Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Anna Ólafsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Anna Ólafsdóttir er dósent í menntunarfræðum og deildarformaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu á háskólastigi, hlutverki háskóla í samfélaginu og gæðamálum háskóla.

Doktorsrannsókn Önnu kannaði hvað háskólakennarar álíta „góða háskólakennslu“, hvaða aðstæður í kennsluumhverfinu þeir telja nauðsynlegar til að hægt sé að kenna á þann hátt og hvaða þættir, hvort heldur er innan eða utan stofnunar, þeim finnst ráða því hvort kennslan verði góð. Anna hefur að auki rannsakað áhrif notkunar upplýsingatækni á nám og kennslu á háskólastigi og þátt hennar í þróun háskólastarfs.

Ein af rannsóknum Önnu skoðar hvaða þættir hafa áhrif á námsframvindu nemenda í meistaranámi, og hvort kyn sé einn þeirra.

Yfirstandandi rannsóknarverkefni Önnu lúta öll að háskólastarfi. Hún er annar tveggja verkefnisstjóra í þverfræðilegri rannsókn undir yfirskriftinni Háskólar og lýðræði: Gagnrýnin greining á borgaralegu hlutverki háskóla í lýðræðisþjóðfélagi. Rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís. Hún vinnur einnig, ásamt Hermínu Gunnþórsdóttur dósent við kennaradeild HA, að rannsókn sem skoðar hvaða þættir hafa áhrif á námsframvindu nemenda í meistaranámi og í því sambandi hvort kyn sé áhrifaþáttur. Rannsóknin er styrkt af Jafnréttissjóði. Að auki vinnur Anna að rannsókn þar sem hún skoðar upplifun og reynslu nemenda af virkri þátttöku í námskrár- og kennsluþróun í eigin háskólanámi.

Anna Ólafsdóttir lauk grunnskólakennaraprófi, með sérhæfingu í tónmenntakennslu, frá Kennaraháskóla Íslands árið 1983 og M.Ed.-gráðu í menntunarfræði með áherslu á upplýsingatækni frá sama skóla árið 2003. Hún lauk doktorsprófi í menntavísindum frá Háskóla Íslands árið 2014.

Anna starfaði um árabil við almenna kennslu og tónmenntakennslu á grunnskólastigi, tónlistarkennslu í tónlistarskólum og kennslu í tölvu- og upplýsingatækni á ýmsum aldursstigum. Hún var um tíma verkefnastjóri Menntasmiðju kvenna á Akureyri en hóf haustið 2000 störf við Háskólann á Akureyri, fyrst sem verkefnastjóri fjarkennslu en hefur gegnt akademískri stöðu við stofnunina frá árinu 2004.

Mynd:
  • © Auðunn Níelsson

Útgáfudagur

16.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Anna Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75801.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 16. maí). Hvaða rannsóknir hefur Anna Ólafsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75801

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Anna Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75801>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Anna Ólafsdóttir stundað?
Anna Ólafsdóttir er dósent í menntunarfræðum og deildarformaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu á háskólastigi, hlutverki háskóla í samfélaginu og gæðamálum háskóla.

Doktorsrannsókn Önnu kannaði hvað háskólakennarar álíta „góða háskólakennslu“, hvaða aðstæður í kennsluumhverfinu þeir telja nauðsynlegar til að hægt sé að kenna á þann hátt og hvaða þættir, hvort heldur er innan eða utan stofnunar, þeim finnst ráða því hvort kennslan verði góð. Anna hefur að auki rannsakað áhrif notkunar upplýsingatækni á nám og kennslu á háskólastigi og þátt hennar í þróun háskólastarfs.

Ein af rannsóknum Önnu skoðar hvaða þættir hafa áhrif á námsframvindu nemenda í meistaranámi, og hvort kyn sé einn þeirra.

Yfirstandandi rannsóknarverkefni Önnu lúta öll að háskólastarfi. Hún er annar tveggja verkefnisstjóra í þverfræðilegri rannsókn undir yfirskriftinni Háskólar og lýðræði: Gagnrýnin greining á borgaralegu hlutverki háskóla í lýðræðisþjóðfélagi. Rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís. Hún vinnur einnig, ásamt Hermínu Gunnþórsdóttur dósent við kennaradeild HA, að rannsókn sem skoðar hvaða þættir hafa áhrif á námsframvindu nemenda í meistaranámi og í því sambandi hvort kyn sé áhrifaþáttur. Rannsóknin er styrkt af Jafnréttissjóði. Að auki vinnur Anna að rannsókn þar sem hún skoðar upplifun og reynslu nemenda af virkri þátttöku í námskrár- og kennsluþróun í eigin háskólanámi.

Anna Ólafsdóttir lauk grunnskólakennaraprófi, með sérhæfingu í tónmenntakennslu, frá Kennaraháskóla Íslands árið 1983 og M.Ed.-gráðu í menntunarfræði með áherslu á upplýsingatækni frá sama skóla árið 2003. Hún lauk doktorsprófi í menntavísindum frá Háskóla Íslands árið 2014.

Anna starfaði um árabil við almenna kennslu og tónmenntakennslu á grunnskólastigi, tónlistarkennslu í tónlistarskólum og kennslu í tölvu- og upplýsingatækni á ýmsum aldursstigum. Hún var um tíma verkefnastjóri Menntasmiðju kvenna á Akureyri en hóf haustið 2000 störf við Háskólann á Akureyri, fyrst sem verkefnastjóri fjarkennslu en hefur gegnt akademískri stöðu við stofnunina frá árinu 2004.

Mynd:
  • © Auðunn Níelsson

...