Sólin Sólin Rís 07:31 • sest 19:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:03 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:31 • sest 19:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:03 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið stillans?

Guðrún Kvaran

Orðið stillaðs er tökuorð í íslensku úr dönsku stillads. Átt er við verkpalla úr stálrörum með pöllum til að standa á við vinnu utan húss. Í Íslenskri orðabók (2002: 1471) eru gefnar myndirnar stillans og stillas.

Í dönsku er orðið talið komið úr hollensku stellage leitt af sögninni stellen ‘stilla (upp)’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru til myndirnar stillaðs frá því snemma á 20. öld og stillans og stillansi frá síðari hluta þeirrar aldar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.9.2025

Spyrjandi

Örn Pálsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið stillans?“ Vísindavefurinn, 29. september 2025, sótt 29. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88083.

Guðrún Kvaran. (2025, 29. september). Hvaðan kemur orðið stillans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88083

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið stillans?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2025. Vefsíða. 29. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88083>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið stillans?
Orðið stillaðs er tökuorð í íslensku úr dönsku stillads. Átt er við verkpalla úr stálrörum með pöllum til að standa á við vinnu utan húss. Í Íslenskri orðabók (2002: 1471) eru gefnar myndirnar stillans og stillas.

Í dönsku er orðið talið komið úr hollensku stellage leitt af sögninni stellen ‘stilla (upp)’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru til myndirnar stillaðs frá því snemma á 20. öld og stillans og stillansi frá síðari hluta þeirrar aldar.

Heimildir og mynd:

...