Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?

Sævar Helgi Bragason og EDS

Könnunarjeppanum Curiosity, einnig þekktur sem Mars Science Laboratory (MSL), var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar.

Mars Science Laboratory þótti ekkert sérstaklega þjált og eftirminnilegt nafn. Þess vegna stóð NASA fyrir keppni meðal bandarískra skólabarna á aldrinum 5 til 18 ára í að gefa jeppanum nýtt nafn í samvinnu við Walt Disney, Pixar og teiknimyndina Wall-E. Yfir 9000 tillögur bárust og fékk almenningur að greiða níu bestu tillögunum atkvæði sitt.

Þann 27. maí 2009 tilkynnti NASA að Mars Science Laboratory skildi nefndur Curiosity eftir uppástungu 12 ára skólastúlku frá Kansas í Bandaríkjunum, Clöru Ma að nafni. Fyrir vikið fékk hún að rita verðlaunatillöguna á jeppann sjálfan.

Clara Ma við líkan af Marsjeppanum Curiosity.

Forverar Curiosity eru könnunarjepparnir Opportunity og Spirit sem lentu á Mars í janúar árið 2004. Þessir jeppar gengu upprunalega undir heitunum MER-1 og MER-2 en rétt eins og Curiosity fengu þeir ný nöfn eftir samkeppni á meðal skólabarna. Tillöguna að nöfnunum Opportunity og Spirit átti Sofi Collis frá Arizona sem þá var níu ára gömul.

Mynd:


Þetta svar er í grunninn hluti af lengri pistli um Curiosity en með viðbótum frá Vísindavefnum. Pistilinn í heild má finna á Stjörnufræðivefnum. Svarið er birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundar

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

13.8.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason og EDS. „Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2012, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63038.

Sævar Helgi Bragason og EDS. (2012, 13. ágúst). Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63038

Sævar Helgi Bragason og EDS. „Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2012. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63038>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?
Könnunarjeppanum Curiosity, einnig þekktur sem Mars Science Laboratory (MSL), var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar.

Mars Science Laboratory þótti ekkert sérstaklega þjált og eftirminnilegt nafn. Þess vegna stóð NASA fyrir keppni meðal bandarískra skólabarna á aldrinum 5 til 18 ára í að gefa jeppanum nýtt nafn í samvinnu við Walt Disney, Pixar og teiknimyndina Wall-E. Yfir 9000 tillögur bárust og fékk almenningur að greiða níu bestu tillögunum atkvæði sitt.

Þann 27. maí 2009 tilkynnti NASA að Mars Science Laboratory skildi nefndur Curiosity eftir uppástungu 12 ára skólastúlku frá Kansas í Bandaríkjunum, Clöru Ma að nafni. Fyrir vikið fékk hún að rita verðlaunatillöguna á jeppann sjálfan.

Clara Ma við líkan af Marsjeppanum Curiosity.

Forverar Curiosity eru könnunarjepparnir Opportunity og Spirit sem lentu á Mars í janúar árið 2004. Þessir jeppar gengu upprunalega undir heitunum MER-1 og MER-2 en rétt eins og Curiosity fengu þeir ný nöfn eftir samkeppni á meðal skólabarna. Tillöguna að nöfnunum Opportunity og Spirit átti Sofi Collis frá Arizona sem þá var níu ára gömul.

Mynd:


Þetta svar er í grunninn hluti af lengri pistli um Curiosity en með viðbótum frá Vísindavefnum. Pistilinn í heild má finna á Stjörnufræðivefnum. Svarið er birt með góðfúslegu leyfi....