Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:30 • Sest 19:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:18 • Síðdegis: 20:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:01 • Síðdegis: 14:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:30 • Sest 19:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:18 • Síðdegis: 20:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:01 • Síðdegis: 14:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er löng hefð fyrir alls konar jólaorðum á íslensku?

Ellert Þór Jóhannsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Á þessum árstíma færist notkun á „jólaorðum“ mjög í aukana. Talað er um jólatré, jólagjöf, jólafrí, jólamat, jólasvein, jólaball, jóladagatal, jólaseríu og svo mætti lengi telja. Orðið jól er náttúrlega venjulegt íslenskt orð og því er hægt að mynda með því ýmsar samsetningar. Orðmyndun af þessu tagi er því fullkomlega eðlileg.

Jól hafa lengi verið haldin hátíðleg í Norður-Evrópu til að fagna vetrarsólhvörfum og tíðkuðust slíkir jólafögnuðir löngu áður en kristni náði fótfestu. Orðið er gamalt og þekkt úr öðrum norrænum og germönskum málum þótt uppruninn sé að mörgu leyti umdeildur. Það finnst í íslenskum rituðum heimildum allt frá upphafi ritaldar á 12. öld og er einnig notað í ýmiss konar samsettum orðum frá elstu tíð. Hér eru nokkur dæmi um gömul jólaorð:
jóladagur (12. öld)
jólafasta (12. öld)
jólaboð (13. öld)
jólagjöf (13. öld)
jólahald (13. öld)
jólanótt (13. öld)
jólaveisla (13. öld)
jólabúnaður (14. öld)
jóladrykkja (14. öld)
jóladrykkur (14. öld)
jólafriður (14. öld)
jólahátíð (14. öld)
jólaöl (14. öld)
jólabók (15. öld)
jólavika (15. öld)
jólatungl (16. öld)[1]

Flest þessara orða eru þekkt í dag og mörg þeirra enn í fullri notkun. Þó hefur merkingin í sumum tilvikum breyst. Til dæmis voru jólabækur á fyrri öldum sérstakar bækur sem tilheyrðu kirkjum og notaðar voru við messuhald um jól. Orðið jóladrykkja vísar til veisluhalda sem lýst er í gömlum heimildum.

Það er því löng hefð í íslensku fyrir jólaorðum og sífellt bætast ný og ný við, til dæmis jólahlaðborð sem fyrst er minnst á í dagblaði árið 1981, jólahnetusteik sem sést á prenti árið 2000 og jólajóga sem auglýst er 2013.

Tilvísun:
  1. ^ Aldur elstu dæmanna á þessum lista var fundinn með hjálp fornmálaorðabókarinnar ONP: Ordbog over det norrøne prosasprog.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr glugganum fyrir 14. desember í Jóladagatali Árnastofnunar 2025 og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Ellert Þór Jóhannsson

rannsóknarlektor á Árnastofnun

Útgáfudagur

23.12.2025

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ellert Þór Jóhannsson. „Er löng hefð fyrir alls konar jólaorðum á íslensku?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2025, sótt 23. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88350.

Ellert Þór Jóhannsson. (2025, 23. desember). Er löng hefð fyrir alls konar jólaorðum á íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88350

Ellert Þór Jóhannsson. „Er löng hefð fyrir alls konar jólaorðum á íslensku?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2025. Vefsíða. 23. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88350>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er löng hefð fyrir alls konar jólaorðum á íslensku?
Á þessum árstíma færist notkun á „jólaorðum“ mjög í aukana. Talað er um jólatré, jólagjöf, jólafrí, jólamat, jólasvein, jólaball, jóladagatal, jólaseríu og svo mætti lengi telja. Orðið jól er náttúrlega venjulegt íslenskt orð og því er hægt að mynda með því ýmsar samsetningar. Orðmyndun af þessu tagi er því fullkomlega eðlileg.

Jól hafa lengi verið haldin hátíðleg í Norður-Evrópu til að fagna vetrarsólhvörfum og tíðkuðust slíkir jólafögnuðir löngu áður en kristni náði fótfestu. Orðið er gamalt og þekkt úr öðrum norrænum og germönskum málum þótt uppruninn sé að mörgu leyti umdeildur. Það finnst í íslenskum rituðum heimildum allt frá upphafi ritaldar á 12. öld og er einnig notað í ýmiss konar samsettum orðum frá elstu tíð. Hér eru nokkur dæmi um gömul jólaorð:
jóladagur (12. öld)
jólafasta (12. öld)
jólaboð (13. öld)
jólagjöf (13. öld)
jólahald (13. öld)
jólanótt (13. öld)
jólaveisla (13. öld)
jólabúnaður (14. öld)
jóladrykkja (14. öld)
jóladrykkur (14. öld)
jólafriður (14. öld)
jólahátíð (14. öld)
jólaöl (14. öld)
jólabók (15. öld)
jólavika (15. öld)
jólatungl (16. öld)[1]

Flest þessara orða eru þekkt í dag og mörg þeirra enn í fullri notkun. Þó hefur merkingin í sumum tilvikum breyst. Til dæmis voru jólabækur á fyrri öldum sérstakar bækur sem tilheyrðu kirkjum og notaðar voru við messuhald um jól. Orðið jóladrykkja vísar til veisluhalda sem lýst er í gömlum heimildum.

Það er því löng hefð í íslensku fyrir jólaorðum og sífellt bætast ný og ný við, til dæmis jólahlaðborð sem fyrst er minnst á í dagblaði árið 1981, jólahnetusteik sem sést á prenti árið 2000 og jólajóga sem auglýst er 2013.

Tilvísun:
  1. ^ Aldur elstu dæmanna á þessum lista var fundinn með hjálp fornmálaorðabókarinnar ONP: Ordbog over det norrøne prosasprog.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr glugganum fyrir 14. desember í Jóladagatali Árnastofnunar 2025 og birt með góðfúslegu leyfi.

...