Mynd 1. Myndin sýnir uppbyggingu nætursjónauka. Upplýsingar um myndefnið koma inn með daufu mynstri í ljóseindaþéttleika frá vinstri og er skilað út með sterkara mynstri til hægri. Plata A millifærir ljóseindastraum í rafeindastraum, plata B magnar rafeindastrauminn og plata C millifærir aftur í ljóseindastraum. Spennumunur er settur upp milli plananna a, b, c og d eftir þörfum eins og nánar er útfært í megintexta.

Mynd 2. Lokamyndin sem athugandi sér í nætursjónauka verður einlit, oftast með grænum blæ. Ástæðan er sú að millifærslan milli ljóseinda og rafeinda varðveitir ekki upplýsingar um lit.
Mynd 3. Örpípuplatan (merkt B á mynd 1) er byggð upp sem safn af smásæum pípum með lengdarás sem myndar svolítið horn við ás nætursjónaukans. Hröðunarspenna sem er lögð á milli endaflata plötunnar gefur rafeindastraumi í pípunum hröðun til hægri. Rafeindirnar rekast á veggina og losa við það fleiri rafeindir svo rafstraumurinn í hverri pípu vex á leiðinni í gegnum pípuna. Örpípuplatan myndar þannig fjölrása straummagnara.
- Mynd 1 og 3: AÓ.
- Mynd 2: File:Gen3 Vs Gen2 IIT.jpg+ - Wikimedia Commons. (Sótt 30.08.2018).