Sólin Sólin Rís 07:40 • sest 18:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:00 • Sest 24:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:20 • Síðdegis: 15:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:35 • Síðdegis: 21:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:40 • sest 18:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:00 • Sest 24:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:20 • Síðdegis: 15:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:35 • Síðdegis: 21:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eina leið smáríkja til áhrifa og valda að fara í bandalög við önnur ríki?

Baldur Þórhallsson

Bandalagamyndun er ein helsta leið smáríkja til að tryggja hagmuni sína í samfélagi þjóðanna. En bandalagamyndum er aðeins hluti af þeim úrræðum sem smáríki hafa til að styrkja stöðu sína. Í smáríkjafræðum, sem er afsprengi stjórnmálafræði, er einkum fjallað um þrjár leiðir fyrir smáríki til að styrkja stöðu sína: skjólsleit (e. shelter-seeking), áhættudreifingu (e. hedging) og hlutleysi (e. neutrality/non-alignment). Auk þess geta smáríki byggt upp öfluga stjórnsýslu í utanríkismálum, sóst eftir aukinni virðingu (e. status-seeking) og orðið frumkvöðlar í mótun alþjóðlegra viðmiða (e. norm entrepreneurs).

Skjólsleit

Skjólsleit felur í sér að smáríki sækja sér stuðning og vernd á pólitískum, efnahagslegum og samfélagslegum grunni hjá stærri ríkjum og alþjóðastofnunum.

Ísland naut sem dæmi pólitísks (diplómatísks og hernaðarlegs) og efnahagslegs skjóls Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni og öll kaldastríðsárin. Landið nýtur enn pólitísks skjóls Bandaríkjanna í formi öryggis- og varna. NATO er dæmi um alþjóðastofnun sem veitir Íslandi pólitískt og hernaðarlegt skjól.

Bandaríkin hafa verið eitt nánasta bandalagsríki Íslands frá síðari heimsstyrjöld. Bandaríkin veittu Ísland um árabil umtalsvert efnahagslegt og diplómatískt skjól og veita enn hernaðarlegt skjól. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, og Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, á rölti á Bessastöðum árið 1986.

Efnahagslegt skjól getur falið í sér aðgang að mörkuðum, regluverki og fjármögnun, eins og smáríki innan Evrópusambandsins njóta. Ísland nýtur efnahagslegs skjóls með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Samfélagslegt skjól getur falist í aðgangi að menntun, rannsóknasamstarfi og margvíslegri þekkingu. Norðurlöndin hafa um margra alda skeið veitt Íslendingum mikilvægt samfélagsleg skjól og gera það enn.

Skjólsleit er því ekki aðeins varnaraðgerð heldur getur hún einnig verið virkt tæki til áhrifa: með aðild að stofnunum og bandalögum fá smáríki aðstöðu til að setja mál á dagskrá, stýra nefndum og leggja drög að málamiðlunum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra.

Hins vegar fylgir því kostnaður að leita skjóls hjá stærri ríkjum og alþjóðastofnunum. Kostnaðurinn getur falist í því að þurfa að innleiða tilteknar reglur og fylgja eftir utanríkisstefnu annarra.

NATO er dæmi um alþjóðastofnun sem veitir Íslandi pólitískt og hernaðarlegt skjól. Myndin er tekin á fundi NATO-þjóða í Haag í Hollandi í júní 2025.

Áhættudreifing

Smáríki geta einnig beitt áhættudreifingu. Þá dreifa þau tengslum sínum og skuldbindingum á marga aðila og svið. Þetta getur falist í því að eiga í öryggissamstarfi við eitt stórveldi, efnahagstengslum við annað og menntunarsamstarfi við þriðja (þó að smáríki geti líka haft ólíka skjólsveitendur). Með þessari stefnu reyna smáríki að koma í veg fyrir að þau verði of háð einum bandamanni og halda eftir sveigjanleika til að bregðast við breyttu valdajafnvægi. Nokkur smáríki innan Evrópusambandsins, eins og Danmörk og Holland, hafa til dæmis lagt áherslu á að sambandið geri víðtæka og hagstæða samninga við Bretland eftir að það gekk úr sambandinu. Það gera þau á sama tíma að þau vinna áfram náið með öðrum ríkjum innan ESB.

Áhættudreifing er einkum mikilvæg þegar alþjóðakerfið einkennist af samkeppni stórvelda. Hún gerir smáríkjum kleift að veðja á marga hesta og draga úr þeirri áhættu að binda sig við eina stoð sem gæti veikst.

