Sólin Sólin Rís 07:54 • sest 18:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:02 • Sest 08:38 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:05 • Síðdegis: 12:21 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:54 • sest 18:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:02 • Sest 08:38 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:05 • Síðdegis: 12:21 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta smáríki haft áhrif á alþjóðavettvangi þar sem stóru ríkin virðast ráða öllu?

Baldur Þórhallsson

Þótt stór ríki hafi yfirburði á flestum sviðum í alþjóðasamfélaginu geta smáríki eigi að síður haft áhrif. Smáríki verða hins vegar að beita öðrum leiðum en stór ríki til áhrifa. Almennt til einföldunar má segja að í alþjóðasamfélaginu séu þrjár leiðir til að hafa áhrif á stefnur ríkja og alþjóðastofnana: Beita ofbeldi, beita þvingunaraðgerðum eða sannfæra ráðamenn um að breyta um stefnu.

Takmarkanir

Smáríki eins og Ísland hefur ekki burði til að beita ofbeldi eða þvingunaraðgerðum til að fá ríki eða alþjóðastofnanir til að gera eitthvað sem forsvarsmenn þeirra vilja ekki gera. Hvers konar refsiaðgerðir smáríkis eru takmörkunum háðar vegna lítils herafla, lítilla viðskipta og takmarkaðs fjárhags samanborið við stór ríki. Lítið ríki getur sem dæmi vissulega dregið önnur ríki fyrir alþjóðadómstóla en það hefur takmarkaða burði til að framfylgja úrskurðum þeirra.

Smáríki eins og Ísland hefur ekki burði til að beita ofbeldi eða refsiaðgerðum til að fá ríki eða alþjóðastofnanir til að gera eitthvað sem forsvarsmenn þeirra vilja ekki gera. Myndin sýnir graffíti á húsgafli í Belgrad þar sem vísað er til innrásar Rússlands í Úkraínu.

Að sannfæra

Smáríki getur hins vegar reynt að sannfæra ríki og alþjóðastofnanir um að þau séu á rangri braut og reynt að fá þau til að breyta um stefnu. Það er hins vegar erfið vegferð því að smáríki hefur takmarkaða burði til að verðlauna aðra fyrir að breyta um stefnu. Það getur til dæmis ekki boðið viðamikil viðskipti, umtalsverða fjárhagsaðstoð, varnir eða önnur gæði og hefur takmarkaða fjármuni til að múta ráðmönnum ríkja. En allt eru þetta aðferðir sem stór ríki beita dagsdaglega með góðum árangri. Þá er úr vöndu að ráða fyrir litla ríkið.

Samvinna

Það er bara ein möguleg aðferð eftir og það er að vinna náið með öðrum. Öflugasta tækið sem smáríki hefur til áhrifa er að mynda bandalög með öðrum ríkjum innan alþjóðastofnana. Auk bandalagamyndunar er lykilatriði fyrir lítið ríki að sækjast eftir áhrifastöðum innan alþjóðastofnana, eins og verða í forsvari nefnda og ráða. Þetta gefur dagskrárvald og möguleika til að hafa áhrif á ákvarðanir alþjóðastofnana.

Seta í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna gefur til að mynda gullið tækifæri til að setja mál á dagskrá. Þegar Ísland er í forsvari í Norðurlandaráði, Evrópuráðinu eða Norðurskautsráðinu hefur það tækifæri til að fá önnur ríki til liðs við sig sem og stofnanirnar sjálfar. Alþjóðastofnanir eru tæki fyrir smáríki eins og Ísland til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fá stuðning annarra ríkja.

Alþjóðastofnanir binda hendur stórra ríkja og gera smáríkjum kleift að hafa áhrif á gang heimsmála. Myndin sýnir risann Gúllíver í Putalandi, úr myndskreyttri útgáfu á Reisubók Gúllívers frá 1883.

Rannsóknir sýna að smáríki sem fjárfesta í sérfræðiþekkingu og faglegri málsmeðferð innan alþjóðastofnana auka áhrif sín hlutfallslega. Tæknileg sérþekking og áreiðanleiki verða gjaldmiðill á „reglu-markaði“ alþjóðastjórnmála.

