Margar tilgátur hafa þó verið settar fram og prófaðar en ekki staðfestar. Því hefur til dæmis verið haldið fram að karlkyns sæðisfrumur séu fljótari en kvenkyns frumurnar og séu því líklegri til að ná fyrst markmiði sínu, egginu. Á móti kemur þá að kvenkyns sæðisfrumur lifa lengur, þær hafa því lengri tíma til að finna eggið og frjóvga það. Nokkrar rannsóknir hafa bent til þess að fleiri egg séu frjóvguð með frumum sem innihalda kvenkynslitninga en karlkynslitninga. Hins vegar séu fósturlát á fyrsta þriðjungi meðgöngu algengari hjá kvenkyns en karlkyns fóstrum. Um þetta eru þó einnig skiptar skoðanir.
- Hvernig hefur fæðingartíðni breyst gegnum árin? eftir Stefán Hrafn Jónsson
- Hvað eru strákar mörg prósent af heiminum og hvað eru stelpur mörg prósent? eftir EDS
- Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Hvað eru mörg börn í heiminum? eftir EDS
- Hvað eru til margir menn og konur í heiminum? eftir JGÞ og EDS
- Wikipedia.com. Sótt 10.12.2010.