Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu?

Baldur S. Blöndal

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hvað þarf maður að vera gamall til þess að gera munnlegan samning?

Í svari við spurningunni Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma? er farið yfir þetta álitaefni.

Í stuttu máli er ekkert sem bannar ólögráða einstaklingum, hvort sem ólögræðið er til komið vegna æsku eða sjálfræðissviptingar, að gera samninga. Börn gera til að mynda samninga daglega þegar þau að versla mat og hvers kyns þjónustu. Hins vegar getur verið erfitt að krefjast efnda slíkra samninga ef sá ólögráða stendur ekki í skilum. Þá breytir litlu hvort samningar séu munnlegir eða skriflegir, enda formfrelsi samninga ein grundvallarregla íslensks samningaréttar.

Lögræðislögin stemma stigu við því að börn taki lán á Netinu og verði gjaldþrota.

Einstaklingar verða lögráða við 18 ára aldur en geta verið sviptir lögræðinu á grundvelli 4. greinar lögræðislaga. Í VII. kafla lögræðislaga kemur fram sú almenna regla að löggerningar ólögráða manns bindi hann ekki. Þess vegna er ómögulegt fyrir þann sem byggir rétt sinn á samning við ólögráða mann að fá kröfuna viðurkennda fyrir dómstólum eða stjórnvöldum. Af því leiðir að flestir þeir samningar sem börn gangast í án aðstoðar forráðamanns krefjast staðgreiðslu.

Mynd:
  • Zeeko. (Sótt 29.10.2020). Birt undir CC-BY SA leyfinu.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

29.10.2020

Spyrjandi

Hrafn Breiðfjörð Ellertsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu?“ Vísindavefurinn, 29. október 2020. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80080.

Baldur S. Blöndal. (2020, 29. október). Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80080

Baldur S. Blöndal. „Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2020. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80080>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hvað þarf maður að vera gamall til þess að gera munnlegan samning?

Í svari við spurningunni Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma? er farið yfir þetta álitaefni.

Í stuttu máli er ekkert sem bannar ólögráða einstaklingum, hvort sem ólögræðið er til komið vegna æsku eða sjálfræðissviptingar, að gera samninga. Börn gera til að mynda samninga daglega þegar þau að versla mat og hvers kyns þjónustu. Hins vegar getur verið erfitt að krefjast efnda slíkra samninga ef sá ólögráða stendur ekki í skilum. Þá breytir litlu hvort samningar séu munnlegir eða skriflegir, enda formfrelsi samninga ein grundvallarregla íslensks samningaréttar.

Lögræðislögin stemma stigu við því að börn taki lán á Netinu og verði gjaldþrota.

Einstaklingar verða lögráða við 18 ára aldur en geta verið sviptir lögræðinu á grundvelli 4. greinar lögræðislaga. Í VII. kafla lögræðislaga kemur fram sú almenna regla að löggerningar ólögráða manns bindi hann ekki. Þess vegna er ómögulegt fyrir þann sem byggir rétt sinn á samning við ólögráða mann að fá kröfuna viðurkennda fyrir dómstólum eða stjórnvöldum. Af því leiðir að flestir þeir samningar sem börn gangast í án aðstoðar forráðamanns krefjast staðgreiðslu.

Mynd:
  • Zeeko. (Sótt 29.10.2020). Birt undir CC-BY SA leyfinu.
...