eða frá skipta þó kannski ekki öllu máli hér, heldur hitt að það er óumdeilt að dýpsti hluti sjávar er í Challenger-djúpinu og dýpið er vel yfir 10.900 m. Til samanburðar þá er hæsti tindur heims, Mt. Everest 8.849 m yfir sjávarmáli. Munurinn á hæsta og lægsta stað jarðar er því um 20 km.

Heimildir og myndir:...