Hlutleysi

Sum smáríki velja að halda sig utan bandalaga og leitast við að vera hlutlaus. Þetta er stundum kallað að fela sig (e. hiding), að fela sig fyrir stórveldakeppni. Slík stefna hefur verið lykill að stöðu ríkja eins og Sviss og um tíma Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar. Hlutleysi getur skapað trúverðugleika sem milligönguaðili og dregið úr líkum á að ríkið verði dregið inn í átök.

Hins vegar fylgir þessari leið áhætta: án bandamanna eða formlegs skjól getur smáríki staðið eitt á tímum krísu. Hún hentar því einkum ríkjum sem hafa sérstök landfræðileg, söguleg eða stjórnmálaleg skilyrði til að viðhalda trúverðugu hlutleysi.

Sum smáríki velja að halda sig utan bandalaga og leitast við að vera hlutlaus. Slík stefna hefur verið lykill að stöðu ríkja eins og Sviss og um tíma Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar.

Öflug utanríkisþjónusta, aukin virðing og frumkvæði

Auk þess að velja á milli skjóls, áhættudreifingar eða hlutleysis, geta smáríki byggt upp öfluga utanríkisþjónustu, reynt að auka virðingu sína og tekið frumkvæði.

Öflug stjórnsýsla í utanríkisþjónustu er hér lykilatriði. Smáríki með faglegt, þekkingarmikið og sveigjanlegt utanríkisráðuneyti geta nýtt sér sérstöðu sína til að hafa áhrif innan stofnana og í tvíhliða samskiptum.

Þau geta einnig orðið frumkvöðlar í mótun alþjóðlegra viðmiða, til dæmis á sviði mannréttinda, friðaruppbyggingar eða loftslagsmála. Ef smáríki standa vörð um mannréttindi heima fyrir og sýna sem dæmi frumkvæði í að styrkja stöðu tiltekinna minnihlutahópa, þá er hlustað þegar þau tala á alþjóðavettvangi um málefni hópanna. Norðurlöndin hafa verið áhrifamikil með þessum hætti, þrátt fyrir smæð sína.

Smáríki geta einnig sóst eftir aukinni alþjóðlegri virðingu. Með því að leggja áherslu á að vera ábyrg og áreiðanlegur alþjóðlegur þátttakandi, geta smáríki byggt upp orðspor sem eykur vægi þeirra. Þetta geta þau sem dæmi gert með því að fylgja alþjóðalögum og leggja áherslu á að aðrir geri slíkt hið saman.

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin eru talin lítil ríki samanborið við stóru ríkin í Evrópu: Rússland, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Pólland og Úkraína.

Samantekt

Bandalög eru vissulega mikilvæg fyrir smáríki hvort sem þau eru í formi tvíhliða samskipta eða aðildar að alþjóðastofnun. En þau eru ekki eina leiðin til áhrifa og valda. Smáríki geta valið aðrar leiðir: þannig geta þau í stað þess að leita skjóls dreift áhættu sinni með því að vinna með ólíkum aðilum eða tekið upp hlutleysisstefnu og þannig haldið sig til hlés. Smáríki styrkja einnig stöðu sína með því að byggja upp öfluga utanríkisþjónustu, sækjast eftir alþjóðlegri virðingu og verða frumkvöðlar í alþjóðasamfélaginu.

Með því að sameina þessar leiðir og laga þær að eigin aðstæðum geta smáríki skapað sér raunveruleg áhrif í alþjóðakerfi þar sem stórveldi annars ráða för.

Heimildir:
  • Ingebritsen, Christine. (2002). „Norm Entrepreneurs: Scandinavia’s Role in World Politics“. Cooperation and Conflict, 37(1), 11–23.
  • Thorhallsson, Baldur (ritstj.) (2019). Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs. London: Routledge.
  • Thorhallsson, Baldur, „Studying small states: A review“, í Small States & Territories, 1()1, 2018, 17-34.
  • Thorhallsson, Baldur. (2000). The Role of Small States in the European Union. Aldershot: Ashgate.
  • Wivel, Anders. (2021). The Grand Strategy of Small States. London: Routledge.

Myndir:

Höfundur

Baldur Þórhallsson

prófessor í stjórnmálafræði við HÍ

Útgáfudagur

2.10.2025

Spyrjandi

Helga E.