Ef alþjóðastofnanir bregðast hins vegar er hægt að mynda ríkjahópa utan þeirra til að vekja athygli á málum og reyna að hafa áhrif á önnur ríki. Þetta er að gerast í vaxandi mæli vegna getuleysis alþjóðastofnana til að takast á við heimsmálin. Þátttaka Íslands í yfirlýsingum ríkja um hernaðaraðgerðir Ísraels á Gaza eru dæmi um þetta. Smáríki hafa einnig komið saman og kallað eftir aðgerðum í loftslagsmálum.

Besta leiðin fyrir lítil ríki er að nota sambland af þessum tveimur leiðum, það er að mynda bandalög með ríkjum innan alþjóðastofnana og taka þátt í ríkjahópum utan þeirra til að knýja á um framgang tiltekinna mála. Ísland notaði þessa aðferð í aðdraganda viðkenningar sinnar á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þegar það vann ötullega að málinu í tvíhliða samskiptum við ríki Evrópu og Bandaríkin, sem og innan Atlantshafsbandalagsins.

Sérhæfing

Annað lykilatriði sem smáríki þurfa að huga að er stefnumiðuð sérhæfing (e. niche-diplomacy). Smáríki geta valið fá, afmörkuð mál þar sem þau sameina innlenda hagsmuni, trúverðugleika og sérþekkingu - og verða leiðandi í að móta viðmið, setja mál á dagskrá og hanna verkfæri til framkvæmdar. Þetta getur falist í málefnum hafréttar, loftslags, mannréttinda, vopnaeftirlits eða friðarmiðlunar. Slík sérhæfing byggir upp orðspor ríkisins sem „traustur sérfræðingur“ og eykur bakland smáríkis þegar deilur magnast.

Smáríki geta valið fá, afmörkuð mál þar sem þau sameina innlenda hagsmuni, trúverðugleika og sérþekkingu - og verða leiðandi í að móta viðmið og setja mál á dagskrá. Þetta getur til dæmis falist í málefnum hafréttar, loftslags og, mannréttinda, vopnaeftirlits eða friðarmiðlunar. Myndin er tekin í tilefni af 20 ára afmæli Norðurskautsráðsins sem var stofnað árið 1996 og er vettvangur samstarfs um sjálfbæra þróun á norðurslóðum.

Mynda tengsl

Einnig má nefna markvissa vinnu við að koma á og styrkja tengsl (e. networked diplomacy) milli ólíkra aðila í alþjóðasamfélaginu. Smáríki geta nýtt sveigjanleika sinn til að byggja upp mikilvægar tengingar á mörgum sviðum, eins og til dæmis milli alþjóðlegra félagssamtaka, alþjóðlegra fyrirtækja, ríkja og eftirlitsstofnana. Slík tengslamyndun auðveldar smáríkjum að hafa áhrif. Það að smáríki ógni sjaldnast öðrum samanborið við stór ríki getur auðveldað tengslamyndun.

Sveigjanleg stjórnsýsla

Einnig er mikilvægt fyrir smáríki að hámarka kosti smæðar. Það geta þau gert með því að nýta kosti lítillar stjórnsýslu og utanríkisþjónustu. En utanríkisþjónustur smáríkja eru oft sveigjanlegri og óformlegri en utanríkisþjónustur stórra ríkja. Smáríki geta því brugðist skjótt við nýjum tækifærum og tekið ákvarðanir fljótt.

Alþjóðalög og reglur

Að lokum má nefna að smáríki geta leitað í alþjóðalög, gerðir og sáttmála til að verja hagsmuni sína, krefjast jafnræðis og þrýsta á framfylgd. Reglur og dómstólar binda hendur stærri aðila og skapa fyrirsjáanleika. Þetta hentar einkum smáríkjum sem leggja áherslu á reglubundna heimsmynd.

Ímynd og traust

Ímynd og traust skiptir miklu fyrir smáríki. Smáríki vinna sér inn trúverðugleika með því að vera fyrirsjáanleg, gegnsæ og ábyrg. Þau geta virkjað mjúkt vald í gegnum menningu, menntun, þróunarsamvinnu og miðlun á sérþekkingu. Þegar aðrir treysta rökum smáríkisins og þegar það stendur við skuldbindingar aukast líkurnar á að hugmyndir þess náist inn í sameiginlegar niðurstöður.

