Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað er ExoMars 2016?

Sævar Helgi Bragason

ExoMars 2016 er fyrsti Marsleiðangurinn í ExoMars-geimáætlun ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu. Leiðangurinn samanstendur af brautarfari sem kallast Trace Gas Orbiter og tilraunarlendingarfari sem nefnist Schiaparelli. Geimförunum var skotið á loft 14. mars 2016. Sjö mánuðum síðar, þann 19. október 2016, fer Trace Gas Orbiter á braut um Mars. Sama dag lendir Schiaparelli á Mars.

Meginmarkmið ExoMars 2016 er að leita að vísbendingum um metan og önnur snefilefni í lofthjúpi Mars sem gætu bent til líffræðilegra eða jarðfræðilegra ferla á reikistjörnunni í nútíð eða fortíð. Önnur markmið eru að sýna fram á getu Evrópu til að lenda geimfari á Mars og koma endurvarpsstöð (Trace Gas Orbiter) á braut um rauðu plánetuna. Geimförin eru þannig liður í undirbúningi fyrir frekari Marsferðir ESA.

ExoMars 2016 Mars-leiðangur ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu.

ExoMars 2016 er annar leiðangur Evrópumanna til Mars og um leið önnur tilraun Evrópu til að lenda geimfari á þar. Í desember 2003 fór Mars Express-geimfar ESA á braut um Mars. Með í för var lítið lendingarfar, Beagle 2, sem lenti heilu og höldnu á Mars á jóladag 2003. Hins vegar náðist aldrei samband við Beagle 2 svo engin gögn fengust. Ekki var vitað um afdrif geimfarsins fyrr en það fannst á myndum Mars Reconnaissance Orbiter árið 2015.

Trace Gas Orbiter er kassalaga geimfar, 3,2 m x 2 m x 2 m að stærð. Sólarrafhlöður á tveimur þiljum sem samanlagt eru 17,5 metra á lengd enda á milli framleiða um 2000 W afl og knýja rafkerfi geimfarsins. Að auki eru tvær litínrafhlöður um borð sem hafa um það bil 5100 vattstundarýmd. Við geimskot vegur Trace Gas Orbiter í heild rúm 4 tonn. Þar af vega mælitækin 112 kg og Schiaparelli-lendingarfarið 600 kg.

Trace Gas Orbiter er ekki aðeins hugsað sem rannsóknarfar, heldur endurvarpsstöð fyrir aðra Marsleiðangra. Á geimfarinu er 2,2 metra breitt loftnet sem notað verður til að senda upplýsingar til og frá geimförum á yfirborði Mars í framtíðinni.

Eftir komuna til Mars í október 2016 verður braut Trace Gas Orbiter smám saman lagfærð. Rúmu ári síðar, í desember 2017, verður geimfarið komið á pólbraut um Mars í 400 km hæð. Þá hefjast rannsóknir formlega.

ExoMars-geimáætlun ESA samanstendur af tveimur leiðöngrum, brautarfari og tilraunarlendingu árið 2016 og jeppa árið 2020.

Schiaparelli er tilraunarfar sem ætlað er að sýna fram á getu Evrópumanna til að stýra lendingu stærri geimfara á Mars, það er jeppa árið 2020. Áður en það er gert þarf að prófa tækni og ferli sem notuð verða í komandi Marsleiðöngrum. Schiaparelli er skífulaga 1,65 metra breitt geimfar og vegur í heild 600 kg. Geimfarið gengur fyrir rafhlöðum og á að endast í um það bil viku.

Schiaparelli-tilraunarfarið er nefnt eftir ítalska stjörnufræðingnum Giovanni Schiaparelli (1835-1910) sem kortlagði yfirborð rauðu plánetunnar þegar hún var í heppilegri gagnstöðu árið 1877. Schiaparelli gerði athuganir í gegnum sjónauka og teiknaði net ráka sem hann taldi sig sjá á yfirborðinu. Hann gerði ráð fyrir að um náttúrulega árfarvegi væri að ræða og kallaði þá „canali“. Hugtakið var þýtt sem „áveituskurður“ og héldu margir að þeir væru skýrar vísbendingar um menningarsamfélag á Mars.


Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um ExoMars 2016 sem er að finna á Stjörnufræðivefnum og birtur hér með góðfúslegu leyfi aðstandenda vefsins. Myndir eru fengnar úr sömu grein en eru upphaflega frá ESA (Geimvísindastofnun Evrópu).

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

19.10.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er ExoMars 2016?“ Vísindavefurinn, 19. október 2016. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72853.

