Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu?

Már Jónsson og Guðmundur Eggertsson

Varðveitt íslensk skinnhandrit og handritsbrot eru rétt rúmlega 1000 að tölu. Helmingur þeirra er aðeins eitt eða tvö blöð og aðeins 300 eru meira en 24 blöð. Mjög mikið hefur þar af leiðandi glatast. Allar líkur eru á að þessi handrit hafi verið framleidd hér á landi en lítið sem ekkert er vitað um það hvernig það fór fram. Ekki er einu sinni vitað fyrir víst hvaða dýrategundir urðu fyrir valinu þótt flest bendi til að kálfskinn hafi verið notuð fremur en sauðskinn eða lambskinn. Þetta þyrfti að athuga betur og nægir að hafa góða smásjá við hendina.

Niðurstöður Rannvers Hannessonar forvarðar eftir efnagreiningu örlítilla búta úr nokkrum skjölum benda til að verkunaraðferðir hafi verið eitthvað einfaldari en tíðkuðust í Evrópu, en varla mjög ólíkar samt. Það þýðir að húðir voru lagðar í bleyti til þess að hárið losnaði af. Síðan voru þær strekktar og látnar þorna en að því loknu var skinnið skafið vandlega beggja megin svo að hægt yrði að skrifa á það. Útkoman var bókfell, sem heitir pergament á erlendum málum. Ekki væri ónýtt að vita meira um þetta, til dæmis um þau efni sem sett voru í sútunarvökvann og sýrustig hans!



Ekki er vitað til þess að erfðaefni hafi nokkurs staðar verið einangrað úr bókfelli. Raunar er fremur ósennilegt að heillegt DNA sé eftir í gömlu skinni. Hins vegar kann að leynast á því DNA-mengun af höndum þeirra sem handleikið hafa handritin á liðnum árum! Það er hvort tveggja að DNA endist illa og enn frekar hitt að ofangreind verkun á húðum hlýtur að hafa stuðlað að eyðileggingu viðkvæmra frumuhluta og sameinda á borð við DNA. Það sem eftir stendur er væntanlega flækja eðlissviptra húðprótína.

Þó má velta því fyrir sér hvort einhver agnarögn af DNA hafi staðist verkunina og hvort eitthvert brot af þeirri ögn gæti enn verið það lítið skemmt að magna mætti það upp og nota til greiningar. Um það skal ekkert fullyrt að óreyndu. Svo má líka spyrja hvort einangrun á DNA úr skinninu geti yfirleitt gefið marktækar upplýsingar um uppruna þess. Ætla má að húsdýr hafi komið með landnámsmönnum frá sömu stöðum og þeir. Niðurstöður rannsókna benda til þess að íslenski nautgripastofninn sé af norskum uppruna. DNA athugun mundi því ekki greina á milli norsks og íslensks uppruna.

Við hagstæð skilyrði getur DNA í lífrænum leifum vissulega varðveist í þúsundir ára, að minnsta kosti það vel að dugi til greiningar. Þannig hefur DNA verið einangrað úr nokkur þúsund ára gömlum múmíum og jafnvel úr meira en þrjátíu þúsund ára gömlum beinum beinum Neanderdalsmannsins. Hefði ómeðhöndluð húð verið geymd við hagstæð skilyrði í þúsund ár væri eflaust hægt að einangra DNA úr henni. Eins má ímynda sér að notast megi við óskemmd hár sem enn er að finna í allmörgum handritum, til dæmis Flateyjarbók (GKS 1005 fol.). Þar sem göt hafa myndast í skinnið fyrir verkun eru stundum hár eftir sem standa þannig inn í gatinu að þau hafa sloppið þegar skinnið var skafið. Nútímaaðferðir til að magna upp DNA úr sýnum eru ofurnæmar og örsmá sýni geta nægt.



Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til að ná DNA úr margra milljóna ára gömlum dýra- og jurtaleifum, jafnvel úr leifum risaeðla sem dóu út fyrir 65 milljónum ára. Í fyrstu var mikið um jákvæðar niðurstöður en fæstar þeirra, ef nokkrar, hafa staðist nákvæmari próf. Oft virðast menn þá hafa verið að magna upp „mengun“ eða aðskota-DNA. Ekki er til dæmis ólíklegt að utan á handritaskinninu sé eitthvað af sveppa- og bakteríuleifum auk leifa húðfrumna þeirra sem hafa handleikið þau í tímans rás. Aðskota-DNA gæti flækt málin en auðvelt ætti að vera að greina það frá eiginlegu DNA úr dýrum. Langskemmtilegast væri að finna DNA af höndum skrifarans og annarra sem unnið hafa við gerð handritsins en líklega er nú ekki mikið eftir af því.

Þessi forvitnilega spurning minnir á að rannsóknir á íslenskum handritum eru afar skammt á veg komnar. Eins og þegar er getið vitum við nánast ekkert um verkunaraðferðir, en hið sama á við um hvernig eiginlegar bækur voru búnar til úr bókfelli og hvernig búið var í haginn fyrir skrifara og listamenn sem síðan skreyttu handritin með upphafsstöfum og myndum. Rannsóknir af því tagi eru öflugar erlendis, einkum í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu, en eru rétt að hefjast hér á landi og ættu að skila árangri innan fárra ára. Ólíklegt er að gripið verði til svo róttækrar og kostnaðarsamrar aðgerðar að greina erfðaefni í skinninu, enda yrði þá að taka (örsmá) sýni úr handritunum sjálfum. Það taka handritaverðir varla í mál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundar

Már Jónsson

prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

26.3.2001

Spyrjandi

Gunnar Sigurðsson

Tilvísun

Már Jónsson og Guðmundur Eggertsson. „Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu? “ Vísindavefurinn, 26. mars 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1422.

