Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:05 • Síðdegis: 18:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:19 • Síðdegis: 24:20 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:05 • Síðdegis: 18:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:19 • Síðdegis: 24:20 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru gammosíur og hvaðan kemur þetta orð?

Trausti Dagsson

Á köldum vetrardögum var ekki óalgeng krafa hjá foreldrum á síðustu öld að börn þeirra færu í gammosíur innan undir buxurnar eða pilsin til að þeim yrði ekki of kalt, nema það væri svo kalt að þau þyrftu að klæðast föðurlandi. Nú hafa orðin leggings eða sokkabuxur að mestu leyst gammosíur af hólmi og orðið virkar kannski framandi á mörg börn.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er orðið gammosía komið úr dönsku, gamache eða gamaske. Í Ordbog over det danske sprog segir um orðið gamache að það sé ‘beklædning af læder, klæde ell. strikket stof, som knappes ell. spændes fast over det nederste af benene og over vristen’ eða á íslensku: „fatnaður úr leðri, efni eða prjónaefni sem er hnepptur eða festur yfir neðri hluta fótleggja og yfir ökkla“. Þessi lýsing gæti verið kunnugleg því að lesendur Andrésar andar geta þarna þekkt hinar einkennandi legghlífar Jóakims Aðalandar.

Í Íslenskri orðsifjabók er sagt að danska orðið gamache sé komið úr frönsku en þaðan hafi það komið úr arabísku, gadāmasī og að upprunalega merkingin sé tengd bænum Ghadames í Trípólí í Líbýu og merki ‘leður frá Gadames’.

Orðið hefur því ferðast langan veg og merking þess á íslensku færst frá því að vera leðurhlíf yfir ristina frá Líbýu yfir á prjónabuxur á Íslandi.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er fengið úr Jóladagatali Árnastofnunar 2025 og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Dagsson

verkefnisstjóri hjá Árnastofnun

Útgáfudagur

19.12.2025

Spyrjandi

Svandís

Tilvísun

Trausti Dagsson. „Hvað eru gammosíur og hvaðan kemur þetta orð?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2025, sótt 19. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88307.

Trausti Dagsson. (2025, 19. desember). Hvað eru gammosíur og hvaðan kemur þetta orð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88307

Trausti Dagsson. „Hvað eru gammosíur og hvaðan kemur þetta orð?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2025. Vefsíða. 19. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88307>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru gammosíur og hvaðan kemur þetta orð?
Á köldum vetrardögum var ekki óalgeng krafa hjá foreldrum á síðustu öld að börn þeirra færu í gammosíur innan undir buxurnar eða pilsin til að þeim yrði ekki of kalt, nema það væri svo kalt að þau þyrftu að klæðast föðurlandi. Nú hafa orðin leggings eða sokkabuxur að mestu leyst gammosíur af hólmi og orðið virkar kannski framandi á mörg börn.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er orðið gammosía komið úr dönsku, gamache eða gamaske. Í Ordbog over det danske sprog segir um orðið gamache að það sé ‘beklædning af læder, klæde ell. strikket stof, som knappes ell. spændes fast over det nederste af benene og over vristen’ eða á íslensku: „fatnaður úr leðri, efni eða prjónaefni sem er hnepptur eða festur yfir neðri hluta fótleggja og yfir ökkla“. Þessi lýsing gæti verið kunnugleg því að lesendur Andrésar andar geta þarna þekkt hinar einkennandi legghlífar Jóakims Aðalandar.

Í Íslenskri orðsifjabók er sagt að danska orðið gamache sé komið úr frönsku en þaðan hafi það komið úr arabísku, gadāmasī og að upprunalega merkingin sé tengd bænum Ghadames í Trípólí í Líbýu og merki ‘leður frá Gadames’.

Orðið hefur því ferðast langan veg og merking þess á íslensku færst frá því að vera leðurhlíf yfir ristina frá Líbýu yfir á prjónabuxur á Íslandi.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er fengið úr Jóladagatali Árnastofnunar 2025 og birt með góðfúslegu leyfi. ...