Tilvísun

Baldur Þórhallsson. „Er eina leið smáríkja til áhrifa og valda að fara í bandalög við önnur ríki?“ Vísindavefurinn, 2. október 2025, sótt 2. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88080.

Baldur Þórhallsson. (2025, 2. október). Er eina leið smáríkja til áhrifa og valda að fara í bandalög við önnur ríki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88080

Baldur Þórhallsson. „Er eina leið smáríkja til áhrifa og valda að fara í bandalög við önnur ríki?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2025. Vefsíða. 2. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88080>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eina leið smáríkja til áhrifa og valda að fara í bandalög við önnur ríki?
Bandalagamyndun er ein helsta leið smáríkja til að tryggja hagmuni sína í samfélagi þjóðanna. En bandalagamyndum er aðeins hluti af þeim úrræðum sem smáríki hafa til að styrkja stöðu sína. Í smáríkjafræðum, sem er afsprengi stjórnmálafræði, er einkum fjallað um þrjár leiðir fyrir smáríki til að styrkja stöðu sína: skjólsleit (e. shelter-seeking), áhættudreifingu (e. hedging) og hlutleysi (e. neutrality/non-alignment). Auk þess geta smáríki byggt upp öfluga stjórnsýslu í utanríkismálum, sóst eftir aukinni virðingu (e. status-seeking) og orðið frumkvöðlar í mótun alþjóðlegra viðmiða (e. norm entrepreneurs).

Skjólsleit

Skjólsleit felur í sér að smáríki sækja sér stuðning og vernd á pólitískum, efnahagslegum og samfélagslegum grunni hjá stærri ríkjum og alþjóðastofnunum.

Ísland naut sem dæmi pólitísks (diplómatísks og hernaðarlegs) og efnahagslegs skjóls Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni og öll kaldastríðsárin. Landið nýtur enn pólitísks skjóls Bandaríkjanna í formi öryggis- og varna. NATO er dæmi um alþjóðastofnun sem veitir Íslandi pólitískt og hernaðarlegt skjól.

Bandaríkin hafa verið eitt nánasta bandalagsríki Íslands frá síðari heimsstyrjöld. Bandaríkin veittu Ísland um árabil umtalsvert efnahagslegt og diplómatískt skjól og veita enn hernaðarlegt skjól. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, og Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, á rölti á Bessastöðum árið 1986.

Efnahagslegt skjól getur falið í sér aðgang að mörkuðum, regluverki og fjármögnun, eins og smáríki innan Evrópusambandsins njóta. Ísland nýtur efnahagslegs skjóls með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Samfélagslegt skjól getur falist í aðgangi að menntun, rannsóknasamstarfi og margvíslegri þekkingu. Norðurlöndin hafa um margra alda skeið veitt Íslendingum mikilvægt samfélagsleg skjól og gera það enn.

Skjólsleit er því ekki aðeins varnaraðgerð heldur getur hún einnig verið virkt tæki til áhrifa: með aðild að stofnunum og bandalögum fá smáríki aðstöðu til að setja mál á dagskrá, stýra nefndum og leggja drög að málamiðlunum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra.

Hins vegar fylgir því kostnaður að leita skjóls hjá stærri ríkjum og alþjóðastofnunum. Kostnaðurinn getur falist í því að þurfa að innleiða tilteknar reglur og fylgja eftir utanríkisstefnu annarra.

NATO er dæmi um alþjóðastofnun sem veitir Íslandi pólitískt og hernaðarlegt skjól. Myndin er tekin á fundi NATO-þjóða í Haag í Hollandi í júní 2025.

Áhættudreifing

Smáríki geta einnig beitt áhættudreifingu. Þá dreifa þau tengslum sínum og skuldbindingum á marga aðila og svið. Þetta getur falist í því að eiga í öryggissamstarfi við eitt stórveldi, efnahagstengslum við annað og menntunarsamstarfi við þriðja (þó að smáríki geti líka haft ólíka skjólsveitendur). Með þessari stefnu reyna smáríki að koma í veg fyrir að þau verði of háð einum bandamanni og halda eftir sveigjanleika til að bregðast við breyttu valdajafnvægi. Nokkur smáríki innan Evrópusambandsins, eins og Danmörk og Holland, hafa til dæmis lagt áherslu á að sambandið geri víðtæka og hagstæða samninga við Bretland eftir að það gekk úr sambandinu. Það gera þau á sama tíma að þau vinna áfram náið með öðrum ríkjum innan ESB.

