Sólin Sólin Rís 09:21 • sest 17:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:08 • Sest 07:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:02 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:34 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:21 • sest 17:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:08 • Sest 07:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:02 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:34 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mikið er um uppskafning í handritum Íslendingasagnanna?

Guðvarður Már Gunnlaugsson og Beeke Stegmann

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hversu mikið er um uppskafning (palimpsest) í handritum Íslendingasagnanna? Hvað var brottskafið?

Eitt Íslendingasagnahandrit er skrifað á endurnýtt bókfell eða uppskafning (palimpsest). Um er að ræða handrit með Njáls sögu sem ber safnmarkið GKS 2868 4to, en er oftast nefnt Skafinskinna. Það er varðveitt í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt nýjum rannsóknum Bjarna Gunnars Ásgeirssonar voru blöðin áður notuð í messusöngsbók, en bæði latneski textinn og nóturnar voru skafin burt.

Á miðöldum var bókfell víða um Evrópu framleitt úr kálfshúðum, sauðargærum eða geitarstökum en auðvitað er hægt að verka skinn af hvaða spendýri sem er til að búa það til. Það var dýrt og ekki auðfáanlegt, svo að skinnblöð voru oft endurnýtt með því að skafa af það sem á þau hafði verið skrifað til að hægt væri að skrifa nýtt efni á það.

Í ensku er notað orðið palimpsest sem er dregið af latneska orðinu palimpsestus, sem aftur er dregið af gríska orðinu παλίμψηστος (palímpsēstos) sem er komið úr forngrísku πάλιν (pálin) 'aftur' og ψάω (psáō) 'skafa', það er samsettu orði sem lýsir ferlinu.

Uppskafningar í íslenskum handritum hafa notið talsverðrar fræðilegrar athygli síðustu árin. Til dæmis birtist grein í Griplu árið 2024 eftir Tom Lorenz sem fer yfir helstu uppskafningshandrit sem tengjast Íslandi. Hann gerði kenninguna hnitmiðaðri og skilgreindi mismunandi tegundir af uppskafningum.[1] Þar greinir hann milli parchment recycling (endurnýtingar bókfells) annars vegar, þar sem allt upprunalegt efni handrits, svo sem textar, myndir eða nótur, hefur verið fjarlægt áður en nýr texti var skrifaður eða prentaður á bókfellið, og manuscript recontextualisation (hvernig handritið og efni þess er að hluta til nýtt á nýjan hátt, eða „endurtextun handrits“) hins vegar, þar sem sumt af upprunalega efninu er varðveitt en annað skafið burt.

Skafinskinna er eina Íslendingasagnahandritið sem skrifað er á endurnýtt bókfelli eða uppskafning. Á myndinni sést rautt P sem var skafið burt.

Skafinskinna er eina Íslendingasagnahandritið sem skrifað er á endurnýtt bókfelli eða uppskafning. Á myndinni sést rautt P sem var skafið burt.

Lejia Zhang skrifaði einnig meistararitgerð við Háskóla Íslands árið 2024 um íslenska uppskafninga. Í ritgerðinni eru meðal annars teknar saman upplýsingar um hvaða textar voru skafnir burt, hvað var skrifað í staðinn og hvenær það var gert.[2]

Ljóst er að langflestir íslenskir uppskafningar eru frá sextándu og sautjándu öld, en elstu dæmin er að finna í elstu varðveittu handritsbrotunum. Algengast var að kirkjulegir textar á latínu sem tengdust kaþólsku kirkjunni hefðu verið skafnir burt, en einungis eitt dæmi er þekkt um að sögutexti hafi verið skafinn burt: lagahandritið AM 147 4to sem innihélt áður Ragnars sögu loðbrókar. Yfirtextarnir, eða það sem skrifað var á bókfellið í staðinn, eru hins vegar langoftast á íslensku. Algengast er að Jónsbók sé yfirtextinn í íslenskum uppskafningum, en næst algengast eru trúarlegir textar eins og litúrgískt efni og biblíurit. Þá koma sagnahandrit með til dæmis fornaldarsögum, riddarasögum og heilagra manna sögum.

