Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:13 • Sest 06:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:06 • Síðdegis: 14:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:29 • Síðdegis: 20:53 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:13 • Sest 06:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:06 • Síðdegis: 14:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:29 • Síðdegis: 20:53 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heitir jólaskrautið músastigi þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur nafnið á jólaskrautinu "músastigi"? Af hverju er þetta kennt við mýs?

Orðið músastigi er að öllum líkindum tökuorð úr dönsku frá því rétt fyrir miðja 20. öld. Um er að ræða jólaskraut úr mislitum pappír sem börn bjuggu gjarnan til fyrir jólin og hengdu upp hingað og þangað. Elsta dæmið á timarit.is er úr tímaritinu Femina frá 1946:

Hann dró samanbrotinn músastiga upp úr vasa sínum og fleygði öðrum enda hans á gólfið, svo að hann lá þar og hlykkjaðist eins og rauð slanga úr silkipappír

Á dönsku heitir pappírsskrautið musetrappe (trappe = stigi) og hafa þrepin þótt heppileg fyrir mýs að príla upp. Músastigi minnir á lítinn stiga með litlum þrepum. Mýs voru áður fyrr ekki óalgengar í híbýlum fólks.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.12.2026

Spyrjandi

Úlfar

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir jólaskrautið músastigi þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2026, sótt 30. desember 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88263.

Guðrún Kvaran. (2026, 30. desember). Af hverju heitir jólaskrautið músastigi þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88263

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir jólaskrautið músastigi þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2026. Vefsíða. 30. des. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88263>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir jólaskrautið músastigi þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur nafnið á jólaskrautinu "músastigi"? Af hverju er þetta kennt við mýs?

Orðið músastigi er að öllum líkindum tökuorð úr dönsku frá því rétt fyrir miðja 20. öld. Um er að ræða jólaskraut úr mislitum pappír sem börn bjuggu gjarnan til fyrir jólin og hengdu upp hingað og þangað. Elsta dæmið á timarit.is er úr tímaritinu Femina frá 1946:

Hann dró samanbrotinn músastiga upp úr vasa sínum og fleygði öðrum enda hans á gólfið, svo að hann lá þar og hlykkjaðist eins og rauð slanga úr silkipappír

Á dönsku heitir pappírsskrautið musetrappe (trappe = stigi) og hafa þrepin þótt heppileg fyrir mýs að príla upp. Músastigi minnir á lítinn stiga með litlum þrepum. Mýs voru áður fyrr ekki óalgengar í híbýlum fólks.

Heimildir og mynd:

...