Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Í Íslenskum þjóðsögum (Íslenskar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon) er minnst á jólasveininn Kattarvala. Er eitthvað vitað hvaðan þetta nafn kemur eða hvað það þýðir?

Afar lítið er vitað um jólasveininn Kattarvala. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði góða grein um nöfn jólasveinanna og birti í vefriti Nafnfræðifélagsins, Nefni, sem vistað er hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í greininni er Kattarvali nefndur og um hann segir Árni: „Á Austurlandi voru til sagnir um sérstakan hóp jólasveina, sem ekki komu ofan af fjöllum, heldur utan af hafi. Þær eru skráðar í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar. Aðeins einn þeirra er nafngreindur og heitir Kattarvali (III:196).“

Kattarvali tilheyrði sérstökum hópi jólasveina sem komu utan af hafi. Á myndinni sjást Pottaskefill og Grýla.

Síðar í greininni flokkar Árni nöfn jólasveinanna í fimm flokka: matgoggar, hrekkjalómar, umhverfisfyrirbæri, nöfn fengin úr svonefndri Strandaþulu og mannanöfn. Utan flokka telur hann tvö nöfn: Kattarvali og Stúfur þótt Stúf megi hugsanlega telja til umhverfisfyrirbæra. Árni hefur sem sagt ekki fundið neina skýringu á nafninu. Vel má hugsa sér að fyrri liðurinn Kattar- sé af sama uppruna og dýrsheitið köttur.

Síðari liðurinn er erfiðari þar sem aðeins ein heimild er um nafnið. Hann hefur ef til vill afbakast í meðförum. Mér dettur helst í hug forna karlmannsnafnið Váli sem einnig var auknefni og Ásgeir Blöndal Magnússon tengir orðinu Valir (1989:1100). Valir var upphaflega haft um íbúa Norður-Frakklands af keltneskum toga en síðar um Frakka og Ítali. Það sem gæti stutt þessa skýringu er að Kattarvali kom af sjó en ekki af landi til byggða. Þetta er aðeins skýringartilraun.

Heimild:
  • Árni Björnsson. 2003. Nöfn jólasveinanna. Nefnir. Vefrit nafnfræðifélagsins (arnastofnun.is). Sótt 25. desember 2016.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.1.2017

Spyrjandi

Don Ellione

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2017. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72713.

Guðrún Kvaran. (2017, 11. janúar). Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72713

Guðrún Kvaran. „Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2017. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72713>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Í Íslenskum þjóðsögum (Íslenskar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon) er minnst á jólasveininn Kattarvala. Er eitthvað vitað hvaðan þetta nafn kemur eða hvað það þýðir?

Afar lítið er vitað um jólasveininn Kattarvala. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði góða grein um nöfn jólasveinanna og birti í vefriti Nafnfræðifélagsins, Nefni, sem vistað er hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í greininni er Kattarvali nefndur og um hann segir Árni: „Á Austurlandi voru til sagnir um sérstakan hóp jólasveina, sem ekki komu ofan af fjöllum, heldur utan af hafi. Þær eru skráðar í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar. Aðeins einn þeirra er nafngreindur og heitir Kattarvali (III:196).“

Kattarvali tilheyrði sérstökum hópi jólasveina sem komu utan af hafi. Á myndinni sjást Pottaskefill og Grýla.

Síðar í greininni flokkar Árni nöfn jólasveinanna í fimm flokka: matgoggar, hrekkjalómar, umhverfisfyrirbæri, nöfn fengin úr svonefndri Strandaþulu og mannanöfn. Utan flokka telur hann tvö nöfn: Kattarvali og Stúfur þótt Stúf megi hugsanlega telja til umhverfisfyrirbæra. Árni hefur sem sagt ekki fundið neina skýringu á nafninu. Vel má hugsa sér að fyrri liðurinn Kattar- sé af sama uppruna og dýrsheitið köttur.

Síðari liðurinn er erfiðari þar sem aðeins ein heimild er um nafnið. Hann hefur ef til vill afbakast í meðförum. Mér dettur helst í hug forna karlmannsnafnið Váli sem einnig var auknefni og Ásgeir Blöndal Magnússon tengir orðinu Valir (1989:1100). Valir var upphaflega haft um íbúa Norður-Frakklands af keltneskum toga en síðar um Frakka og Ítali. Það sem gæti stutt þessa skýringu er að Kattarvali kom af sjó en ekki af landi til byggða. Þetta er aðeins skýringartilraun.

Heimild:
  • Árni Björnsson. 2003. Nöfn jólasveinanna. Nefnir. Vefrit nafnfræðifélagsins (arnastofnun.is). Sótt 25. desember 2016.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

...