Eins og fyrr segir er einungis eitt Íslendingasagnahandrit þekkt sem er uppskafningur, og það er Skafinskinna. Texti Njáls sögu í henni er talinn skrifaður á fjórtándu öld, en undirtextinn í handritinu var lengi óþekktur. Með hjálp litrófsmynda hefur Bjarna Gunnari Ásgeirssyni nú tekist að greina brot úr undirtextanum, sem reyndust vera andstef, eða antiphonarium á latínu, og eru niðurstöðurnar væntanlegar í doktorsritgerð hans.[3]

Einnig er þekkt í íslenskum handritum að klausur eða stuttar greinar, sem þóttu vera klúrar eða of berorðar, hafi verið skafnar út (endurtextun handrita). Þannig var til dæmis þulan Grettisfærsla skafin burt í handritinu AM 556 a 4to sem er talið vera frá lokum 15. aldar, en hún virðist hafa tengst frjósemisdýrkun. Þegar kom fram á 16. öld hefur hún þótt of berorð. Enn fremur hafa stuttir kaflar í Bósa sögu og Herrauðs verið skafnir út í nokkrum skinnhandritum eða þær setningar sem fjalla um viðskipti Bósa við konur, til dæmis í 15. aldar handritinu AM 586 4to.

Tilvísanir:
  1. ^ Tom Lorenz: „Recycling and Recontextutalisation in Medieval and Early Icelandic Palimpsests“, Gripla 35 (2024): 7-42. https://gripla.arnastofnun.is/index.php/gripla/article/view/559/459
  2. ^ Lejia Zhang: „Reusing Parchment as Writing Support in Pre-modern Iceland: The Cases of Two Jónsbók Palimpsests from the Sixteenth and Seventeenth Centuries“, Meistararitgerð, HÍ (2024). https://skemman.is/bitstream/1946/46575/1/lejia_zhang_vmns_thesis.pdf
  3. ^ Við þökkum Bjarna Gunnari fyrir að deila niðurstöðum sínum með okkur. Nánar má lesa um verkefnið hans t.d. á heimasíðu Rannís: https://www.rannis.is/frettir/rannsoknasjodur/textageymd-njals-sogu-med-hlidsjon-af-skafinskinnu-verkefni-lokid

Myndir:
  • Bjarni Gunnar Ásgeirsson

Höfundar

Guðvarður Már Gunnlaugsson

rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar

Beeke Stegmann

rannsóknardósent á menningarsviði við Árnastofnun

Útgáfudagur

4.11.2025

Spyrjandi

Árni Pétur Árnason

Tilvísun

Guðvarður Már Gunnlaugsson og Beeke Stegmann. „Hversu mikið er um uppskafning í handritum Íslendingasagnanna?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2025, sótt 4. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=85266.

Guðvarður Már Gunnlaugsson og Beeke Stegmann. (2025, 4. nóvember). Hversu mikið er um uppskafning í handritum Íslendingasagnanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85266

Guðvarður Már Gunnlaugsson og Beeke Stegmann. „Hversu mikið er um uppskafning í handritum Íslendingasagnanna?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2025. Vefsíða. 4. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85266>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið er um uppskafning í handritum Íslendingasagnanna?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hversu mikið er um uppskafning (palimpsest) í handritum Íslendingasagnanna? Hvað var brottskafið?

Eitt Íslendingasagnahandrit er skrifað á endurnýtt bókfell eða uppskafning (palimpsest). Um er að ræða handrit með Njáls sögu sem ber safnmarkið GKS 2868 4to, en er oftast nefnt Skafinskinna. Það er varðveitt í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt nýjum rannsóknum Bjarna Gunnars Ásgeirssonar voru blöðin áður notuð í messusöngsbók, en bæði latneski textinn og nóturnar voru skafin burt.

Á miðöldum var bókfell víða um Evrópu framleitt úr kálfshúðum, sauðargærum eða geitarstökum en auðvitað er hægt að verka skinn af hvaða spendýri sem er til að búa það til. Það var dýrt og ekki auðfáanlegt, svo að skinnblöð voru oft endurnýtt með því að skafa af það sem á þau hafði verið skrifað til að hægt væri að skrifa nýtt efni á það.

Í ensku er notað orðið palimpsest sem er dregið af latneska orðinu palimpsestus, sem aftur er dregið af gríska orðinu παλίμψηστος (palímpsēstos) sem er komið úr forngrísku πάλιν (pálin) 'aftur' og ψάω (psáō) 'skafa', það er samsettu orði sem lýsir ferlinu.

