Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til mörg lönd í heiminum?

EDS

Þegar þetta svar er uppfært, 21. desember 2012, má segja með nokkuð góðum rökum að lönd heims séu 196.

Reyndar hefur þessari spurningu verið svarað áður á Vísindavefnum og það tvisvar frekar en einu sinni, í nóvember árið 2000 (Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?) og í apríl árið 2004 (Hvað eru til mörg lönd á jörðinni?). Engu að síður er alveg ástæða til þess að svara henni einu sinni þar sem fjöldi landa hefur breyst á þessum tíma.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að hér, eins og í fyrri svörum, er gengið út frá því að með orðinu “löndum” sé átt við sjálfstæð ríki en vissulega má deila um hvernig eigi að skilgreina hugtakið land í þessu samhengi. Við sjáum Grænland og Færeyjar til dæmis gjarnan fyrir okkur sem sérstök lönd, en ef þau ættu að vera með í talningunni ætti þá ekki alveg eins að taka með Norður-Írland, Skotland eða Palestínu. Og svo mætti halda áfram og tína til önnur svæði og eyjar í hugum margra mætti telja sem sérstök lönd en heyra að einhverju leyti undir annað ríki. Eins og sjá má getur verið nokkuð flókið að ákveða hvar draga á mörkin og þess vegna er eingöngu miðað við sjálfstæð ríki í þessu svari.



Ríki heims (2002). Sjálfstæð smáríki (eyríki) eru merkt sem punktar. Grænland er eina eyjan á þessu korti sem ekki hefur fullt sjálfstæði en varla er hægt að hugsa sér heimskort þar sem þessi stærsta eyja heims er ekki teiknuð með.

Í svarinu sem skrifað var árið 2000 var niðurstaðan sú að lönd heims væru 192, það er að segja þau 189 ríki sem þá áttu aðild að Sameinuðu þjóðunum auk Sviss, Vatíkansins og Taívan. Árið 2004 hafði aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fjölgað um tvö þar sem Austur-Tímor og Sviss fengu aðild árið 2002. Að viðbættu Vatíkaninu og Taívan voru sjálfstæð lönd heims því 193 þá.

Árið 2006 fékk Svartfjallaland aðild að Sameinuðu þjóðunum. Í febrúar árið 2008 lýsti Kosovo svo yfir sjálfstæði og hafa þónokkur lönd stutt sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra. Sé Kosovo talið með má því segja að lönd heims hafi þá verið orðin 195. Nýjasta viðbótin er svo Suður Súdan sem varð til sem sjálfstætt land við aðskilnað frá Súdan í júlí 2011. Samkvæmt forsendum þessa svars eru lönd heims því 196 í lok árs 2012.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og kort:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.3.2008

Spyrjandi

Hildur og Brynhildur

Tilvísun

EDS. „Hvað eru til mörg lönd í heiminum?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2008, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7132.

EDS. (2008, 3. mars). Hvað eru til mörg lönd í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7132

EDS. „Hvað eru til mörg lönd í heiminum?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2008. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7132>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til mörg lönd í heiminum?
Þegar þetta svar er uppfært, 21. desember 2012, má segja með nokkuð góðum rökum að lönd heims séu 196.

Reyndar hefur þessari spurningu verið svarað áður á Vísindavefnum og það tvisvar frekar en einu sinni, í nóvember árið 2000 (Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?) og í apríl árið 2004 (Hvað eru til mörg lönd á jörðinni?). Engu að síður er alveg ástæða til þess að svara henni einu sinni þar sem fjöldi landa hefur breyst á þessum tíma.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að hér, eins og í fyrri svörum, er gengið út frá því að með orðinu “löndum” sé átt við sjálfstæð ríki en vissulega má deila um hvernig eigi að skilgreina hugtakið land í þessu samhengi. Við sjáum Grænland og Færeyjar til dæmis gjarnan fyrir okkur sem sérstök lönd, en ef þau ættu að vera með í talningunni ætti þá ekki alveg eins að taka með Norður-Írland, Skotland eða Palestínu. Og svo mætti halda áfram og tína til önnur svæði og eyjar í hugum margra mætti telja sem sérstök lönd en heyra að einhverju leyti undir annað ríki. Eins og sjá má getur verið nokkuð flókið að ákveða hvar draga á mörkin og þess vegna er eingöngu miðað við sjálfstæð ríki í þessu svari.



Ríki heims (2002). Sjálfstæð smáríki (eyríki) eru merkt sem punktar. Grænland er eina eyjan á þessu korti sem ekki hefur fullt sjálfstæði en varla er hægt að hugsa sér heimskort þar sem þessi stærsta eyja heims er ekki teiknuð með.

Í svarinu sem skrifað var árið 2000 var niðurstaðan sú að lönd heims væru 192, það er að segja þau 189 ríki sem þá áttu aðild að Sameinuðu þjóðunum auk Sviss, Vatíkansins og Taívan. Árið 2004 hafði aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fjölgað um tvö þar sem Austur-Tímor og Sviss fengu aðild árið 2002. Að viðbættu Vatíkaninu og Taívan voru sjálfstæð lönd heims því 193 þá.

Árið 2006 fékk Svartfjallaland aðild að Sameinuðu þjóðunum. Í febrúar árið 2008 lýsti Kosovo svo yfir sjálfstæði og hafa þónokkur lönd stutt sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra. Sé Kosovo talið með má því segja að lönd heims hafi þá verið orðin 195. Nýjasta viðbótin er svo Suður Súdan sem varð til sem sjálfstætt land við aðskilnað frá Súdan í júlí 2011. Samkvæmt forsendum þessa svars eru lönd heims því 196 í lok árs 2012.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og kort:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....