Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðrúnar spanna vítt svið íslenskra miðaldabókmennta og liggja eftir hana fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greina og bóka. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum, allt frá elstu varðveittu textum til bókmennta síðari alda. Hún leggur áherslu á að tengja rannsóknir á miðlun texta í handritum (einkum á 13., 14. og 15. öld) við bókmenntafræðilega greiningu og alþjóðlegt samhengi textanna.

Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Doktorsritgerð Guðrúnar (1988) var greiningu á siðfræði í samtímasögum þrettándu aldar með nákvæmum samanburði á Sturlungu, Íslendingasögum og lagagreinum í Grágás, og kom út hjá Odense UP 1998. Eftir doktorspróf sneri Guðrún sér að rannsóknum á dróttkvæðum og bókmenntafræði miðalda. Bókin Tools of Literacy: The Role of Skaldic verse in Icelandic Textual Culture kom út hjá Toronto UP 2001 og þar var sýnt fram á hvernig dróttkvæðin voru notuð til að brúa bilið milli latínumennta miðalda og íslenskrar ritmenningar strax á tólftu öld. Þar er hugað að Snorra Eddu, málfræðiritgerðum og myndmáli kveðskapar, og hvernig afstaða skáldanna til kveðskapar breyttist á 12. og 13. öld. Guðrún er í ritstjórn alþjóðlegrar heildarútgáfu dróttkvæða sem hefur haft í för með sér róttæka endurskoðun á öllum kveðskap frá níundu öld til loka fjórtándu aldar, og eru fimm bindi nú komin út hjá Brepols útgáfunni og eru þau þrjú síðustu væntanleg á næstu þremur árum.

Guðrún hefur stýrt innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, og tekur þátt í alþjóðlegum samstarfsnetum, sem dæmi má nefna Centre for Medieval Literature í Odense og York. Hún stýrir nú alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem nýtir aðferðir rafrænna hugvísinda til að greina skáldskaparmál. Hún vinnur einnig að útgáfu vísna í biskupasögum og Sturlungu. Guðrún hefur síðustu ár skrifað mikið um hlutverk og varðveislu kveðskapar í ýmsum sagnagerðum, um fagurfræði Íslendingasagna og hvernig breytileiki í varðveislu þeirra varpar ljósi á áheyrendur sagnanna á hverjum tíma.

Guðrún hefur gegnt margvísilegum trúnaðarstörfum í þágu íslensk vísindasamfélags, meðal annars verið formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs (í ráðinu frá 2003) og stjórnarformaður Rannsóknasjóðs og Tækjasjóðs (seinna Innviðasjóðs) 2006-15, stjórnarformaður Nordforsk 2008-14, og í stjórn European Science Foundation 2006-15 og Fróðskaparsetursins í Færeyjum frá 2017.

Guðrún er fædd 1960 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1979. Að loknu B.A.-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1982, stundaði hún nám í þýskum miðaldafræðum við Ludwig Maximiliens Universität í München 1982-3. Árið 1983 hóf hún nám við Oxford-háskóla og lauk þaðan doktorsprófi árið 1988. Að loknu doktorsprófi stundaði Guðrún rannsóknir í London, en var ráðin til að gegna lektorsstarfi kenndu við Halldór Laxness við University College London 1990. Hún varð rannsóknarstöðuþegi Vísindaráðs 1993 og frá 1997 fræðimaður við Stofnun Árna Magnússonar. Guðrún varð dósent í íslenskum bókmenntum síðari alda við HÍ 2001 og prófessor 2004. Hún varð forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2009.

Mynd:
  • Myndina tók Jóhanna Ólafsdóttir.

Útgáfudagur

1.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2018. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75377.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 1. mars). Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75377

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2018. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75377>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?

Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðrúnar spanna vítt svið íslenskra miðaldabókmennta og liggja eftir hana fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greina og bóka. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum, allt frá elstu varðveittu textum til bókmennta síðari alda. Hún leggur áherslu á að tengja rannsóknir á miðlun texta í handritum (einkum á 13., 14. og 15. öld) við bókmenntafræðilega greiningu og alþjóðlegt samhengi textanna.

Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Doktorsritgerð Guðrúnar (1988) var greiningu á siðfræði í samtímasögum þrettándu aldar með nákvæmum samanburði á Sturlungu, Íslendingasögum og lagagreinum í Grágás, og kom út hjá Odense UP 1998. Eftir doktorspróf sneri Guðrún sér að rannsóknum á dróttkvæðum og bókmenntafræði miðalda. Bókin Tools of Literacy: The Role of Skaldic verse in Icelandic Textual Culture kom út hjá Toronto UP 2001 og þar var sýnt fram á hvernig dróttkvæðin voru notuð til að brúa bilið milli latínumennta miðalda og íslenskrar ritmenningar strax á tólftu öld. Þar er hugað að Snorra Eddu, málfræðiritgerðum og myndmáli kveðskapar, og hvernig afstaða skáldanna til kveðskapar breyttist á 12. og 13. öld. Guðrún er í ritstjórn alþjóðlegrar heildarútgáfu dróttkvæða sem hefur haft í för með sér róttæka endurskoðun á öllum kveðskap frá níundu öld til loka fjórtándu aldar, og eru fimm bindi nú komin út hjá Brepols útgáfunni og eru þau þrjú síðustu væntanleg á næstu þremur árum.

Guðrún hefur stýrt innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, og tekur þátt í alþjóðlegum samstarfsnetum, sem dæmi má nefna Centre for Medieval Literature í Odense og York. Hún stýrir nú alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem nýtir aðferðir rafrænna hugvísinda til að greina skáldskaparmál. Hún vinnur einnig að útgáfu vísna í biskupasögum og Sturlungu. Guðrún hefur síðustu ár skrifað mikið um hlutverk og varðveislu kveðskapar í ýmsum sagnagerðum, um fagurfræði Íslendingasagna og hvernig breytileiki í varðveislu þeirra varpar ljósi á áheyrendur sagnanna á hverjum tíma.

Guðrún hefur gegnt margvísilegum trúnaðarstörfum í þágu íslensk vísindasamfélags, meðal annars verið formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs (í ráðinu frá 2003) og stjórnarformaður Rannsóknasjóðs og Tækjasjóðs (seinna Innviðasjóðs) 2006-15, stjórnarformaður Nordforsk 2008-14, og í stjórn European Science Foundation 2006-15 og Fróðskaparsetursins í Færeyjum frá 2017.

Guðrún er fædd 1960 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1979. Að loknu B.A.-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1982, stundaði hún nám í þýskum miðaldafræðum við Ludwig Maximiliens Universität í München 1982-3. Árið 1983 hóf hún nám við Oxford-háskóla og lauk þaðan doktorsprófi árið 1988. Að loknu doktorsprófi stundaði Guðrún rannsóknir í London, en var ráðin til að gegna lektorsstarfi kenndu við Halldór Laxness við University College London 1990. Hún varð rannsóknarstöðuþegi Vísindaráðs 1993 og frá 1997 fræðimaður við Stofnun Árna Magnússonar. Guðrún varð dósent í íslenskum bókmenntum síðari alda við HÍ 2001 og prófessor 2004. Hún varð forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2009.

Mynd:
  • Myndina tók Jóhanna Ólafsdóttir.

...