Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum?

Torfi H. Tulinius og Marion Poilvez

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur frá Vín, ykkar aðdáandi Eleonore

Hér er síðari hluta spurningarinnar svarað.

Bæði lögum og sögum ber saman um það að til voru mismunandi tegundir útlegða á miðöldum. Fjörbaugsgarður (Grágás, bls. 408-10) þýddi þriggja ára útlegð og að fjörbaugsmaðurinn þyrfti að greiða sekt eða svokallaðan fjörbaug til að fara utan. Að þremur árum liðnum gat hann komið aftur til landsins og haldið áfram lífi sínu. Einnig var til héraðssekt sem þýddi að viðkomandi þyrfti að yfirgefa heimkynni sín og, þar sem við á, jarðeignir sínar, en gat dvalið hættulaust annars staðar.

Skóggangsmaður var „óæll“ og „óferjandi“, sem þýddi að það mátti ekki fæða hann, skjóta yfir hann skjólshúsi né flytja hann af landi brott. Teikning af dvalarstað útlagans Grettis úr enskri útgáfu frá 2002 af Grettis sögu í Drangey.

Skóggangur var ævilöng útlegð. Skóggangsmaður var „óæll“ og „óferjandi“, sem þýddi að það mátti ekki fæða hann, skjóta yfir hann skjólshúsi né flytja hann af landi brott. Hann var réttdræpur. Erfitt var að draga fram lífið í óbyggðum og því jafngilti skóggangur dauðadómi.

Hvernig dómum þessum var framfylgt fór eftir ýmsu, meðal annars alvarleika brotsins en ekki síður félagslegri stöðu viðkomandi og þeim stuðningi sem hann gat fengið á þingum.

Heimildir:

  • Íslensk bókmenntasaga II, ritstjóri Vésteinn Ólason. Reykjavík: Mál og menning, 1993.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.

Mynd:

Höfundar

Torfi H. Tulinius

prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ

Marion Poilvez

doktorsnemi í íslenskum bókmenntum

Útgáfudagur

6.11.2017

Spyrjandi

Eleonore Gudmundsson

Tilvísun

Torfi H. Tulinius og Marion Poilvez. „Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74637.

Torfi H. Tulinius og Marion Poilvez. (2017, 6. nóvember). Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74637

Torfi H. Tulinius og Marion Poilvez. „Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74637>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur frá Vín, ykkar aðdáandi Eleonore

Hér er síðari hluta spurningarinnar svarað.

Bæði lögum og sögum ber saman um það að til voru mismunandi tegundir útlegða á miðöldum. Fjörbaugsgarður (Grágás, bls. 408-10) þýddi þriggja ára útlegð og að fjörbaugsmaðurinn þyrfti að greiða sekt eða svokallaðan fjörbaug til að fara utan. Að þremur árum liðnum gat hann komið aftur til landsins og haldið áfram lífi sínu. Einnig var til héraðssekt sem þýddi að viðkomandi þyrfti að yfirgefa heimkynni sín og, þar sem við á, jarðeignir sínar, en gat dvalið hættulaust annars staðar.

Skóggangsmaður var „óæll“ og „óferjandi“, sem þýddi að það mátti ekki fæða hann, skjóta yfir hann skjólshúsi né flytja hann af landi brott. Teikning af dvalarstað útlagans Grettis úr enskri útgáfu frá 2002 af Grettis sögu í Drangey.

Skóggangur var ævilöng útlegð. Skóggangsmaður var „óæll“ og „óferjandi“, sem þýddi að það mátti ekki fæða hann, skjóta yfir hann skjólshúsi né flytja hann af landi brott. Hann var réttdræpur. Erfitt var að draga fram lífið í óbyggðum og því jafngilti skóggangur dauðadómi.

Hvernig dómum þessum var framfylgt fór eftir ýmsu, meðal annars alvarleika brotsins en ekki síður félagslegri stöðu viðkomandi og þeim stuðningi sem hann gat fengið á þingum.

Heimildir:

  • Íslensk bókmenntasaga II, ritstjóri Vésteinn Ólason. Reykjavík: Mál og menning, 1993.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.

Mynd:

...