Sólin Sólin Rís 10:14 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:11 • Síðdegis: 16:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:14 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:11 • Síðdegis: 16:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er skammaryrðið uppskafningur komið af því athæfi að skafa upp handrit?

Guðrún Kvaran

Orðið uppskafningur var upphaflega notað um uppskafið handrit, skinnhandrit sem letrið hefur verið skafið af og annað skrifað í staðinn eins og lesa má um í áður birtri grein á Vísindavefnum. Í þeirri merkingu eru elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

Vppskafningur kyrkiunar j Einhollte.

Brefed er ritad ä uppskafning ur latinskre bok.

Fyrra dæmið er frá 1641 en hið síðara frá lokum 17. aldar eða byrjun þeirrar 18. Á leitarvefnum Tímarit.is var ekkert dæmi um fyrrgreinda merkingu.

Uppskafningur var upphaflega notað um uppskafið handrit, skinnhandrit sem letrið hefur verið skafið af og annað skrifað í staðinn. Elsta dæmi um nútímamerkingu orðsins er frá 1860.

Uppskafningur var upphaflega notað um uppskafið handrit, skinnhandrit sem letrið hefur verið skafið af og annað skrifað í staðinn. Elsta dæmi um nútímamerkingu orðsins er frá 1860.

Um nútímamerkinguna ‘montinn, yfirlætisfullur maður, flottræfill’ er elst dæmi í Ritmálssafninu úr blaðinu Íslendingur frá 1860:

gikksháttur og apaspil ýmissa íslenzkra uppskafninga.

Í lokakafla greinarinnar, sem vísað var til í upphafi, kemur fram að klausur eða stuttar greinar, sem þóttu vera klúrar eða of berorðar, hafi verið skafnar út. Það má því alveg geta sér þess til að sú notkun í texta hafi færst yfir á menn sem þóttu hegða sér ósæmilega eða voru með derring.

Heimild og myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.1.2026

Spyrjandi

NN.

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er skammaryrðið uppskafningur komið af því athæfi að skafa upp handrit?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2026, sótt 30. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88213.

Guðrún Kvaran. (2026, 30. janúar). Er skammaryrðið uppskafningur komið af því athæfi að skafa upp handrit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88213

Guðrún Kvaran. „Er skammaryrðið uppskafningur komið af því athæfi að skafa upp handrit?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2026. Vefsíða. 30. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88213>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er skammaryrðið uppskafningur komið af því athæfi að skafa upp handrit?
Orðið uppskafningur var upphaflega notað um uppskafið handrit, skinnhandrit sem letrið hefur verið skafið af og annað skrifað í staðinn eins og lesa má um í áður birtri grein á Vísindavefnum. Í þeirri merkingu eru elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

Vppskafningur kyrkiunar j Einhollte.

Brefed er ritad ä uppskafning ur latinskre bok.

Fyrra dæmið er frá 1641 en hið síðara frá lokum 17. aldar eða byrjun þeirrar 18. Á leitarvefnum Tímarit.is var ekkert dæmi um fyrrgreinda merkingu.

Uppskafningur var upphaflega notað um uppskafið handrit, skinnhandrit sem letrið hefur verið skafið af og annað skrifað í staðinn. Elsta dæmi um nútímamerkingu orðsins er frá 1860.

Uppskafningur var upphaflega notað um uppskafið handrit, skinnhandrit sem letrið hefur verið skafið af og annað skrifað í staðinn. Elsta dæmi um nútímamerkingu orðsins er frá 1860.

Um nútímamerkinguna ‘montinn, yfirlætisfullur maður, flottræfill’ er elst dæmi í Ritmálssafninu úr blaðinu Íslendingur frá 1860:

gikksháttur og apaspil ýmissa íslenzkra uppskafninga.

Í lokakafla greinarinnar, sem vísað var til í upphafi, kemur fram að klausur eða stuttar greinar, sem þóttu vera klúrar eða of berorðar, hafi verið skafnar út. Það má því alveg geta sér þess til að sú notkun í texta hafi færst yfir á menn sem þóttu hegða sér ósæmilega eða voru með derring.

Heimild og myndir:...