Áhættudreifing er einkum mikilvæg þegar alþjóðakerfið einkennist af samkeppni stórvelda. Hún gerir smáríkjum kleift að veðja á marga hesta og draga úr þeirri áhættu að binda sig við eina stoð sem gæti veikst.

Hlutleysi

Sum smáríki velja að halda sig utan bandalaga og leitast við að vera hlutlaus. Þetta er stundum kallað að fela sig (e. hiding), að fela sig fyrir stórveldakeppni. Slík stefna hefur verið lykill að stöðu ríkja eins og Sviss og um tíma Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar. Hlutleysi getur skapað trúverðugleika sem milligönguaðili og dregið úr líkum á að ríkið verði dregið inn í átök.

Hins vegar fylgir þessari leið áhætta: án bandamanna eða formlegs skjól getur smáríki staðið eitt á tímum krísu. Hún hentar því einkum ríkjum sem hafa sérstök landfræðileg, söguleg eða stjórnmálaleg skilyrði til að viðhalda trúverðugu hlutleysi.

Sum smáríki velja að halda sig utan bandalaga og leitast við að vera hlutlaus. Slík stefna hefur verið lykill að stöðu ríkja eins og Sviss og um tíma Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar.

Öflug utanríkisþjónusta, aukin virðing og frumkvæði

Auk þess að velja á milli skjóls, áhættudreifingar eða hlutleysis, geta smáríki byggt upp öfluga utanríkisþjónustu, reynt að auka virðingu sína og tekið frumkvæði.

Öflug stjórnsýsla í utanríkisþjónustu er hér lykilatriði. Smáríki með faglegt, þekkingarmikið og sveigjanlegt utanríkisráðuneyti geta nýtt sér sérstöðu sína til að hafa áhrif innan stofnana og í tvíhliða samskiptum.

Þau geta einnig orðið frumkvöðlar í mótun alþjóðlegra viðmiða, til dæmis á sviði mannréttinda, friðaruppbyggingar eða loftslagsmála. Ef smáríki standa vörð um mannréttindi heima fyrir og sýna sem dæmi frumkvæði í að styrkja stöðu tiltekinna minnihlutahópa, þá er hlustað þegar þau tala á alþjóðavettvangi um málefni hópanna. Norðurlöndin hafa verið áhrifamikil með þessum hætti, þrátt fyrir smæð sína.

Smáríki geta einnig sóst eftir aukinni alþjóðlegri virðingu. Með því að leggja áherslu á að vera ábyrg og áreiðanlegur alþjóðlegur þátttakandi, geta smáríki byggt upp orðspor sem eykur vægi þeirra. Þetta geta þau sem dæmi gert með því að fylgja alþjóðalögum og leggja áherslu á að aðrir geri slíkt hið saman.

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin eru talin lítil ríki samanborið við stóru ríkin í Evrópu: Rússland, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Pólland og Úkraína.

Samantekt

Bandalög eru vissulega mikilvæg fyrir smáríki hvort sem þau eru í formi tvíhliða samskipta eða aðildar að alþjóðastofnun. En þau eru ekki eina leiðin til áhrifa og valda. Smáríki geta valið aðrar leiðir: þannig geta þau í stað þess að leita skjóls dreift áhættu sinni með því að vinna með ólíkum aðilum eða tekið upp hlutleysisstefnu og þannig haldið sig til hlés. Smáríki styrkja einnig stöðu sína með því að byggja upp öfluga utanríkisþjónustu, sækjast eftir alþjóðlegri virðingu og verða frumkvöðlar í alþjóðasamfélaginu.

Með því að sameina þessar leiðir og laga þær að eigin aðstæðum geta smáríki skapað sér raunveruleg áhrif í alþjóðakerfi þar sem stórveldi annars ráða för.

Heimildir:
  • Ingebritsen, Christine. (2002). „Norm Entrepreneurs: Scandinavia’s Role in World Politics“. Cooperation and Conflict, 37(1), 11–23.
  • Thorhallsson, Baldur (ritstj.) (2019). Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs. London: Routledge.
  • Thorhallsson, Baldur, „Studying small states: A review“, í Small States & Territories, 1()1, 2018, 17-34.
  • Thorhallsson, Baldur. (2000). The Role of Small States in the European Union. Aldershot: Ashgate.
  • Wivel, Anders. (2021). The Grand Strategy of Small States. London: Routledge.

Myndir:...