Sólin Sólin Rís 09:24 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 09:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:58 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:24 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 09:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:58 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gera læknisfræðilegir eðlisfræðingar á Íslandi?

Eyjólfur Guðmundsson, Hanna Björg Henrysdóttir og Áshildur Logadóttir

Til að svara þessari spurningu er hentugt að byrja á því að skilgreina hugtakið læknisfræðileg eðlisfræði (e. medical physics). Í stuttu máli er það sú grein eðlisfræði sem snýr helst að notkun jónandi geislunar í læknisfræðilegum tilgangi en einnig að læknisfræðilegri myndgreiningu í víðari skilningi.

Jónandi geislun (e. ionizing radiation) er heiti yfir geislun sem er nægilega orkurík til að jóna atóm en þá er rafeind ýtt út úr atómi eða sameind. Þetta býr til neikvæða jón og jákvætt hlaðið atóm eða sameind og við það geta orðið skemmdir á frumum og erfðaefni lífvera (DNA). Af þessum ástæðum er mikilvægt að sérstaklega sé fylgst með notkun slíkrar geislunar, bæði í læknisfræðilegum og öðrum tilgangi. Dæmi um jónandi geislun er röntgengeislun sem er notuð við röntgenmyndatökur og geislameðferð á sjúkrahúsum. Jónandi geislun getur valdið skaða en hún getur einnig nýst til greiningar og meðferðar sjúkdóma, til dæmis við röntgen- og tölvusneiðmyndatöku, geislameðferð og ísótóparannsóknir- og meðferð. Mikilvægt er að ávinningurinn sé ávallt meiri en áhættan af notkun jónandi geislunar.

Læknisfræðilegir eðlisfræðingar sérhæfa sig í réttri, nákvæmri og öruggri notkun jónandi geislunar. Sumir læknisfræðilegir eðlisfræðingar sérhæfa sig líka í öðrum tegundum myndgreininga sem notast ekki við jónandi geislun, til að mynda segulómun (e. magnetic resonance imaging, MRI) og ómun (e. ultrasound). Læknisfræðileg eðlisfræði er ekki kennd sem sérgrein á háskólastigi á Íslandi og því hafa læknisfræðilegir eðlisfræðingar á Íslandi lokið framhaldsnámi í faginu erlendis. Þau sem starfa í heilbrigðisþjónustu hafa þar að auki hlotið klíníska starfsþjálfun í sérgrein á borð við geislameðferð eða myndgreiningu.

Eðlisfræðingur við störf á geislameðferðardeild.

Eðlisfræðingur við störf á geislameðferðardeild.

Einn af aðalvinnustöðum læknisfræðilegra eðlisfræðinga á Íslandi er Landspítalinn en þar starfa læknisfræðilegir eðlisfræðingar á geislameðferðardeild og myndgreiningardeild.

Á geislameðferðardeild Landspítalans er orkuríkri jónandi geislun beitt gegn krabbameinum og þar koma læknisfræðilegir eðlisfræðingar að öllum þáttum starfseminnar. Má þar nefna klíníska yfirferð allra geislameðferðaráætlana, sem og eftirlit með geislameðferð sjúklinga með tilliti til nákvæmni á staðsetningu geislunar og útreikningi geisladreifingar. Þeir setja upp og stýra gæðaeftirliti með meðferðartækjum (meðal annars línuhröðlum deildarinnar) og meðferðarferlum. Enn fremur bera læknisfræðilegir eðlisfræðingar ábyrgð á geislamælitækni innan deildarinnar, hafa umsjón með mælibúnaði og útreikningskerfum og eru leiðandi í innleiðingum á nýrri tækni.

Á myndgreiningardeild Landspítalans starfar læknisfræðilegur eðlisfræðingur að geislavörnum og öruggri notkun geislavirkra efna á ísótópastofu Landspítalans, geislalyfjaframleiðslu og jáeindaskanna. Viðkomandi kemur einnig að öllum þáttum í starfsemi deildarinnar, svo sem prófun tækja, bestun notkunar og stýringu gæðaeftirlits með myndgreiningartækjum á röntgendeild, verklagi fyrir meðferð með geislavirkum efnum, yfirumsjón með hringhraðli ásamt eftirliti með geislaálagi starfsmanna og sjúklinga.

Aðrir vinnustaðir læknisfræðilegra eðlisfræðinga á Íslandi eru meðal annars Geislavarnir ríkisins og Háskóli Íslands. Meðal verkefna læknisfræðilegra eðlisfræðinga hjá Geislavörnum ríkisins eru eftirlit með notkun jónandi geislunar í læknisfræði og mat á geislaálagi starfsmanna, sjúklinga og almennings á landsvísu. Við Háskóla Íslands kenna læknisfræðilegir eðlisfræðingar meðal annars nemendum í geislafræði um eðlisfræði jónandi geislunar. Aðrir læknisfræðilegir eðlisfræðingar á Íslandi vinna til dæmis við kennslu á framhalds- og háskólastigi, og við stjórnun, rannsóknir og tæknileg viðfangsefni hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Myndir:
  • Hanna Björg Henrysdóttir

Höfundar

Eyjólfur Guðmundsson

læknisfræðilegur eðlisfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins og aðjúnkt við Háskóla Íslands

Hanna Björg Henrysdóttir

læknisfræðilegur eðlisfræðingur og deildarstjóri geislameðferðardeildar Landspítalans

Áshildur Logadóttir

læknifræðilegur eðlisfræðingur myndgreiningardeilda Landspítalans - röntgendeild og ísótópastofa

Útgáfudagur

5.11.2025

Spyrjandi

Bergþóra

Tilvísun

Eyjólfur Guðmundsson, Hanna Björg Henrysdóttir og Áshildur Logadóttir. „Hvað gera læknisfræðilegir eðlisfræðingar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2025, sótt 5. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88170.