Uppskafningar í íslenskum handritum hafa notið talsverðrar fræðilegrar athygli síðustu árin. Til dæmis birtist grein í Griplu árið 2024 eftir Tom Lorenz sem fer yfir helstu uppskafningshandrit sem tengjast Íslandi. Hann gerði kenninguna hnitmiðaðri og skilgreindi mismunandi tegundir af uppskafningum.[1] Þar greinir hann milli parchment recycling (endurnýtingar bókfells) annars vegar, þar sem allt upprunalegt efni handrits, svo sem textar, myndir eða nótur, hefur verið fjarlægt áður en nýr texti var skrifaður eða prentaður á bókfellið, og manuscript recontextualisation (hvernig handritið og efni þess er að hluta til nýtt á nýjan hátt, eða „endurtextun handrits“) hins vegar, þar sem sumt af upprunalega efninu er varðveitt en annað skafið burt.

Skafinskinna er eina Íslendingasagnahandritið sem skrifað er á endurnýtt bókfelli eða uppskafning. Á myndinni sést rautt P sem var skafið burt.

Skafinskinna er eina Íslendingasagnahandritið sem skrifað er á endurnýtt bókfelli eða uppskafning. Á myndinni sést rautt P sem var skafið burt.

Lejia Zhang skrifaði einnig meistararitgerð við Háskóla Íslands árið 2024 um íslenska uppskafninga. Í ritgerðinni eru meðal annars teknar saman upplýsingar um hvaða textar voru skafnir burt, hvað var skrifað í staðinn og hvenær það var gert.[2]

Ljóst er að langflestir íslenskir uppskafningar eru frá sextándu og sautjándu öld, en elstu dæmin er að finna í elstu varðveittu handritsbrotunum. Algengast var að kirkjulegir textar á latínu sem tengdust kaþólsku kirkjunni hefðu verið skafnir burt, en einungis eitt dæmi er þekkt um að sögutexti hafi verið skafinn burt: lagahandritið AM 147 4to sem innihélt áður Ragnars sögu loðbrókar. Yfirtextarnir, eða það sem skrifað var á bókfellið í staðinn, eru hins vegar langoftast á íslensku. Algengast er að Jónsbók sé yfirtextinn í íslenskum uppskafningum, en næst algengast eru trúarlegir textar eins og litúrgískt efni og biblíurit. Þá koma sagnahandrit með til dæmis fornaldarsögum, riddarasögum og heilagra manna sögum.

Eins og fyrr segir er einungis eitt Íslendingasagnahandrit þekkt sem er uppskafningur, og það er Skafinskinna. Texti Njáls sögu í henni er talinn skrifaður á fjórtándu öld, en undirtextinn í handritinu var lengi óþekktur. Með hjálp litrófsmynda hefur Bjarna Gunnari Ásgeirssyni nú tekist að greina brot úr undirtextanum, sem reyndust vera andstef, eða antiphonarium á latínu, og eru niðurstöðurnar væntanlegar í doktorsritgerð hans.[3]

Einnig er þekkt í íslenskum handritum að klausur eða stuttar greinar, sem þóttu vera klúrar eða of berorðar, hafi verið skafnar út (endurtextun handrita). Þannig var til dæmis þulan Grettisfærsla skafin burt í handritinu AM 556 a 4to sem er talið vera frá lokum 15. aldar, en hún virðist hafa tengst frjósemisdýrkun. Þegar kom fram á 16. öld hefur hún þótt of berorð. Enn fremur hafa stuttir kaflar í Bósa sögu og Herrauðs verið skafnir út í nokkrum skinnhandritum eða þær setningar sem fjalla um viðskipti Bósa við konur, til dæmis í 15. aldar handritinu AM 586 4to.

Tilvísanir:
  1. ^ Tom Lorenz: „Recycling and Recontextutalisation in Medieval and Early Icelandic Palimpsests“, Gripla 35 (2024): 7-42. https://gripla.arnastofnun.is/index.php/gripla/article/view/559/459
  2. ^ Lejia Zhang: „Reusing Parchment as Writing Support in Pre-modern Iceland: The Cases of Two Jónsbók Palimpsests from the Sixteenth and Seventeenth Centuries“, Meistararitgerð, HÍ (2024). https://skemman.is/bitstream/1946/46575/1/lejia_zhang_vmns_thesis.pdf
  3. ^ Við þökkum Bjarna Gunnari fyrir að deila niðurstöðum sínum með okkur. Nánar má lesa um verkefnið hans t.d. á heimasíðu Rannís: https://www.rannis.is/frettir/rannsoknasjodur/textageymd-njals-sogu-med-hlidsjon-af-skafinskinnu-verkefni-lokid

Myndir:
  • Bjarni Gunnar Ásgeirsson
...