Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Er samningur gildur ef rangt orð finnst í honum?

Emma Adolfsdóttir

Það er óskrifuð meginregla samningaréttar að samninga skal halda. Um þetta er til orðatiltæki á latínu: pacta sunt servanda.[1] En þó svo að meginreglan sé að samningar séu gildir samkvæmt efni sínu, þá geta komið upp aðstæður sem gera það að verkum að samningur sé þá þegar ógildur og skuldbindur ekki samningsaðilana.

Alla jafna myndi eitt rangt orð ekki hafa nein áhrif á gildi samnings, enda eru í samningum yfirleitt fjölmörg orð og efni hans breytist ekkert þó að eitt orð misritist eða vanti. Til þess að rangt orð eða annars konar villa geri það að verkum að samningur verði ekki skuldbindandi þarf hið ranga orð að breyta efni samningsins, það er hafa áhrif á innihald hans. Þetta kemur fram í III. kafla laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Þessi lög eru í daglegu tali nefnd samningalög.

Til þess að rangt orð eða annars konar villa geri það að verkum að samningur verði ekki skuldbindandi þarf hið ranga orð að breyta efni samningsins, það er hafa áhrif á innihald hans.

Samkvæmt lögunum er samningur sem hefur orðið annars efnis en til var ætlast vegna misritunar eða annarra mistaka af hálfu þess er gerði hann, ekki skuldbindandi fyrir þann sem gerði samninginn ef sá maður, sem samningnum var beint til, vissi eða mátti vita að mistök hefðu átt sér stað. Samkvæmt þessu eru því skilyrði að hinn samningsaðilinn vissi eða mátti vita að mistök hefðu átt sér stað, til að reglan geti átt við.

Ef hinn samningsaðilinn var hins vegar grandlaus um mistökin yrði samningurinn alla jafna skuldbindandi fyrir þann sem gerði hann. Þó verður að telja að maður geti leyst sig undan slíkum samning ef hann tilkynnir hinum samningsaðilanum um villuna áður en samningurinn hefur haft áhrif á ráðstafanir hins síðarnefnda.[2]

Ef samningstilboð er sent í símskeyti og aflagast í meðförum símans, þá er það samkvæmt samningalögunum ekki skuldbindandi fyrir sendanda í þeirri mynd sem það er sett fram, þótt móttakandi viti ekki að mistök hafi átt sér stað. Það sama gildir um munnlega samninga, sem boðbera er falið að skila, ef honum er skilað röngum.

Tilvísanir:
  1. ^ Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 29.
  2. ^ Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 297.

Mynd:

Höfundur

Emma Adolfsdóttir

MA-nemi í lögfræði

Útgáfudagur

29.5.2019

Spyrjandi

Ester Höskuldsdóttir

Tilvísun

Emma Adolfsdóttir. „Er samningur gildur ef rangt orð finnst í honum?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2019. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74327.

Emma Adolfsdóttir. (2019, 29. maí). Er samningur gildur ef rangt orð finnst í honum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74327

Emma Adolfsdóttir. „Er samningur gildur ef rangt orð finnst í honum?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2019. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74327>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er samningur gildur ef rangt orð finnst í honum?
Það er óskrifuð meginregla samningaréttar að samninga skal halda. Um þetta er til orðatiltæki á latínu: pacta sunt servanda.[1] En þó svo að meginreglan sé að samningar séu gildir samkvæmt efni sínu, þá geta komið upp aðstæður sem gera það að verkum að samningur sé þá þegar ógildur og skuldbindur ekki samningsaðilana.

Alla jafna myndi eitt rangt orð ekki hafa nein áhrif á gildi samnings, enda eru í samningum yfirleitt fjölmörg orð og efni hans breytist ekkert þó að eitt orð misritist eða vanti. Til þess að rangt orð eða annars konar villa geri það að verkum að samningur verði ekki skuldbindandi þarf hið ranga orð að breyta efni samningsins, það er hafa áhrif á innihald hans. Þetta kemur fram í III. kafla laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Þessi lög eru í daglegu tali nefnd samningalög.

Til þess að rangt orð eða annars konar villa geri það að verkum að samningur verði ekki skuldbindandi þarf hið ranga orð að breyta efni samningsins, það er hafa áhrif á innihald hans.

Samkvæmt lögunum er samningur sem hefur orðið annars efnis en til var ætlast vegna misritunar eða annarra mistaka af hálfu þess er gerði hann, ekki skuldbindandi fyrir þann sem gerði samninginn ef sá maður, sem samningnum var beint til, vissi eða mátti vita að mistök hefðu átt sér stað. Samkvæmt þessu eru því skilyrði að hinn samningsaðilinn vissi eða mátti vita að mistök hefðu átt sér stað, til að reglan geti átt við.

Ef hinn samningsaðilinn var hins vegar grandlaus um mistökin yrði samningurinn alla jafna skuldbindandi fyrir þann sem gerði hann. Þó verður að telja að maður geti leyst sig undan slíkum samning ef hann tilkynnir hinum samningsaðilanum um villuna áður en samningurinn hefur haft áhrif á ráðstafanir hins síðarnefnda.[2]

Ef samningstilboð er sent í símskeyti og aflagast í meðförum símans, þá er það samkvæmt samningalögunum ekki skuldbindandi fyrir sendanda í þeirri mynd sem það er sett fram, þótt móttakandi viti ekki að mistök hafi átt sér stað. Það sama gildir um munnlega samninga, sem boðbera er falið að skila, ef honum er skilað röngum.

Tilvísanir:
  1. ^ Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 29.
  2. ^ Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 297.

Mynd:

...