Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Spurt er um afl loftnets og strauma og spennur í fæðilínu við tilteknar aðstæður.

Vilhjálmur Þór Kjartansson

Spurningin í heild er sem hér segir:
Hvað er hægt að búast við að loftnet útgeisli miklu afli frá sendi sem er 10kw með 50 ohm útg. Loftnetsaðlögun við sendi. Fæðilína til loftnets 50 ohm coax 1.5/8", 200 metrar. Loftnet tvípóll skorinn fyrir 6 MHZ. Hvert yrði hugsanlega útgeislað afl loftnetsins við tíðnirnar a) 2 MHz, b) 8MHz, c)12MHz, d)16MHz, og hverjir eru straumar og spennur í fæðulínunni við þessar aðstæður? Aðeins í grófum dráttum.

Ef loftnetið er venjulegur grannur hálfbylgjutvípóll án sérstakra ráðstafana til að tryggja bandbreidd, er slæm aðlögun milli fæðilínu og loftnets á téðum tíðnum, sérstaklega á 12 MHz. Mesta spenna og straumur í fæðilínu verða þá mun hærri en ella og tap í henni vex, hugsanlega væri þoli línunnar ofgert. Eftir atvikum gæti áraun á aðlögunarrásina milli sendis og fæðilínu orðið óeðlilega mikil.

Þetta fyrirkomulag getur verið réttlætanlegt í einföldunarskyni, ef hámarks nýtni er ekki meginforsenda. Verkfræðileg úrlausn sem sýndi hvort það er viðunandi er of viðamikil fyrir þennan vettvang.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Höfundur

lektor í rafmagnsverkfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.2.2000

Spyrjandi

Steingrímur Sigfússon

Tilvísun

Vilhjálmur Þór Kjartansson. „Spurt er um afl loftnets og strauma og spennur í fæðilínu við tilteknar aðstæður..“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2000. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=89.

Vilhjálmur Þór Kjartansson. (2000, 14. febrúar). Spurt er um afl loftnets og strauma og spennur í fæðilínu við tilteknar aðstæður.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=89

Vilhjálmur Þór Kjartansson. „Spurt er um afl loftnets og strauma og spennur í fæðilínu við tilteknar aðstæður..“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2000. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=89>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Spurt er um afl loftnets og strauma og spennur í fæðilínu við tilteknar aðstæður.
Spurningin í heild er sem hér segir:

Hvað er hægt að búast við að loftnet útgeisli miklu afli frá sendi sem er 10kw með 50 ohm útg. Loftnetsaðlögun við sendi. Fæðilína til loftnets 50 ohm coax 1.5/8", 200 metrar. Loftnet tvípóll skorinn fyrir 6 MHZ. Hvert yrði hugsanlega útgeislað afl loftnetsins við tíðnirnar a) 2 MHz, b) 8MHz, c)12MHz, d)16MHz, og hverjir eru straumar og spennur í fæðulínunni við þessar aðstæður? Aðeins í grófum dráttum.

Ef loftnetið er venjulegur grannur hálfbylgjutvípóll án sérstakra ráðstafana til að tryggja bandbreidd, er slæm aðlögun milli fæðilínu og loftnets á téðum tíðnum, sérstaklega á 12 MHz. Mesta spenna og straumur í fæðilínu verða þá mun hærri en ella og tap í henni vex, hugsanlega væri þoli línunnar ofgert. Eftir atvikum gæti áraun á aðlögunarrásina milli sendis og fæðilínu orðið óeðlilega mikil.

Þetta fyrirkomulag getur verið réttlætanlegt í einföldunarskyni, ef hámarks nýtni er ekki meginforsenda. Verkfræðileg úrlausn sem sýndi hvort það er viðunandi er of viðamikil fyrir þennan vettvang.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

...