Nemendur frá Norðurlöndunum sjö og Eystrasaltsríkjunum, ásamt nokkrum kennurum í Sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands árið 2025. Sumarskólinn hefur verið haldinn árlega frá 2003. Sumarið 2025 var fjallað um það hvernig smáríkin tíu geta best tryggt öryggi sitt og varnir á viðsjárverðum tímum. Það gera þau með aðild að Atlantshafsbandalaginu og náinni varnarsamvinnu sín á milli, sem og með tvíhliða samvinnu við önnur ríki.

Samantekt

Eitt og sér hefur smáríki takmörkuð tækifæri til áhrifa. Með því að vinna með öðrum ríkjum, einkum innan alþjóðastofnana, getur það hins vegar haft nokkur áhrif. Ef smáríki notar auk þess ofangreindar leiðir til að styrkja stöðu sína getur það orðið ísbrjótur í tilteknum málum og komið ýmsu til leiðar.

Hægt er að lesa meira um efnið í svari sama höfundar við spurningunni: Er eina leið smáríkja til áhrifa og valda að fara í bandalög við önnur ríki?

Heimildir:
  • Panke, Diana (2010). Small States in the European Union: Coping with Structural Disadvantages. Farnham: Ashgate.
  • Thorhallsson, Baldur (ritstj.) (2019). Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs. London: Routledge.
  • Thorhallsson, Baldur (2000). The Role of Small States in the European Union. Aldershot: Ashgate.
  • Thorhallsson, Baldur og Steinsson, Sverrir (2018): Small State Foreign Policy, í Cameron G. Thies (ritstj.), The Oxford Encyclopaedia of Foreign Policy Analysis, Oxford University Press.

Myndir:

Höfundur

Baldur Þórhallsson

prófessor í stjórnmálafræði við HÍ

Útgáfudagur

6.10.2025

Spyrjandi

Sigríður Erna, Sveinn

Tilvísun

Baldur Þórhallsson. „Hvernig geta smáríki haft áhrif á alþjóðavettvangi þar sem stóru ríkin virðast ráða öllu?“ Vísindavefurinn, 6. október 2025, sótt 7. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88106.

Baldur Þórhallsson. (2025, 6. október). Hvernig geta smáríki haft áhrif á alþjóðavettvangi þar sem stóru ríkin virðast ráða öllu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88106

Baldur Þórhallsson. „Hvernig geta smáríki haft áhrif á alþjóðavettvangi þar sem stóru ríkin virðast ráða öllu?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2025. Vefsíða. 7. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88106>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta smáríki haft áhrif á alþjóðavettvangi þar sem stóru ríkin virðast ráða öllu?
Þótt stór ríki hafi yfirburði á flestum sviðum í alþjóðasamfélaginu geta smáríki eigi að síður haft áhrif. Smáríki verða hins vegar að beita öðrum leiðum en stór ríki til áhrifa. Almennt til einföldunar má segja að í alþjóðasamfélaginu séu þrjár leiðir til að hafa áhrif á stefnur ríkja og alþjóðastofnana: Beita ofbeldi, beita þvingunaraðgerðum eða sannfæra ráðamenn um að breyta um stefnu.

Takmarkanir

Smáríki eins og Ísland hefur ekki burði til að beita ofbeldi eða þvingunaraðgerðum til að fá ríki eða alþjóðastofnanir til að gera eitthvað sem forsvarsmenn þeirra vilja ekki gera. Hvers konar refsiaðgerðir smáríkis eru takmörkunum háðar vegna lítils herafla, lítilla viðskipta og takmarkaðs fjárhags samanborið við stór ríki. Lítið ríki getur sem dæmi vissulega dregið önnur ríki fyrir alþjóðadómstóla en það hefur takmarkaða burði til að framfylgja úrskurðum þeirra.

Smáríki eins og Ísland hefur ekki burði til að beita ofbeldi eða refsiaðgerðum til að fá ríki eða alþjóðastofnanir til að gera eitthvað sem forsvarsmenn þeirra vilja ekki gera. Myndin sýnir graffíti á húsgafli í Belgrad þar sem vísað er til innrásar Rússlands í Úkraínu.

