Sólin Sólin Rís 04:51 • sest 22:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:07 • Sest 14:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 20:56 í Reykjavík

Erfi ég tengdamömmu ef hún deyr og maki minn er dáinn?

Baldur S. Blöndal

Upprunalega spurningin var:

Ef tengdamamma mín deyr og maki minn er dáinn, erfi ég þá tengdamömmu eða bara eftirlifandi börn hennar?

Að því gefnu að hin látna hafi ekki gert erfðaskrá skiptist arfurinn á lögbundinn hátt samkvæmt erfðalögunum frá 1962.

Ef arfleifandi (hin látna) er í hjúskap fellur 1/3 hluti séreignar til makans. Ef svo er ekki erfa börn hinnar látnu hana, þá er tekið fram í 2. mgr. 2. gr. að ef barn andast á undan foreldri skiptist arfshluti þess milli afkomenda hins látna barns, það er barnabarna þess sem skilur eftir sig arfinn.

Ekkert kemur fram um maka afkomenda í erfðalögum svo ef arfinum hefur ekki verið ráðstafað með erfðaskrá til tengdabarns eru það maki arfleifanda og börn hennar sem erfa hana.

Því myndu í þessu tilfelli börn erfingjans geta erft hluta föður þeirra en ekki ekkja hans.

Heimild og mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

22.2.2021

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Erfi ég tengdamömmu ef hún deyr og maki minn er dáinn? “ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2021. Sótt 3. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=28915.

Baldur S. Blöndal. (2021, 22. febrúar). Erfi ég tengdamömmu ef hún deyr og maki minn er dáinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28915

Baldur S. Blöndal. „Erfi ég tengdamömmu ef hún deyr og maki minn er dáinn? “ Vísindavefurinn. 22. feb. 2021. Vefsíða. 3. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28915>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Erfi ég tengdamömmu ef hún deyr og maki minn er dáinn?
Upprunalega spurningin var:

Ef tengdamamma mín deyr og maki minn er dáinn, erfi ég þá tengdamömmu eða bara eftirlifandi börn hennar?

Að því gefnu að hin látna hafi ekki gert erfðaskrá skiptist arfurinn á lögbundinn hátt samkvæmt erfðalögunum frá 1962.

Ef arfleifandi (hin látna) er í hjúskap fellur 1/3 hluti séreignar til makans. Ef svo er ekki erfa börn hinnar látnu hana, þá er tekið fram í 2. mgr. 2. gr. að ef barn andast á undan foreldri skiptist arfshluti þess milli afkomenda hins látna barns, það er barnabarna þess sem skilur eftir sig arfinn.

Ekkert kemur fram um maka afkomenda í erfðalögum svo ef arfinum hefur ekki verið ráðstafað með erfðaskrá til tengdabarns eru það maki arfleifanda og börn hennar sem erfa hana.

Því myndu í þessu tilfelli börn erfingjans geta erft hluta föður þeirra en ekki ekkja hans.

Heimild og mynd:...