Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað rokkar feitt?

Aðalsteinn Eyþórsson

Eitt af því sem einkennir slangur er hversu óstöðugt það er. Orð og orðasambönd komast í tísku og ná fjöldahylli á undraskömmum tíma en víkja síðan jafnhratt fyrir nýrri tísku. Stundum eru tískuorðin fengin að láni úr öðrum málum, oftast ensku, sum eru innlend nýsköpun og einnig er algengt að alþekkt íslensk orð séu notuð á annan hátt en tíðkast hefur. Það síðastnefnda á við um notkun orðmyndarinnar feitt í slangri.

Orðmyndin feitt telst vera hvorugkyn lýsingarorðsins feitur, eins og flestir vita, en það ágæta lýsingarorð er algengt í ýmsum merkingum, talað er um feitan mat (ekki síst kjöt), feitt fólk og feit dýr, feitt letur og jafnvel feit embætti.

Í slangri bregður hinsvegar svo við að feitt er orðið að atviksorði, eins og meðal annars sést á því að það er gjarnan notað með sögnum. Það er ekki síst í orðasambandinu að rokka feitt sem þessi notkun birtist. Þetta orðalag er ekki einungis haft um rokkhljómsveitir og rokktónlist eins og ætla mætti, heldur felst í því almennt hrós sem getur átt við nánast hvað sem er. Eftirfarandi dæmi eru sótt á bloggsíður Netsins:

  • Amma mín er snilld, hún rokkar feitt, hún er besta kelling í heimi
  • Þessi bloggsíða rokkar feitt
  • Það rokkar feitt að missa af menningarnótt

Nokkur önnur orðasambönd með atviksorðinu feitt eru algeng í slangri, til að mynda að sökka feitt, sem er álíka neikvætt og það er jákvætt að rokka feitt, og að djamma feitt, um þróttmikið samkvæmislíf.

Sumum finnst feitt kjöt rokka feitt.

Atviksorðið feitt kemur þó fyrir í mun fjölskrúðugra samhengi. Það virðist notað í einhvers konar herðandi merkingu (svipað og mjög, ofsalega, og fleiri) í margvíslegum samböndum:

  • Ég var allavegana feitt að fíla mig
  • Ég er að spekúlera í að vera feitt dugleg í jólafríinu
  • Ég væri feitt til í að sjá Queen á sviði
  • Það snjóaði feitt 29. des
  • Einhver var að græða feitt á þessu balli
  • Við urðum feitt pirraðar

Ef leita ætti uppruna eða fyrirmynda að þessari orðanotkun er nærtækt að hugsa til dansks slangurs þar sem lýsingarorðið fed 'feitur' hefur tíðkast í merkingunni 'frábær' í meira en 30 ár. Í dönsku slangri fyrirfinnst reyndar einnig samsetta lýsingarorðið rocker-fed í sömu merkingu og minnir það óneitanlega á orðasambandið að rokka feitt en hér verður þó ekkert fullyrt um samhengi þar á milli. Þá er þess að geta að lýsingarorðið feitur í merkingunni 'góður, frábær' kemur einnig fyrir í íslensku slangri, eins sést á eftirfarandi dæmum (af Netinu):

  • Mér finnst bloggið mitt vera feitt
  • Hann ... er kominn með feitt comeback í blogginu
  • Þar fara saman fegurstu ballöður, frábærar raddsetningar og feitt rokk
  • Snarpur fundur og feitt partý

Það má kallast kostuleg þverstæða að lýsingarorðinu feitur (og samsvarandi atviksorði) skuli hafa hlotnast svona jákvæð merking í slangri, á tímum þegar hverskyns fita er heldur illa þokkuð - að vera feitur er víst ekki meðal þess sem „rokkar feitt“ að dómi slangurmæltra unglinga.

Mynd.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Aðalsteinn Eyþórsson

íslenskufræðingur

Útgáfudagur

14.6.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Aðalsteinn Eyþórsson. „Hvað rokkar feitt?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2013. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65397.

