Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?

Arngrímur Vídalín

Miðaldir er tímabil sem í hugum nútímafólks er oft tengt fáfræði og grimmd, og þar á móti hefur endurreisnartíminn þá ímynd að þá hafi hið háleita og vísindalega hlotið framgang í menningarlífi Evrópu. Rétt er að hafa í huga að slík tímabil eru huglægar smíðar fræðimanna gerðar þeim til hægðarauka, en endalok miðalda eru ýmist miðuð við endurreisnartímann eða við uppgang mótmælendatrúar. Í Íslandssögu hefur til dæmis oft verið miðað við að miðöldum ljúki með aftöku síðasta kaþólska biskupsins, Jóns Arasonar, árið 1550. Ef miðað er við hefðbundna tímabilaskiptingu þá fellur nornafárið í Evrópu nýaldarmegin og heyrir því nútímasögu til fremur en miðaldasögu. Þeir sem helst stóðu fyrir réttarhöldum og aftökum á nornum voru mótmælendatrúar, svo sem kalvínistar í Englandi, púritanar í Ameríku og þeir sem aðhylltust lútherstrú á Norðurlöndum og meginlandi Evrópu.

Vissulega hafði rannsóknarréttur kirkjunnar dæmt fólk til dauða fyrir ýmiss konar villutrú og þjónkun við djöfulinn á fyrri öldum, en ef tilgreina ætti eitthvert eitt tímabil í sögunni sem nornaöld þá væri það sautjánda öldin. Í Íslandssögunni er talað um brennuöld og miðað við árabilið 1654-1690 þótt fyrsta galdrabrennan á Íslandi hafi að vísu farið fram árið 1625.

Ef miðað er við hefðbundna tímabilaskiptingu þá fellur nornafárið í Evrópu nýaldarmegin og heyrir því nútímasögu til fremur en miðaldasögu.

Þótt brennur hafi verið aðalmátinn til að farga ætluðum þjónum djöfulsins á Íslandi fyrir ekki fleiri árum þá var misjafnt hvaða aðferðum var beitt annars staðar. Allmargar byggðir þar sem nornir voru dæmdar til dauða eiga sér sína gálgahæð þar sem nornir voru hengdar, til dæmis Galgebakken í Ribe, Danmörku, og hin fræga Gallows Hill utan við Salem, Massachusetts (sem nú heitir Proctor's Ledge og liggur inni í miðri byggð). Vitanlega voru slíkir aftökustaðir ekki stofnsettir til þess eins að senda nornir aftur til meistara síns, enda þótt þeirra sé helst minnst nú á dögum fyrir þann hluta sögu sinnar. Sums staðar var nornum drekkt, jafnt í Evrópu og í Nýja-Englandi, og annars staðar voru þær hálshöggnar.

Mynd af nornabrennu frá síðari hluta 16. aldar.

Trúvillingar og landráðamenn voru tíðum brenndir á báli og má einkum í fyrra tilvikinu geta sér til um ástæðuna: að brenna fólk sem ætla má að bíði eilíf helvítisvist er táknræn athöfn og þjáningarfull, jafnframt því að á sinn hátt er slík aftaka viðburður sem setur öðrum skýrt fordæmi. Stutta svarið er því það að nornir voru brenndar vegna þess að fólk trúði á nornir. Við það bætist stéttskipting; flestar nornir voru konur af lægri stigum, oft vinnuhjú á heimilum efri stétta. Sá aðstöðumunur vinnukvenna og valdamikilla yfirboðara þeirra kann að hafa orðið til þess að ásakanir um svartagaldur hafi orðið skálkaskjól fyrir ýmiss konar undirliggjandi gremju í þeirra sambandi. Einnig eru þekkt dæmi um að fórnarlömb galdurs hafi sviðsett alvarleg sjúkdómseinkenni til að koma höggi á tiltekinn aðila. Hvers vegna galdrafárið í Evrópu og Ameríku á sér stað einmitt á þessum tíma í sögunni er önnur og viðameiri spurning með ekkert einhlítt svar, en hitt er alveg ljóst að það átti sér ekki stað á miðöldum.

Heimildir:
  • Matthías Viðar Sæmundsson, Galdrar á Íslandi: Íslensk galdrabók (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1992).
  • Mary Beth Norton, In the Devil's Snare: The Salem Witchcraft Crisis of 1692 (New York: Vintage Books, 2002).
  • Ólína Þorvarðardóttir, Brennuöldin: Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2000).

Myndir:

Höfundur

Arngrímur Vídalín

doktor í íslenskum bókmenntum frá HÍ

Útgáfudagur

18.5.2017

Spyrjandi

Lorenz Geir Þórisson, f. 2004

Tilvísun

Arngrímur Vídalín. „Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2017. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71451.

