Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Melsted rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Páll Melsted er prófessor í tölvunarfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Páls snúast um þróun aðferða á sviði lífupplýsingafræði, sér í lagi til að vinna úr miklu magni af raðgreiningargögnum.

Með nýrri raðgreiningartækni er hægt að lesa mun meira af DNA-röðum en áður, fyrir minni tilkostnað. Í dag er hægt að raðgreina erfðamengi einstaklings fyrir minna en 100.000 kr. Með þessari þróun opnast ný tækifæri fyrir spennandi rannsóknir en á sama tíma þarf að þróa og forrita nýjar aðferðir til að greina úr gögnunum.

Rannsóknir Páls snúast um þróun aðferða á sviði lífupplýsingafræði, sér í lagi til að vinna úr miklu magni af raðgreiningargögnum.

Páll hefur þróað aðferðir og forrit sem vinna úr bæði DNA- og RNA-gögnum, og eru þau meðal annars notuð til forvinnslu fyrir raðgreiningu á nýjum tegundum, aðferðum til að finna breytileika í erfðamengi einstaklinga og magntjáningu á RNA. Þekktasta verkefni Páls er kallisto, sem kom út 2015 og hraðaði útreikningum við RNA-magngreiningu hundraðfalt miðað við fyrri aðferðir. Með þessu gátu rannsóknarhópar keyrt greiningar á fartölvum í stað þess að reiða sig á stærri reikniklasa. Nýverið var kallisto-forritið, sem Páll vann að ásamt samstarfsmönnum við Berkeley-háskóla, notað til að vinna úr 187 þúsund RNA sýnum frá músum og mönnum í stærstu tilraun sem framkvæmd hafði verið til þessa.

Páll er fæddur árið 1980. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2000, BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og doktorsgráðu í reikniritum, fléttufræði og bestun frá Carnegie Mellon University árið 2009. Að námi loknu starfaði Páll sem nýdoktor við mannerfðafræðideild University of Chicago. Hann hóf störf við Háskóla Íslands árið 2011 og fékk styrk sem Fulbright-fræðimaður árið 2015. Páll hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2018.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

23.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Melsted rannsakað?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75910.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 23. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Melsted rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75910

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Melsted rannsakað?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75910>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Melsted rannsakað?
Páll Melsted er prófessor í tölvunarfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Páls snúast um þróun aðferða á sviði lífupplýsingafræði, sér í lagi til að vinna úr miklu magni af raðgreiningargögnum.

Með nýrri raðgreiningartækni er hægt að lesa mun meira af DNA-röðum en áður, fyrir minni tilkostnað. Í dag er hægt að raðgreina erfðamengi einstaklings fyrir minna en 100.000 kr. Með þessari þróun opnast ný tækifæri fyrir spennandi rannsóknir en á sama tíma þarf að þróa og forrita nýjar aðferðir til að greina úr gögnunum.

Rannsóknir Páls snúast um þróun aðferða á sviði lífupplýsingafræði, sér í lagi til að vinna úr miklu magni af raðgreiningargögnum.

Páll hefur þróað aðferðir og forrit sem vinna úr bæði DNA- og RNA-gögnum, og eru þau meðal annars notuð til forvinnslu fyrir raðgreiningu á nýjum tegundum, aðferðum til að finna breytileika í erfðamengi einstaklinga og magntjáningu á RNA. Þekktasta verkefni Páls er kallisto, sem kom út 2015 og hraðaði útreikningum við RNA-magngreiningu hundraðfalt miðað við fyrri aðferðir. Með þessu gátu rannsóknarhópar keyrt greiningar á fartölvum í stað þess að reiða sig á stærri reikniklasa. Nýverið var kallisto-forritið, sem Páll vann að ásamt samstarfsmönnum við Berkeley-háskóla, notað til að vinna úr 187 þúsund RNA sýnum frá músum og mönnum í stærstu tilraun sem framkvæmd hafði verið til þessa.

Páll er fæddur árið 1980. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2000, BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og doktorsgráðu í reikniritum, fléttufræði og bestun frá Carnegie Mellon University árið 2009. Að námi loknu starfaði Páll sem nýdoktor við mannerfðafræðideild University of Chicago. Hann hóf störf við Háskóla Íslands árið 2011 og fékk styrk sem Fulbright-fræðimaður árið 2015. Páll hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2018.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...