Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau?

Pia Hansson og Baldur Þórhallsson

Það eru til margar mismunandi skilgreiningar á því hvað sé smáríki. Hér áður fyrr var einkum litið til fjögurra þátta þegar stærð ríkja var metin, það er íbúafjölda, landfræðilegar stærðar, þjóðarframleiðslu og hernaðarmáttar (útgjöld til varnarmála). Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreiningin miðað við ákveðinn íbúafjölda að 10 milljónum manna en Alþjóðabankinn hefur gefið út að ríki með allt að 40 milljónir íbúa geti talist til smáríkja.



Mannfjöldi í löndum heims árið 2007.

Fræðimenn hafa á þessu mismunandi skoðanir og telja margir að fleiri þætti en íbúafjölda þurfi að skoða til að geta skilgreint smáríki, eins og til dæmis stærð og getu stjórnsýslunnar til að takast á við innanlandsverkefni sem og verkefni á alþjóðavettvangi. Hins vegar skilgreina flestir fræðimenn á sviði alþjóðasamskipta smáríki út frá getu eða hversu mikil áhrif þau í raun geta haft í alþjóðakerfinu. Þá skiptir máli hvort ríki geti eitt og sér haft áhrif á alþjóðasamfélagið eða verði að gera það í samfloti með öðrum ríkjum.

Einkenni smáríkja eru fylgni þeirra við lög og reglur, og meiri áhugi á þátttöku í starfi alþjóðastofnana, en innan þeirra leita þau oft að efnahagslegu, pólitísku og hernaðarlegu skjóli. Alþjóðastofnanirnar sem veita smáríkjum þetta skjól eru til dæmis Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið, Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn. Smáríki þurfa á þessu skjóli að halda þar sem efnahagur þeirra er háðari alþjóðaviðskiptum en efnahagur stærri ríkja, þau geta sjaldnast varið sig sjálf og hafa ekki sömu burði og stór ríki til að vinna að framgangi sinna mála í alþjóðakerfinu.

Miðað við það sem á undan er sagt er sjálfgefið að erfitt er að lista nákvæmlega hvaða ríki teljast smáríki og hver ekki. Til að mynda eru flestir sammála um það að Svíþjóð, líkt og öll Norðurlöndin, sé smáríki. Íbúafjöldi landsins er engu að síður kominn yfir 10 milljónirnar sem Sameinuðu þjóðirnar miða við. Svíþjóð er líka auðugt land, víðfeðmt og hernaðarlega hlutlaust. Engu að síður dylst engum að erfitt er fyrir Svíþjóð að hafa bein áhrif í alþjóðakerfinu eitt og sér. Það þarf í flestum tilfellum að vera í samfloti með öðrum til að geta haft áhrif.

Innan vébanda Sameinuðu þjóðanna eru flest ríki heims talin smáríki og hlutfall þeirra fer vaxandi í alþjóðasamfélaginu. Aukning varð til dæmis í lok nýlendutímans og í kjölfar upplausnar Júgóslavíu og Sovétríkjanna.

Til gamans má bæta því við að miðað við flokkunina sem notuð er á kortinu hér fyrir ofan og upplýsingar af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna (World Population Prospects The 2006 Revision) þá eru 152 lönd sem hafa færri íbúa en 10 milljónir árið 2007. Nánar tiltekið er skiptingin eftirfarandi:

Fjöldi íbúaFjöldi landa
Færri en 1 milljón76
1 - 10 milljónir76
10 -25 milljónir32
25 - 50 milljónir22
50 - 100 milljónir12
100 - 1000 milljónir9
1 milljarður eða fleiri2

Hér er rétt að taka fram að í þessum gögnum er notað orðið "country" sem nær ekki aðeins yfir sjálfstæð ríki heldur tekur einnig til landa sem lúta stjórn annarra ríkja á einhvern hátt. Þess vegna er fjöldi landa meiri hér en kemur fram í svörum á Vísindavefnum við spurningum um fjölda ríkja í heiminum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Kort:

Höfundar

starfandi forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki

prófessor í stjórnmálafræði við HÍ

Útgáfudagur

17.12.2008

Spyrjandi

Nanna Ásgeirsdóttir
Valgerður S. Kristjánsdóttir
Micaela Kristin-Kali

Tilvísun

Pia Hansson og Baldur Þórhallsson. „Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29099.