Már Jónsson og Guðmundur Eggertsson. (2001, 26. mars). Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1422

Már Jónsson og Guðmundur Eggertsson. „Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu? “ Vísindavefurinn. 26. mar. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1422>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu?
Varðveitt íslensk skinnhandrit og handritsbrot eru rétt rúmlega 1000 að tölu. Helmingur þeirra er aðeins eitt eða tvö blöð og aðeins 300 eru meira en 24 blöð. Mjög mikið hefur þar af leiðandi glatast. Allar líkur eru á að þessi handrit hafi verið framleidd hér á landi en lítið sem ekkert er vitað um það hvernig það fór fram. Ekki er einu sinni vitað fyrir víst hvaða dýrategundir urðu fyrir valinu þótt flest bendi til að kálfskinn hafi verið notuð fremur en sauðskinn eða lambskinn. Þetta þyrfti að athuga betur og nægir að hafa góða smásjá við hendina.

Niðurstöður Rannvers Hannessonar forvarðar eftir efnagreiningu örlítilla búta úr nokkrum skjölum benda til að verkunaraðferðir hafi verið eitthvað einfaldari en tíðkuðust í Evrópu, en varla mjög ólíkar samt. Það þýðir að húðir voru lagðar í bleyti til þess að hárið losnaði af. Síðan voru þær strekktar og látnar þorna en að því loknu var skinnið skafið vandlega beggja megin svo að hægt yrði að skrifa á það. Útkoman var bókfell, sem heitir pergament á erlendum málum. Ekki væri ónýtt að vita meira um þetta, til dæmis um þau efni sem sett voru í sútunarvökvann og sýrustig hans!



Ekki er vitað til þess að erfðaefni hafi nokkurs staðar verið einangrað úr bókfelli. Raunar er fremur ósennilegt að heillegt DNA sé eftir í gömlu skinni. Hins vegar kann að leynast á því DNA-mengun af höndum þeirra sem handleikið hafa handritin á liðnum árum! Það er hvort tveggja að DNA endist illa og enn frekar hitt að ofangreind verkun á húðum hlýtur að hafa stuðlað að eyðileggingu viðkvæmra frumuhluta og sameinda á borð við DNA. Það sem eftir stendur er væntanlega flækja eðlissviptra húðprótína.

Þó má velta því fyrir sér hvort einhver agnarögn af DNA hafi staðist verkunina og hvort eitthvert brot af þeirri ögn gæti enn verið það lítið skemmt að magna mætti það upp og nota til greiningar. Um það skal ekkert fullyrt að óreyndu. Svo má líka spyrja hvort einangrun á DNA úr skinninu geti yfirleitt gefið marktækar upplýsingar um uppruna þess. Ætla má að húsdýr hafi komið með landnámsmönnum frá sömu stöðum og þeir. Niðurstöður rannsókna benda til þess að íslenski nautgripastofninn sé af norskum uppruna. DNA athugun mundi því ekki greina á milli norsks og íslensks uppruna.

Við hagstæð skilyrði getur DNA í lífrænum leifum vissulega varðveist í þúsundir ára, að minnsta kosti það vel að dugi til greiningar. Þannig hefur DNA verið einangrað úr nokkur þúsund ára gömlum múmíum og jafnvel úr meira en þrjátíu þúsund ára gömlum beinum beinum Neanderdalsmannsins. Hefði ómeðhöndluð húð verið geymd við hagstæð skilyrði í þúsund ár væri eflaust hægt að einangra DNA úr henni. Eins má ímynda sér að notast megi við óskemmd hár sem enn er að finna í allmörgum handritum, til dæmis Flateyjarbók (GKS 1005 fol.). Þar sem göt hafa myndast í skinnið fyrir verkun eru stundum hár eftir sem standa þannig inn í gatinu að þau hafa sloppið þegar skinnið var skafið. Nútímaaðferðir til að magna upp DNA úr sýnum eru ofurnæmar og örsmá sýni geta nægt.



Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til að ná DNA úr margra milljóna ára gömlum dýra- og jurtaleifum, jafnvel úr leifum risaeðla sem dóu út fyrir 65 milljónum ára. Í fyrstu var mikið um jákvæðar niðurstöður en fæstar þeirra, ef nokkrar, hafa staðist nákvæmari próf. Oft virðast menn þá hafa verið að magna upp „mengun“ eða aðskota-DNA. Ekki er til dæmis ólíklegt að utan á handritaskinninu sé eitthvað af sveppa- og bakteríuleifum auk leifa húðfrumna þeirra sem hafa handleikið þau í tímans rás. Aðskota-DNA gæti flækt málin en auðvelt ætti að vera að greina það frá eiginlegu DNA úr dýrum. Langskemmtilegast væri að finna DNA af höndum skrifarans og annarra sem unnið hafa við gerð handritsins en líklega er nú ekki mikið eftir af því.

Þessi forvitnilega spurning minnir á að rannsóknir á íslenskum handritum eru afar skammt á veg komnar. Eins og þegar er getið vitum við nánast ekkert um verkunaraðferðir, en hið sama á við um hvernig eiginlegar bækur voru búnar til úr bókfelli og hvernig búið var í haginn fyrir skrifara og listamenn sem síðan skreyttu handritin með upphafsstöfum og myndum. Rannsóknir af því tagi eru öflugar erlendis, einkum í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu, en eru rétt að hefjast hér á landi og ættu að skila árangri innan fárra ára. Ólíklegt er að gripið verði til svo róttækrar og kostnaðarsamrar aðgerðar að greina erfðaefni í skinninu, enda yrði þá að taka (örsmá) sýni úr handritunum sjálfum. Það taka handritaverðir varla í mál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...