Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru strákar algengari en stelpur?

Ásgeir Haraldsson

Svarið er já, strákar eru algengari en stelpur. Ástæðan er auðvitað sú, að fleiri strákar en stelpur fæðast. 'Hvers vegna fæðast fleiri strákar en stelpur?' er þá næsta spurning og öllu erfiðari. Fjölmargir vísindamenn og fræðimenn hafa velt þeirri spurningu fyrir sér. Segja má, að enn sé svar við þeirri spurningu ófundið.


Margar tilgátur hafa þó verið settar fram og prófaðar en ekki staðfestar. Því hefur til dæmis verið haldið fram að karlkyns sæðisfrumur séu fljótari en kvenkyns frumurnar og séu því líklegri til að ná fyrst markmiði sínu, egginu. Á móti kemur þá að kvenkyns sæðisfrumur lifa lengur, þær hafa því lengri tíma til að finna eggið og frjóvga það. Nokkrar rannsóknir hafa bent til þess að fleiri egg séu frjóvguð með frumum sem innihalda kvenkynslitninga en karlkynslitninga. Hins vegar séu fósturlát á fyrsta þriðjungi meðgöngu algengari hjá kvenkyns en karlkyns fóstrum. Um þetta eru þó einnig skiptar skoðanir.

Rannsakað hefur verið ítarlega hvort ákveðnar konur séu líklegri til að fæða drengi en stúlkur í endurteknum meðgöngum. Þó að sú saga sé lífseig virðist hún ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Þá hefur ekki fundist fylgni við félagslegar eða fjárhagslegar kringumstæður foreldra né við aldur móður. Svo virðist einnig sem nokkrar en óverulegar sveiflur milli ára séu á kynjahlutfallinu. Þessar sveiflur eru þó varla marktækar. Enn fremur hefur ekki fundist munur á kynjahlutfalli eftir árstíðum. Það virðist því með öðrum orðum vera einföld grundvallarstaðreynd að fleiri strákar en stelpur fæðist. Líffræðilegar eða lífeðlisfræðilegar orsakir þess eru enn óljósar og hugsanlegt, að ýmsir þættir spili inn í.

Margir aðilar hafa í gegnum aldirnar reynt að spá fyrir um kyn ófædds barns með lélegum árangri. Ýmsum brögðum hefur verið beitt. Snjallastur var ef til vill Frakkinn sem spáði gegn greiðslu fyrir um kyn ófædds barns með einfaldri handayfirlagningu. Í um helmingi tilfella hafði hann rétt fyrir sér! Þegar foreldrar gerðu athugasemd við ranga niðurstöðu var þeim boðin endurgreiðsla.

Eins og fram hefur komið eru strákar algengari en stelpur. Í þjóðfélaginu er strákum hins vegar hættara við slysum og áföllum á unga aldri. Konur eru jafnframt langlífari en karlar. Því er það í mörgum þjóðfélögum svo, þó að nýfæddir strákar séu fleiri en stelpurnar, að konur eru jafnmargar og karlarnir eða jafnvel fleiri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

prófessor í barnalækningum við HÍ

Útgáfudagur

15.9.2000

Spyrjandi

Ellen Helga Steingrímsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Ásgeir Haraldsson. „Eru strákar algengari en stelpur?“ Vísindavefurinn, 15. september 2000, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=910.

Ásgeir Haraldsson. (2000, 15. september). Eru strákar algengari en stelpur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=910

Ásgeir Haraldsson. „Eru strákar algengari en stelpur?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2000. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=910>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru strákar algengari en stelpur?
Svarið er já, strákar eru algengari en stelpur. Ástæðan er auðvitað sú, að fleiri strákar en stelpur fæðast. 'Hvers vegna fæðast fleiri strákar en stelpur?' er þá næsta spurning og öllu erfiðari. Fjölmargir vísindamenn og fræðimenn hafa velt þeirri spurningu fyrir sér. Segja má, að enn sé svar við þeirri spurningu ófundið.


Margar tilgátur hafa þó verið settar fram og prófaðar en ekki staðfestar. Því hefur til dæmis verið haldið fram að karlkyns sæðisfrumur séu fljótari en kvenkyns frumurnar og séu því líklegri til að ná fyrst markmiði sínu, egginu. Á móti kemur þá að kvenkyns sæðisfrumur lifa lengur, þær hafa því lengri tíma til að finna eggið og frjóvga það. Nokkrar rannsóknir hafa bent til þess að fleiri egg séu frjóvguð með frumum sem innihalda kvenkynslitninga en karlkynslitninga. Hins vegar séu fósturlát á fyrsta þriðjungi meðgöngu algengari hjá kvenkyns en karlkyns fóstrum. Um þetta eru þó einnig skiptar skoðanir.

Rannsakað hefur verið ítarlega hvort ákveðnar konur séu líklegri til að fæða drengi en stúlkur í endurteknum meðgöngum. Þó að sú saga sé lífseig virðist hún ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Þá hefur ekki fundist fylgni við félagslegar eða fjárhagslegar kringumstæður foreldra né við aldur móður. Svo virðist einnig sem nokkrar en óverulegar sveiflur milli ára séu á kynjahlutfallinu. Þessar sveiflur eru þó varla marktækar. Enn fremur hefur ekki fundist munur á kynjahlutfalli eftir árstíðum. Það virðist því með öðrum orðum vera einföld grundvallarstaðreynd að fleiri strákar en stelpur fæðist. Líffræðilegar eða lífeðlisfræðilegar orsakir þess eru enn óljósar og hugsanlegt, að ýmsir þættir spili inn í.

Margir aðilar hafa í gegnum aldirnar reynt að spá fyrir um kyn ófædds barns með lélegum árangri. Ýmsum brögðum hefur verið beitt. Snjallastur var ef til vill Frakkinn sem spáði gegn greiðslu fyrir um kyn ófædds barns með einfaldri handayfirlagningu. Í um helmingi tilfella hafði hann rétt fyrir sér! Þegar foreldrar gerðu athugasemd við ranga niðurstöðu var þeim boðin endurgreiðsla.

Eins og fram hefur komið eru strákar algengari en stelpur. Í þjóðfélaginu er strákum hins vegar hættara við slysum og áföllum á unga aldri. Konur eru jafnframt langlífari en karlar. Því er það í mörgum þjóðfélögum svo, þó að nýfæddir strákar séu fleiri en stelpurnar, að konur eru jafnmargar og karlarnir eða jafnvel fleiri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...