jóladagur (12. öld)Flest þessara orða eru þekkt í dag og mörg þeirra enn í fullri notkun. Þó hefur merkingin í sumum tilvikum breyst. Til dæmis voru jólabækur á fyrri öldum sérstakar bækur sem tilheyrðu kirkjum og notaðar voru við messuhald um jól. Orðið jóladrykkja vísar til veisluhalda sem lýst er í gömlum heimildum. Það er því löng hefð í íslensku fyrir jólaorðum og sífellt bætast ný og ný við, til dæmis jólahlaðborð sem fyrst er minnst á í dagblaði árið 1981, jólahnetusteik sem sést á prenti árið 2000 og jólajóga sem auglýst er 2013. Tilvísun:
jólafasta (12. öld)
jólaboð (13. öld)
jólagjöf (13. öld)
jólahald (13. öld)
jólanótt (13. öld)
jólaveisla (13. öld)
jólabúnaður (14. öld)
jóladrykkja (14. öld)
jóladrykkur (14. öld)
jólafriður (14. öld)
jólahátíð (14. öld)
jólaöl (14. öld)
jólabók (15. öld)
jólavika (15. öld)
jólatungl (16. öld)[1]
- ^ Aldur elstu dæmanna á þessum lista var fundinn með hjálp fornmálaorðabókarinnar ONP: Ordbog over det norrøne prosasprog.
- AM 371 4to (Hauksbók, tímasett 1302-1310) bls. 6r lína 14. Þar stendur „þeir attv iola dryckiv ok veitti Eirikr vel fyʀi“. Orðið sem dregið er fram á myndinni er „jóladrykkja“. https://handrit.is/manuscript/view/is/AM04-0371/13?iabr=on#page/5v/mode/2up