Að sannfæra

Smáríki getur hins vegar reynt að sannfæra ríki og alþjóðastofnanir um að þau séu á rangri braut og reynt að fá þau til að breyta um stefnu. Það er hins vegar erfið vegferð því að smáríki hefur takmarkaða burði til að verðlauna aðra fyrir að breyta um stefnu. Það getur til dæmis ekki boðið viðamikil viðskipti, umtalsverða fjárhagsaðstoð, varnir eða önnur gæði og hefur takmarkaða fjármuni til að múta ráðmönnum ríkja. En allt eru þetta aðferðir sem stór ríki beita dagsdaglega með góðum árangri. Þá er úr vöndu að ráða fyrir litla ríkið.

Samvinna

Það er bara ein möguleg aðferð eftir og það er að vinna náið með öðrum. Öflugasta tækið sem smáríki hefur til áhrifa er að mynda bandalög með öðrum ríkjum innan alþjóðastofnana. Auk bandalagamyndunar er lykilatriði fyrir lítið ríki að sækjast eftir áhrifastöðum innan alþjóðastofnana, eins og verða í forsvari nefnda og ráða. Þetta gefur dagskrárvald og möguleika til að hafa áhrif á ákvarðanir alþjóðastofnana.

Seta í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna gefur til að mynda gullið tækifæri til að setja mál á dagskrá. Þegar Ísland er í forsvari í Norðurlandaráði, Evrópuráðinu eða Norðurskautsráðinu hefur það tækifæri til að fá önnur ríki til liðs við sig sem og stofnanirnar sjálfar. Alþjóðastofnanir eru tæki fyrir smáríki eins og Ísland til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fá stuðning annarra ríkja.

Alþjóðastofnanir binda hendur stórra ríkja og gera smáríkjum kleift að hafa áhrif á gang heimsmála. Myndin sýnir risann Gúllíver í Putalandi, úr myndskreyttri útgáfu á Reisubók Gúllívers frá 1883.

Rannsóknir sýna að smáríki sem fjárfesta í sérfræðiþekkingu og faglegri málsmeðferð innan alþjóðastofnana auka áhrif sín hlutfallslega. Tæknileg sérþekking og áreiðanleiki verða gjaldmiðill á „reglu-markaði“ alþjóðastjórnmála.

Ef alþjóðastofnanir bregðast hins vegar er hægt að mynda ríkjahópa utan þeirra til að vekja athygli á málum og reyna að hafa áhrif á önnur ríki. Þetta er að gerast í vaxandi mæli vegna getuleysis alþjóðastofnana til að takast á við heimsmálin. Þátttaka Íslands í yfirlýsingum ríkja um hernaðaraðgerðir Ísraels á Gaza eru dæmi um þetta. Smáríki hafa einnig komið saman og kallað eftir aðgerðum í loftslagsmálum.

Besta leiðin fyrir lítil ríki er að nota sambland af þessum tveimur leiðum, það er að mynda bandalög með ríkjum innan alþjóðastofnana og taka þátt í ríkjahópum utan þeirra til að knýja á um framgang tiltekinna mála. Ísland notaði þessa aðferð í aðdraganda viðkenningar sinnar á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þegar það vann ötullega að málinu í tvíhliða samskiptum við ríki Evrópu og Bandaríkin, sem og innan Atlantshafsbandalagsins.

Sérhæfing

Annað lykilatriði sem smáríki þurfa að huga að er stefnumiðuð sérhæfing (e. niche-diplomacy). Smáríki geta valið fá, afmörkuð mál þar sem þau sameina innlenda hagsmuni, trúverðugleika og sérþekkingu - og verða leiðandi í að móta viðmið, setja mál á dagskrá og hanna verkfæri til framkvæmdar. Þetta getur falist í málefnum hafréttar, loftslags, mannréttinda, vopnaeftirlits eða friðarmiðlunar. Slík sérhæfing byggir upp orðspor ríkisins sem „traustur sérfræðingur“ og eykur bakland smáríkis þegar deilur magnast.