Pia Hansson og Baldur Þórhallsson. (2008, 17. desember). Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29099

Pia Hansson og Baldur Þórhallsson. „Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29099>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau?
Það eru til margar mismunandi skilgreiningar á því hvað sé smáríki. Hér áður fyrr var einkum litið til fjögurra þátta þegar stærð ríkja var metin, það er íbúafjölda, landfræðilegar stærðar, þjóðarframleiðslu og hernaðarmáttar (útgjöld til varnarmála). Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreiningin miðað við ákveðinn íbúafjölda að 10 milljónum manna en Alþjóðabankinn hefur gefið út að ríki með allt að 40 milljónir íbúa geti talist til smáríkja.



Mannfjöldi í löndum heims árið 2007.

Fræðimenn hafa á þessu mismunandi skoðanir og telja margir að fleiri þætti en íbúafjölda þurfi að skoða til að geta skilgreint smáríki, eins og til dæmis stærð og getu stjórnsýslunnar til að takast á við innanlandsverkefni sem og verkefni á alþjóðavettvangi. Hins vegar skilgreina flestir fræðimenn á sviði alþjóðasamskipta smáríki út frá getu eða hversu mikil áhrif þau í raun geta haft í alþjóðakerfinu. Þá skiptir máli hvort ríki geti eitt og sér haft áhrif á alþjóðasamfélagið eða verði að gera það í samfloti með öðrum ríkjum.

Einkenni smáríkja eru fylgni þeirra við lög og reglur, og meiri áhugi á þátttöku í starfi alþjóðastofnana, en innan þeirra leita þau oft að efnahagslegu, pólitísku og hernaðarlegu skjóli. Alþjóðastofnanirnar sem veita smáríkjum þetta skjól eru til dæmis Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið, Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn. Smáríki þurfa á þessu skjóli að halda þar sem efnahagur þeirra er háðari alþjóðaviðskiptum en efnahagur stærri ríkja, þau geta sjaldnast varið sig sjálf og hafa ekki sömu burði og stór ríki til að vinna að framgangi sinna mála í alþjóðakerfinu.

Miðað við það sem á undan er sagt er sjálfgefið að erfitt er að lista nákvæmlega hvaða ríki teljast smáríki og hver ekki. Til að mynda eru flestir sammála um það að Svíþjóð, líkt og öll Norðurlöndin, sé smáríki. Íbúafjöldi landsins er engu að síður kominn yfir 10 milljónirnar sem Sameinuðu þjóðirnar miða við. Svíþjóð er líka auðugt land, víðfeðmt og hernaðarlega hlutlaust. Engu að síður dylst engum að erfitt er fyrir Svíþjóð að hafa bein áhrif í alþjóðakerfinu eitt og sér. Það þarf í flestum tilfellum að vera í samfloti með öðrum til að geta haft áhrif.

Innan vébanda Sameinuðu þjóðanna eru flest ríki heims talin smáríki og hlutfall þeirra fer vaxandi í alþjóðasamfélaginu. Aukning varð til dæmis í lok nýlendutímans og í kjölfar upplausnar Júgóslavíu og Sovétríkjanna.

Til gamans má bæta því við að miðað við flokkunina sem notuð er á kortinu hér fyrir ofan og upplýsingar af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna (World Population Prospects The 2006 Revision) þá eru 152 lönd sem hafa færri íbúa en 10 milljónir árið 2007. Nánar tiltekið er skiptingin eftirfarandi:

Fjöldi íbúaFjöldi landa
Færri en 1 milljón76
1 - 10 milljónir76
10 -25 milljónir32
25 - 50 milljónir22
50 - 100 milljónir12
100 - 1000 milljónir9
1 milljarður eða fleiri2

Hér er rétt að taka fram að í þessum gögnum er notað orðið "country" sem nær ekki aðeins yfir sjálfstæð ríki heldur tekur einnig til landa sem lúta stjórn annarra ríkja á einhvern hátt. Þess vegna er fjöldi landa meiri hér en kemur fram í svörum á Vísindavefnum við spurningum um fjölda ríkja í heiminum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Kort: ...