Arngrímur Vídalín. (2017, 18. maí). Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71451

Arngrímur Vídalín. „Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2017. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71451>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?
Miðaldir er tímabil sem í hugum nútímafólks er oft tengt fáfræði og grimmd, og þar á móti hefur endurreisnartíminn þá ímynd að þá hafi hið háleita og vísindalega hlotið framgang í menningarlífi Evrópu. Rétt er að hafa í huga að slík tímabil eru huglægar smíðar fræðimanna gerðar þeim til hægðarauka, en endalok miðalda eru ýmist miðuð við endurreisnartímann eða við uppgang mótmælendatrúar. Í Íslandssögu hefur til dæmis oft verið miðað við að miðöldum ljúki með aftöku síðasta kaþólska biskupsins, Jóns Arasonar, árið 1550. Ef miðað er við hefðbundna tímabilaskiptingu þá fellur nornafárið í Evrópu nýaldarmegin og heyrir því nútímasögu til fremur en miðaldasögu. Þeir sem helst stóðu fyrir réttarhöldum og aftökum á nornum voru mótmælendatrúar, svo sem kalvínistar í Englandi, púritanar í Ameríku og þeir sem aðhylltust lútherstrú á Norðurlöndum og meginlandi Evrópu.

Vissulega hafði rannsóknarréttur kirkjunnar dæmt fólk til dauða fyrir ýmiss konar villutrú og þjónkun við djöfulinn á fyrri öldum, en ef tilgreina ætti eitthvert eitt tímabil í sögunni sem nornaöld þá væri það sautjánda öldin. Í Íslandssögunni er talað um brennuöld og miðað við árabilið 1654-1690 þótt fyrsta galdrabrennan á Íslandi hafi að vísu farið fram árið 1625.

Ef miðað er við hefðbundna tímabilaskiptingu þá fellur nornafárið í Evrópu nýaldarmegin og heyrir því nútímasögu til fremur en miðaldasögu.

Þótt brennur hafi verið aðalmátinn til að farga ætluðum þjónum djöfulsins á Íslandi fyrir ekki fleiri árum þá var misjafnt hvaða aðferðum var beitt annars staðar. Allmargar byggðir þar sem nornir voru dæmdar til dauða eiga sér sína gálgahæð þar sem nornir voru hengdar, til dæmis Galgebakken í Ribe, Danmörku, og hin fræga Gallows Hill utan við Salem, Massachusetts (sem nú heitir Proctor's Ledge og liggur inni í miðri byggð). Vitanlega voru slíkir aftökustaðir ekki stofnsettir til þess eins að senda nornir aftur til meistara síns, enda þótt þeirra sé helst minnst nú á dögum fyrir þann hluta sögu sinnar. Sums staðar var nornum drekkt, jafnt í Evrópu og í Nýja-Englandi, og annars staðar voru þær hálshöggnar.

Mynd af nornabrennu frá síðari hluta 16. aldar.

Trúvillingar og landráðamenn voru tíðum brenndir á báli og má einkum í fyrra tilvikinu geta sér til um ástæðuna: að brenna fólk sem ætla má að bíði eilíf helvítisvist er táknræn athöfn og þjáningarfull, jafnframt því að á sinn hátt er slík aftaka viðburður sem setur öðrum skýrt fordæmi. Stutta svarið er því það að nornir voru brenndar vegna þess að fólk trúði á nornir. Við það bætist stéttskipting; flestar nornir voru konur af lægri stigum, oft vinnuhjú á heimilum efri stétta. Sá aðstöðumunur vinnukvenna og valdamikilla yfirboðara þeirra kann að hafa orðið til þess að ásakanir um svartagaldur hafi orðið skálkaskjól fyrir ýmiss konar undirliggjandi gremju í þeirra sambandi. Einnig eru þekkt dæmi um að fórnarlömb galdurs hafi sviðsett alvarleg sjúkdómseinkenni til að koma höggi á tiltekinn aðila. Hvers vegna galdrafárið í Evrópu og Ameríku á sér stað einmitt á þessum tíma í sögunni er önnur og viðameiri spurning með ekkert einhlítt svar, en hitt er alveg ljóst að það átti sér ekki stað á miðöldum.

Heimildir:
  • Matthías Viðar Sæmundsson, Galdrar á Íslandi: Íslensk galdrabók (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1992).
  • Mary Beth Norton, In the Devil's Snare: The Salem Witchcraft Crisis of 1692 (New York: Vintage Books, 2002).
  • Ólína Þorvarðardóttir, Brennuöldin: Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2000).

Myndir:

...