Aðalsteinn Eyþórsson. (2013, 14. júní). Hvað rokkar feitt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65397

Aðalsteinn Eyþórsson. „Hvað rokkar feitt?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2013. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65397>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað rokkar feitt?
Eitt af því sem einkennir slangur er hversu óstöðugt það er. Orð og orðasambönd komast í tísku og ná fjöldahylli á undraskömmum tíma en víkja síðan jafnhratt fyrir nýrri tísku. Stundum eru tískuorðin fengin að láni úr öðrum málum, oftast ensku, sum eru innlend nýsköpun og einnig er algengt að alþekkt íslensk orð séu notuð á annan hátt en tíðkast hefur. Það síðastnefnda á við um notkun orðmyndarinnar feitt í slangri.

Orðmyndin feitt telst vera hvorugkyn lýsingarorðsins feitur, eins og flestir vita, en það ágæta lýsingarorð er algengt í ýmsum merkingum, talað er um feitan mat (ekki síst kjöt), feitt fólk og feit dýr, feitt letur og jafnvel feit embætti.

Í slangri bregður hinsvegar svo við að feitt er orðið að atviksorði, eins og meðal annars sést á því að það er gjarnan notað með sögnum. Það er ekki síst í orðasambandinu að rokka feitt sem þessi notkun birtist. Þetta orðalag er ekki einungis haft um rokkhljómsveitir og rokktónlist eins og ætla mætti, heldur felst í því almennt hrós sem getur átt við nánast hvað sem er. Eftirfarandi dæmi eru sótt á bloggsíður Netsins:

  • Amma mín er snilld, hún rokkar feitt, hún er besta kelling í heimi
  • Þessi bloggsíða rokkar feitt
  • Það rokkar feitt að missa af menningarnótt

Nokkur önnur orðasambönd með atviksorðinu feitt eru algeng í slangri, til að mynda að sökka feitt, sem er álíka neikvætt og það er jákvætt að rokka feitt, og að djamma feitt, um þróttmikið samkvæmislíf.

Sumum finnst feitt kjöt rokka feitt.

Atviksorðið feitt kemur þó fyrir í mun fjölskrúðugra samhengi. Það virðist notað í einhvers konar herðandi merkingu (svipað og mjög, ofsalega, og fleiri) í margvíslegum samböndum:

  • Ég var allavegana feitt að fíla mig
  • Ég er að spekúlera í að vera feitt dugleg í jólafríinu
  • Ég væri feitt til í að sjá Queen á sviði
  • Það snjóaði feitt 29. des
  • Einhver var að græða feitt á þessu balli
  • Við urðum feitt pirraðar

Ef leita ætti uppruna eða fyrirmynda að þessari orðanotkun er nærtækt að hugsa til dansks slangurs þar sem lýsingarorðið fed 'feitur' hefur tíðkast í merkingunni 'frábær' í meira en 30 ár. Í dönsku slangri fyrirfinnst reyndar einnig samsetta lýsingarorðið rocker-fed í sömu merkingu og minnir það óneitanlega á orðasambandið að rokka feitt en hér verður þó ekkert fullyrt um samhengi þar á milli. Þá er þess að geta að lýsingarorðið feitur í merkingunni 'góður, frábær' kemur einnig fyrir í íslensku slangri, eins sést á eftirfarandi dæmum (af Netinu):

  • Mér finnst bloggið mitt vera feitt
  • Hann ... er kominn með feitt comeback í blogginu
  • Þar fara saman fegurstu ballöður, frábærar raddsetningar og feitt rokk
  • Snarpur fundur og feitt partý

Það má kallast kostuleg þverstæða að lýsingarorðinu feitur (og samsvarandi atviksorði) skuli hafa hlotnast svona jákvæð merking í slangri, á tímum þegar hverskyns fita er heldur illa þokkuð - að vera feitur er víst ekki meðal þess sem „rokkar feitt“ að dómi slangurmæltra unglinga.

Mynd.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...