Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju er vindur?

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

Ef loftþrýstingur er breytilegur frá einum stað til annars verður vindur.

Dæmi: Inni í uppblásinni blöðru er meiri loftþrýstingur en utan hennar. Ef stungið er gat á blöðruna streymir loftið út og úr verður vindur sem leitar frá meiri þrýstingi í átt að minni. Vindinn lægir þegar loftþrýstingur er orðinn sá sami utan blöðrunnar og inni í henni.

Í andrúmsloftinu endurspeglar loftþrýstingur við yfirborð jarðar þyngd loftsins sem fyrir ofan er, og ræðst þyngdin að mestu af hita, en eins og flestir þekkja úr daglegu lífi er hlýtt loft léttara en kalt. Kemur það heim og saman við hitt, að lægðum fylgir að jafnaði hlýtt loft.

Vindurinn verður vegna ólíks loftþrýstings á tveimur stöðum.

Vindur sem orsakast af þrýstimun sem spannar stórt svæði (meira en 100 km eða þar um bil) streymir ekki rakleitt frá háþrýstisvæði að lágþrýstisvæði eins og í blöðrudæminu. Þess í stað blæs vindurinn umhverfis lágþrýstisvæði á norðurhveli jarðar rangsælis en réttsælis á suðurhveli. Koma þar til sögunnar áhrif snúnings jarðar sem leiða til svokallaðs svigkrafts sem á erlendum málum er kenndur við Coriolis. Svigkraftur jarðar leitast við að sveigja loftið til hægri á norðurhveli, en til vinstri á suðurhveli. Umhverfis lægðir og hæðir sem eru greinanlegar á veðurkortum sem sjá má til dæmis í sjónvarpi ríkir í grófum dráttum jafnvægi milli svigkrafts og þess krafts sem togar loftið í átt að lægri loftþrýstingi. Slíkt jafnvægi næst þegar vindur blæs umhverfis lægðir, en ekki rakleitt inn að þeim.

Í bók Markúsar Á. Einarssonar, Veðurfræði, má lesa meira um tilurð vinds og eins er vindi lýst í ýmsum erlendum kennslubókum sem aðgengilegar eru á bókasöfnum.

Mynd: Which way is the wind blowing? Tekin af Paulo Azevedo.

Höfundur

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.2.2000

Spyrjandi

Guðmundur, Óðinn Snær Ögmundsson

Tilvísun

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Af hverju er vindur?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=117.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. (2000, 16. febrúar). Af hverju er vindur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=117

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Af hverju er vindur?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=117>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er vindur?
Ef loftþrýstingur er breytilegur frá einum stað til annars verður vindur.

Dæmi: Inni í uppblásinni blöðru er meiri loftþrýstingur en utan hennar. Ef stungið er gat á blöðruna streymir loftið út og úr verður vindur sem leitar frá meiri þrýstingi í átt að minni. Vindinn lægir þegar loftþrýstingur er orðinn sá sami utan blöðrunnar og inni í henni.

Í andrúmsloftinu endurspeglar loftþrýstingur við yfirborð jarðar þyngd loftsins sem fyrir ofan er, og ræðst þyngdin að mestu af hita, en eins og flestir þekkja úr daglegu lífi er hlýtt loft léttara en kalt. Kemur það heim og saman við hitt, að lægðum fylgir að jafnaði hlýtt loft.

Vindurinn verður vegna ólíks loftþrýstings á tveimur stöðum.

Vindur sem orsakast af þrýstimun sem spannar stórt svæði (meira en 100 km eða þar um bil) streymir ekki rakleitt frá háþrýstisvæði að lágþrýstisvæði eins og í blöðrudæminu. Þess í stað blæs vindurinn umhverfis lágþrýstisvæði á norðurhveli jarðar rangsælis en réttsælis á suðurhveli. Koma þar til sögunnar áhrif snúnings jarðar sem leiða til svokallaðs svigkrafts sem á erlendum málum er kenndur við Coriolis. Svigkraftur jarðar leitast við að sveigja loftið til hægri á norðurhveli, en til vinstri á suðurhveli. Umhverfis lægðir og hæðir sem eru greinanlegar á veðurkortum sem sjá má til dæmis í sjónvarpi ríkir í grófum dráttum jafnvægi milli svigkrafts og þess krafts sem togar loftið í átt að lægri loftþrýstingi. Slíkt jafnvægi næst þegar vindur blæs umhverfis lægðir, en ekki rakleitt inn að þeim.

Í bók Markúsar Á. Einarssonar, Veðurfræði, má lesa meira um tilurð vinds og eins er vindi lýst í ýmsum erlendum kennslubókum sem aðgengilegar eru á bókasöfnum.

Mynd: Which way is the wind blowing? Tekin af Paulo Azevedo....