Eyjólfur Guðmundsson, Hanna Björg Henrysdóttir og Áshildur Logadóttir. (2025, 5. nóvember). Hvað gera læknisfræðilegir eðlisfræðingar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88170

Eyjólfur Guðmundsson, Hanna Björg Henrysdóttir og Áshildur Logadóttir. „Hvað gera læknisfræðilegir eðlisfræðingar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2025. Vefsíða. 5. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88170>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gera læknisfræðilegir eðlisfræðingar á Íslandi?
Til að svara þessari spurningu er hentugt að byrja á því að skilgreina hugtakið læknisfræðileg eðlisfræði (e. medical physics). Í stuttu máli er það sú grein eðlisfræði sem snýr helst að notkun jónandi geislunar í læknisfræðilegum tilgangi en einnig að læknisfræðilegri myndgreiningu í víðari skilningi.

Jónandi geislun (e. ionizing radiation) er heiti yfir geislun sem er nægilega orkurík til að jóna atóm en þá er rafeind ýtt út úr atómi eða sameind. Þetta býr til neikvæða jón og jákvætt hlaðið atóm eða sameind og við það geta orðið skemmdir á frumum og erfðaefni lífvera (DNA). Af þessum ástæðum er mikilvægt að sérstaklega sé fylgst með notkun slíkrar geislunar, bæði í læknisfræðilegum og öðrum tilgangi. Dæmi um jónandi geislun er röntgengeislun sem er notuð við röntgenmyndatökur og geislameðferð á sjúkrahúsum. Jónandi geislun getur valdið skaða en hún getur einnig nýst til greiningar og meðferðar sjúkdóma, til dæmis við röntgen- og tölvusneiðmyndatöku, geislameðferð og ísótóparannsóknir- og meðferð. Mikilvægt er að ávinningurinn sé ávallt meiri en áhættan af notkun jónandi geislunar.

Læknisfræðilegir eðlisfræðingar sérhæfa sig í réttri, nákvæmri og öruggri notkun jónandi geislunar. Sumir læknisfræðilegir eðlisfræðingar sérhæfa sig líka í öðrum tegundum myndgreininga sem notast ekki við jónandi geislun, til að mynda segulómun (e. magnetic resonance imaging, MRI) og ómun (e. ultrasound). Læknisfræðileg eðlisfræði er ekki kennd sem sérgrein á háskólastigi á Íslandi og því hafa læknisfræðilegir eðlisfræðingar á Íslandi lokið framhaldsnámi í faginu erlendis. Þau sem starfa í heilbrigðisþjónustu hafa þar að auki hlotið klíníska starfsþjálfun í sérgrein á borð við geislameðferð eða myndgreiningu.

Eðlisfræðingur við störf á geislameðferðardeild.

Eðlisfræðingur við störf á geislameðferðardeild.

Einn af aðalvinnustöðum læknisfræðilegra eðlisfræðinga á Íslandi er Landspítalinn en þar starfa læknisfræðilegir eðlisfræðingar á geislameðferðardeild og myndgreiningardeild.

Á geislameðferðardeild Landspítalans er orkuríkri jónandi geislun beitt gegn krabbameinum og þar koma læknisfræðilegir eðlisfræðingar að öllum þáttum starfseminnar. Má þar nefna klíníska yfirferð allra geislameðferðaráætlana, sem og eftirlit með geislameðferð sjúklinga með tilliti til nákvæmni á staðsetningu geislunar og útreikningi geisladreifingar. Þeir setja upp og stýra gæðaeftirliti með meðferðartækjum (meðal annars línuhröðlum deildarinnar) og meðferðarferlum. Enn fremur bera læknisfræðilegir eðlisfræðingar ábyrgð á geislamælitækni innan deildarinnar, hafa umsjón með mælibúnaði og útreikningskerfum og eru leiðandi í innleiðingum á nýrri tækni.

Á myndgreiningardeild Landspítalans starfar læknisfræðilegur eðlisfræðingur að geislavörnum og öruggri notkun geislavirkra efna á ísótópastofu Landspítalans, geislalyfjaframleiðslu og jáeindaskanna. Viðkomandi kemur einnig að öllum þáttum í starfsemi deildarinnar, svo sem prófun tækja, bestun notkunar og stýringu gæðaeftirlits með myndgreiningartækjum á röntgendeild, verklagi fyrir meðferð með geislavirkum efnum, yfirumsjón með hringhraðli ásamt eftirliti með geislaálagi starfsmanna og sjúklinga.

Aðrir vinnustaðir læknisfræðilegra eðlisfræðinga á Íslandi eru meðal annars Geislavarnir ríkisins og Háskóli Íslands. Meðal verkefna læknisfræðilegra eðlisfræðinga hjá Geislavörnum ríkisins eru eftirlit með notkun jónandi geislunar í læknisfræði og mat á geislaálagi starfsmanna, sjúklinga og almennings á landsvísu. Við Háskóla Íslands kenna læknisfræðilegir eðlisfræðingar meðal annars nemendum í geislafræði um eðlisfræði jónandi geislunar. Aðrir læknisfræðilegir eðlisfræðingar á Íslandi vinna til dæmis við kennslu á framhalds- og háskólastigi, og við stjórnun, rannsóknir og tæknileg viðfangsefni hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Myndir:
  • Hanna Björg Henrysdóttir

...