Sólin Sólin Rís 06:39 • sest 20:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 13:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:26 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:39 • sest 20:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 13:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:26 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju koma plastílát alltaf blaut úr uppþvottavélinni?

Emelía Eiríksdóttir

Mörg hafa eflaust tekið eftir því að þegar uppþvottavélin er opnuð, eða þegar hún opnast sjálfkrafa, í lok keyrslu eru hlutirnir í vélinni misblautir. Oft er einhver bleyta á leirtaui og málmhlutum, eins og pottum, pönnum og hnífapörum, en yfirleitt þorna þessir hlutir á tiltölulega skömmum tíma. Plastílát eru hins vegar yfirleitt blaut, bæði að innan- og utanverðu, löngu eftir að allt annað hefur þornað í vélinni. Margir lesendur kannast líka örugglega við að leirtauið og málmhlutirnir eru gjarnan mun heitari en plastílátin þegar uppþvottavélin opnast.

Ástæðan fyrir þessu öllu liggur aðallega í varmarýmd (e. heat capacity) og varmaleiðni (e. thermal conductivity) hlutanna. Varmarýmd hlutar er sú orka/varmi sem þarf til að hita hlutinn um eina gráðu og segir því til um hversu mikinn varma hluturinn getur geymt. Varmaleiðni hluta segir hins vegar til um hversu hratt hluturinn getur tekið við varma eða losað sig við varmann sem hann er með.

Varmaleiðni plasts (e. polyethylene) og nokkurra málma/málmblenda við 20°C.

Varmarýmd plastílátanna er vanalega lægri en leirtausins og málmhlutanna. Plastílátin hafa því minni orku/varma en leirtauið og málmhlutirnir til að miðla til vatnsins sem er á yfirborði hlutanna.

Þegar uppþvottavél er opnuð streymir varminn frá hlutunum sem í henni eru og þeir byrja að kólna. Leirtau, málmar og aðrir hlutir með háa varmaleiðni losa varmann hraðar út en hlutirnir með lága varmaleiðni og eru því heitari viðkomu. Þetta verður til þess að orkan/varminn í hlutunum með háa varmaleiðni skilar sér hratt til vatnsins sem liggur utan á þeim og hraðar það uppgufun vatnsins á yfirborði þeirra. Plast tilheyrir aftur á móti efnum með mjög lága varmaleiðni sem veldur því að þegar uppþvottavélin opnast eru plastílátin kaldari viðkomu en aðrir hlutir í vélinni og vatnið á yfirborði plastílátanna á ekki eins auðvelt með að gufa upp af þeim. Afleiðingin verður sú að plastílátin eru mun lengur blaut en leirtauið og málmhlutirnir.

Vatnsfælnir og vatnssæknir eiginleikar efna hafa einnig áhrif á uppgufun vatnsins af yfirborði hlutanna. Plast er vatnsfælið og safnast vatnið á yfirborði þess í dropa. Gler, leirtau og málmar eru hins vegar vatnssækin efni þannig að vatnið á yfirborði þeirra breiðir úr sér í þynnra lag sem hefur meira yfirborð en droparnir á plastinu og gufar því auðveldar upp.

Rétt eins og plastílát, þá eru þunn ílát oft blaut þegar uppþvottavélin er opnuð. Það tengist því að þegar ílátin eru þunn og létt hafa þau lága varmarýmd og því er ekki næg orka til staðar til að flýta mikið fyrir uppgufun vatnsins á yfirborði hlutanna.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.9.2025

Spyrjandi

Davíð B.

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju koma plastílát alltaf blaut úr uppþvottavélinni?“ Vísindavefurinn, 11. september 2025, sótt 11. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88051.

Emelía Eiríksdóttir. (2025, 11. september). Af hverju koma plastílát alltaf blaut úr uppþvottavélinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88051

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju koma plastílát alltaf blaut úr uppþvottavélinni?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2025. Vefsíða. 11. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88051>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju koma plastílát alltaf blaut úr uppþvottavélinni?
Mörg hafa eflaust tekið eftir því að þegar uppþvottavélin er opnuð, eða þegar hún opnast sjálfkrafa, í lok keyrslu eru hlutirnir í vélinni misblautir. Oft er einhver bleyta á leirtaui og málmhlutum, eins og pottum, pönnum og hnífapörum, en yfirleitt þorna þessir hlutir á tiltölulega skömmum tíma. Plastílát eru hins vegar yfirleitt blaut, bæði að innan- og utanverðu, löngu eftir að allt annað hefur þornað í vélinni. Margir lesendur kannast líka örugglega við að leirtauið og málmhlutirnir eru gjarnan mun heitari en plastílátin þegar uppþvottavélin opnast.

Ástæðan fyrir þessu öllu liggur aðallega í varmarýmd (e. heat capacity) og varmaleiðni (e. thermal conductivity) hlutanna. Varmarýmd hlutar er sú orka/varmi sem þarf til að hita hlutinn um eina gráðu og segir því til um hversu mikinn varma hluturinn getur geymt. Varmaleiðni hluta segir hins vegar til um hversu hratt hluturinn getur tekið við varma eða losað sig við varmann sem hann er með.

Varmaleiðni plasts (e. polyethylene) og nokkurra málma/málmblenda við 20°C.

Varmarýmd plastílátanna er vanalega lægri en leirtausins og málmhlutanna. Plastílátin hafa því minni orku/varma en leirtauið og málmhlutirnir til að miðla til vatnsins sem er á yfirborði hlutanna.

Þegar uppþvottavél er opnuð streymir varminn frá hlutunum sem í henni eru og þeir byrja að kólna. Leirtau, málmar og aðrir hlutir með háa varmaleiðni losa varmann hraðar út en hlutirnir með lága varmaleiðni og eru því heitari viðkomu. Þetta verður til þess að orkan/varminn í hlutunum með háa varmaleiðni skilar sér hratt til vatnsins sem liggur utan á þeim og hraðar það uppgufun vatnsins á yfirborði þeirra. Plast tilheyrir aftur á móti efnum með mjög lága varmaleiðni sem veldur því að þegar uppþvottavélin opnast eru plastílátin kaldari viðkomu en aðrir hlutir í vélinni og vatnið á yfirborði plastílátanna á ekki eins auðvelt með að gufa upp af þeim. Afleiðingin verður sú að plastílátin eru mun lengur blaut en leirtauið og málmhlutirnir.

Vatnsfælnir og vatnssæknir eiginleikar efna hafa einnig áhrif á uppgufun vatnsins af yfirborði hlutanna. Plast er vatnsfælið og safnast vatnið á yfirborði þess í dropa. Gler, leirtau og málmar eru hins vegar vatnssækin efni þannig að vatnið á yfirborði þeirra breiðir úr sér í þynnra lag sem hefur meira yfirborð en droparnir á plastinu og gufar því auðveldar upp.

Rétt eins og plastílát, þá eru þunn ílát oft blaut þegar uppþvottavélin er opnuð. Það tengist því að þegar ílátin eru þunn og létt hafa þau lága varmarýmd og því er ekki næg orka til staðar til að flýta mikið fyrir uppgufun vatnsins á yfirborði hlutanna.

Heimildir og myndir:...