Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að beita þverfræðilegri nálgun (frásagnarfræði, táknfræði, viðtökufræði, félagsfræði, sagnfræði og sálgreiningu) í því skyni að auka skilning okkar á því hvaða hlutverki þessar sögur gegndu í miðaldasamfélaginu og hvaða merkingu þær höfðu fyrir höfunda og viðtakendur þeirra.

Torfi er höfundur tveggja bóka um fornsögurnar en hefur auk þess skrifað fjölda ritgerða, tímaritsgreina og bókarkafla um þær sem birst hafa bæði hérlendis og erlendis. Í fyrri bók sinni, The Matter of the North. The Rise of Literary Fiction in Thirteenth Century Iceland (2002), tvinnar hann saman nákvæmri greiningu á nokkrum fornaldarsögum með aðferðum bókmenntafræðinnar og sagnfræðilegum skilningi á gildum og viðhorfum Íslendinga á 13. öld til að varpa ljósi á tilurð fornaldarsagna og Íslendingasagna sem bókmenntagreina.

Í rannsóknum sínum hefur Torfi fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur.

Í seinni bókinni, Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga (2004), setur Torfi fram nákvæma greiningu á byggingu og merkingarsköpun í Egils sögu og setur hana í samhengi við lýsingu á íslensku samfélagi á 13. öld sem byggir á félagsfræði franska félagsvísindamannsins Pierre Bourdieu. Í kjölfarið setur hann fram kenningu um tilurð sögunnar í ranni Snorra Sturlusonar á miðri Sturlungaöld.

Undanfarin ár hefur Torfi haldið áfram að birta greinar um fornsögurnar. Rannsóknir hans hafa beinst að hugmyndum um höfðingsskap á miðöldum og hvernig þær birtast bæði í samtíðarsögum og Íslendingasögum. Á síðustu misserum hefur hann beint sjónum sínum að tengslum ofbeldis og sagnaritunar á 13. öld og stuðst þar við vaxandi svið áfallafræða.

Auk rannsókna sinna á íslenskum miðaldabókmenntum hefur Torfi einnig fengist við franskar bókmenntir auk þess sem eftir hann liggja margvíslegar þýðingar og ber þar hæst þýðing hans á Sverris sögu, sem kom út á frönsku árið 2010.

Torfi hefur verið gestakennari við háskólana í Montpellier í Frakklandi, Osló í Noregi og Sydney í Ástralíu, auk þess sem hann var gestafræðimaður við École des hautes études en sciences sociales í París. Rannsóknir hans hafa verið styrktar af Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Torfi hefur verið heiðraður tvívegis af frönskum stjórnvöldum fyrir framlag sitt til franskra fræða með veitingu orðanna „Palmes académiques“ og „Chevalier des arts et lettres“.

Torfi er fæddur 1958, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976, B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1982, B.A.-prófi í frönsku og íslensku frá Háskóla Íslands 1983, meistaraprófi í frönskum bókmenntum frá Université Lyon II 1985 og doktorsprófi frá norrænudeild Sorbonne-háskóla í París 1992. Hann var settur lektor í frönsku við Háskóla Íslands 1989, skipaður dósent 1992, prófessor í frönsku og miðaldabókmenntum 2002 en hefur verið prófessor í íslenskum miðaldafræðum frá 2009.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson

Útgáfudagur

31.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2018. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75098.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 31. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75098

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2018. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75098>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?
Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að beita þverfræðilegri nálgun (frásagnarfræði, táknfræði, viðtökufræði, félagsfræði, sagnfræði og sálgreiningu) í því skyni að auka skilning okkar á því hvaða hlutverki þessar sögur gegndu í miðaldasamfélaginu og hvaða merkingu þær höfðu fyrir höfunda og viðtakendur þeirra.

Torfi er höfundur tveggja bóka um fornsögurnar en hefur auk þess skrifað fjölda ritgerða, tímaritsgreina og bókarkafla um þær sem birst hafa bæði hérlendis og erlendis. Í fyrri bók sinni, The Matter of the North. The Rise of Literary Fiction in Thirteenth Century Iceland (2002), tvinnar hann saman nákvæmri greiningu á nokkrum fornaldarsögum með aðferðum bókmenntafræðinnar og sagnfræðilegum skilningi á gildum og viðhorfum Íslendinga á 13. öld til að varpa ljósi á tilurð fornaldarsagna og Íslendingasagna sem bókmenntagreina.

Í rannsóknum sínum hefur Torfi fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur.

Í seinni bókinni, Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga (2004), setur Torfi fram nákvæma greiningu á byggingu og merkingarsköpun í Egils sögu og setur hana í samhengi við lýsingu á íslensku samfélagi á 13. öld sem byggir á félagsfræði franska félagsvísindamannsins Pierre Bourdieu. Í kjölfarið setur hann fram kenningu um tilurð sögunnar í ranni Snorra Sturlusonar á miðri Sturlungaöld.

Undanfarin ár hefur Torfi haldið áfram að birta greinar um fornsögurnar. Rannsóknir hans hafa beinst að hugmyndum um höfðingsskap á miðöldum og hvernig þær birtast bæði í samtíðarsögum og Íslendingasögum. Á síðustu misserum hefur hann beint sjónum sínum að tengslum ofbeldis og sagnaritunar á 13. öld og stuðst þar við vaxandi svið áfallafræða.

Auk rannsókna sinna á íslenskum miðaldabókmenntum hefur Torfi einnig fengist við franskar bókmenntir auk þess sem eftir hann liggja margvíslegar þýðingar og ber þar hæst þýðing hans á Sverris sögu, sem kom út á frönsku árið 2010.

Torfi hefur verið gestakennari við háskólana í Montpellier í Frakklandi, Osló í Noregi og Sydney í Ástralíu, auk þess sem hann var gestafræðimaður við École des hautes études en sciences sociales í París. Rannsóknir hans hafa verið styrktar af Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Torfi hefur verið heiðraður tvívegis af frönskum stjórnvöldum fyrir framlag sitt til franskra fræða með veitingu orðanna „Palmes académiques“ og „Chevalier des arts et lettres“.

Torfi er fæddur 1958, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976, B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1982, B.A.-prófi í frönsku og íslensku frá Háskóla Íslands 1983, meistaraprófi í frönskum bókmenntum frá Université Lyon II 1985 og doktorsprófi frá norrænudeild Sorbonne-háskóla í París 1992. Hann var settur lektor í frönsku við Háskóla Íslands 1989, skipaður dósent 1992, prófessor í frönsku og miðaldabókmenntum 2002 en hefur verið prófessor í íslenskum miðaldafræðum frá 2009.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson

...