Smáríki geta valið fá, afmörkuð mál þar sem þau sameina innlenda hagsmuni, trúverðugleika og sérþekkingu - og verða leiðandi í að móta viðmið og setja mál á dagskrá. Þetta getur til dæmis falist í málefnum hafréttar, loftslags og, mannréttinda, vopnaeftirlits eða friðarmiðlunar. Myndin er tekin í tilefni af 20 ára afmæli Norðurskautsráðsins sem var stofnað árið 1996 og er vettvangur samstarfs um sjálfbæra þróun á norðurslóðum.

Mynda tengsl

Einnig má nefna markvissa vinnu við að koma á og styrkja tengsl (e. networked diplomacy) milli ólíkra aðila í alþjóðasamfélaginu. Smáríki geta nýtt sveigjanleika sinn til að byggja upp mikilvægar tengingar á mörgum sviðum, eins og til dæmis milli alþjóðlegra félagssamtaka, alþjóðlegra fyrirtækja, ríkja og eftirlitsstofnana. Slík tengslamyndun auðveldar smáríkjum að hafa áhrif. Það að smáríki ógni sjaldnast öðrum samanborið við stór ríki getur auðveldað tengslamyndun.

Sveigjanleg stjórnsýsla

Einnig er mikilvægt fyrir smáríki að hámarka kosti smæðar. Það geta þau gert með því að nýta kosti lítillar stjórnsýslu og utanríkisþjónustu. En utanríkisþjónustur smáríkja eru oft sveigjanlegri og óformlegri en utanríkisþjónustur stórra ríkja. Smáríki geta því brugðist skjótt við nýjum tækifærum og tekið ákvarðanir fljótt.

Alþjóðalög og reglur

Að lokum má nefna að smáríki geta leitað í alþjóðalög, gerðir og sáttmála til að verja hagsmuni sína, krefjast jafnræðis og þrýsta á framfylgd. Reglur og dómstólar binda hendur stærri aðila og skapa fyrirsjáanleika. Þetta hentar einkum smáríkjum sem leggja áherslu á reglubundna heimsmynd.

Ímynd og traust

Ímynd og traust skiptir miklu fyrir smáríki. Smáríki vinna sér inn trúverðugleika með því að vera fyrirsjáanleg, gegnsæ og ábyrg. Þau geta virkjað mjúkt vald í gegnum menningu, menntun, þróunarsamvinnu og miðlun á sérþekkingu. Þegar aðrir treysta rökum smáríkisins og þegar það stendur við skuldbindingar aukast líkurnar á að hugmyndir þess náist inn í sameiginlegar niðurstöður.

Nemendur frá Norðurlöndunum sjö og Eystrasaltsríkjunum, ásamt nokkrum kennurum í Sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands árið 2025. Sumarskólinn hefur verið haldinn árlega frá 2003. Sumarið 2025 var fjallað um það hvernig smáríkin tíu geta best tryggt öryggi sitt og varnir á viðsjárverðum tímum. Það gera þau með aðild að Atlantshafsbandalaginu og náinni varnarsamvinnu sín á milli, sem og með tvíhliða samvinnu við önnur ríki.

Samantekt

Eitt og sér hefur smáríki takmörkuð tækifæri til áhrifa. Með því að vinna með öðrum ríkjum, einkum innan alþjóðastofnana, getur það hins vegar haft nokkur áhrif. Ef smáríki notar auk þess ofangreindar leiðir til að styrkja stöðu sína getur það orðið ísbrjótur í tilteknum málum og komið ýmsu til leiðar.

Hægt er að lesa meira um efnið í svari sama höfundar við spurningunni: Er eina leið smáríkja til áhrifa og valda að fara í bandalög við önnur ríki?

Heimildir:
  • Panke, Diana (2010). Small States in the European Union: Coping with Structural Disadvantages. Farnham: Ashgate.
  • Thorhallsson, Baldur (ritstj.) (2019). Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs. London: Routledge.
  • Thorhallsson, Baldur (2000). The Role of Small States in the European Union. Aldershot: Ashgate.
  • Thorhallsson, Baldur og Steinsson, Sverrir (2018): Small State Foreign Policy, í Cameron G. Thies (ritstj.), The Oxford Encyclopaedia of Foreign Policy Analysis, Oxford University Press.

Myndir:...