
Í svarinu sem skrifað var árið 2000 var niðurstaðan sú að lönd heims væru 192, það er að segja þau 189 ríki sem þá áttu aðild að Sameinuðu þjóðunum auk Sviss, Vatíkansins og Taívan. Árið 2004 hafði aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fjölgað um tvö þar sem Austur-Tímor og Sviss fengu aðild árið 2002. Að viðbættu Vatíkaninu og Taívan voru sjálfstæð lönd heims því 193 þá. Árið 2006 fékk Svartfjallaland aðild að Sameinuðu þjóðunum. Í febrúar árið 2008 lýsti Kosovo svo yfir sjálfstæði og hafa þónokkur lönd stutt sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra. Sé Kosovo talið með má því segja að lönd heims hafi þá verið orðin 195. Nýjasta viðbótin er svo Suður Súdan sem varð til sem sjálfstætt land við aðskilnað frá Súdan í júlí 2011. Samkvæmt forsendum þessa svars eru lönd heims því 196 í lok árs 2012. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu?
- Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku?
- Hvað eru mörg lönd i Afríku?
- Hvaða lönd teljast til Evrópu?
- Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?
- United Nations Member States. Sótt 21. 12. 2012.
- Matt Rosenberg. 2008. The Number of Countries in the World. Á vefnum About.com: Geography. Sótt 1. 3. 2008.
- Kort: No colonies blank world map.png á Wikimedia Commons. Sótt 2. 3. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.