Sævar Helgi Bragason. (2016, 19. október). Hvað er ExoMars 2016? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72853

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er ExoMars 2016?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2016. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72853>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er ExoMars 2016?
ExoMars 2016 er fyrsti Marsleiðangurinn í ExoMars-geimáætlun ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu. Leiðangurinn samanstendur af brautarfari sem kallast Trace Gas Orbiter og tilraunarlendingarfari sem nefnist Schiaparelli. Geimförunum var skotið á loft 14. mars 2016. Sjö mánuðum síðar, þann 19. október 2016, fer Trace Gas Orbiter á braut um Mars. Sama dag lendir Schiaparelli á Mars.

Meginmarkmið ExoMars 2016 er að leita að vísbendingum um metan og önnur snefilefni í lofthjúpi Mars sem gætu bent til líffræðilegra eða jarðfræðilegra ferla á reikistjörnunni í nútíð eða fortíð. Önnur markmið eru að sýna fram á getu Evrópu til að lenda geimfari á Mars og koma endurvarpsstöð (Trace Gas Orbiter) á braut um rauðu plánetuna. Geimförin eru þannig liður í undirbúningi fyrir frekari Marsferðir ESA.

ExoMars 2016 Mars-leiðangur ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu.

ExoMars 2016 er annar leiðangur Evrópumanna til Mars og um leið önnur tilraun Evrópu til að lenda geimfari á þar. Í desember 2003 fór Mars Express-geimfar ESA á braut um Mars. Með í för var lítið lendingarfar, Beagle 2, sem lenti heilu og höldnu á Mars á jóladag 2003. Hins vegar náðist aldrei samband við Beagle 2 svo engin gögn fengust. Ekki var vitað um afdrif geimfarsins fyrr en það fannst á myndum Mars Reconnaissance Orbiter árið 2015.

Trace Gas Orbiter er kassalaga geimfar, 3,2 m x 2 m x 2 m að stærð. Sólarrafhlöður á tveimur þiljum sem samanlagt eru 17,5 metra á lengd enda á milli framleiða um 2000 W afl og knýja rafkerfi geimfarsins. Að auki eru tvær litínrafhlöður um borð sem hafa um það bil 5100 vattstundarýmd. Við geimskot vegur Trace Gas Orbiter í heild rúm 4 tonn. Þar af vega mælitækin 112 kg og Schiaparelli-lendingarfarið 600 kg.

Trace Gas Orbiter er ekki aðeins hugsað sem rannsóknarfar, heldur endurvarpsstöð fyrir aðra Marsleiðangra. Á geimfarinu er 2,2 metra breitt loftnet sem notað verður til að senda upplýsingar til og frá geimförum á yfirborði Mars í framtíðinni.

Eftir komuna til Mars í október 2016 verður braut Trace Gas Orbiter smám saman lagfærð. Rúmu ári síðar, í desember 2017, verður geimfarið komið á pólbraut um Mars í 400 km hæð. Þá hefjast rannsóknir formlega.

ExoMars-geimáætlun ESA samanstendur af tveimur leiðöngrum, brautarfari og tilraunarlendingu árið 2016 og jeppa árið 2020.

Schiaparelli er tilraunarfar sem ætlað er að sýna fram á getu Evrópumanna til að stýra lendingu stærri geimfara á Mars, það er jeppa árið 2020. Áður en það er gert þarf að prófa tækni og ferli sem notuð verða í komandi Marsleiðöngrum. Schiaparelli er skífulaga 1,65 metra breitt geimfar og vegur í heild 600 kg. Geimfarið gengur fyrir rafhlöðum og á að endast í um það bil viku.

Schiaparelli-tilraunarfarið er nefnt eftir ítalska stjörnufræðingnum Giovanni Schiaparelli (1835-1910) sem kortlagði yfirborð rauðu plánetunnar þegar hún var í heppilegri gagnstöðu árið 1877. Schiaparelli gerði athuganir í gegnum sjónauka og teiknaði net ráka sem hann taldi sig sjá á yfirborðinu. Hann gerði ráð fyrir að um náttúrulega árfarvegi væri að ræða og kallaði þá „canali“. Hugtakið var þýtt sem „áveituskurður“ og héldu margir að þeir væru skýrar vísbendingar um menningarsamfélag á Mars.


Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um ExoMars 2016 sem er að finna á Stjörnufræðivefnum og birtur hér með góðfúslegu leyfi aðstandenda vefsins. Myndir eru fengnar úr sömu grein en eru upphaflega frá ESA (Geimvísindastofnun Evrópu)....