Sólin Sólin Rís 04:51 • sest 22:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:07 • Sest 14:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 20:56 í Reykjavík

Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?

Jón Már Halldórsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég var að koma úr heimsókn þar sem upp kom umræðan um muninn á snákum og slöngum... Mér leið eins og fávita þegar ég hélt að þetta væri sami flokkur dýra og munurinn enginn, einungis orðið "slanga" óformlegara heiti á því sem er réttnefnt "snákur". Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn eða eru hinir sem voru viðstaddir fáfróðir að halda því fram að munurinn felist í stærð dýranna? Getur verið að fólk sé að ruglast þar sem að snákar eins og "pythons" eru kallaðar kyrkiSLÖNGUR á íslensku? Sama með eiturSLÖNGUR...

Í raun eru orðin snákur og slanga ekki flokkunarfræðileg hugtök heldur tvö mismunandi orð bæði notuð yfir fótalaus skriðdýr sem á ensku kallast snake og eru af undirættbálknum serpentes. Íslensk heiti á tegundum innan þessa undirættbálks taka gjarnan endinguna -snákur eða -slanga en í einhverjum tilfellum endinguna -ormur (til dæmis skröltormur eða höggormur (Vipera berus)) eða enga slíka endingu svo sem mömbur, nöðrur og hin risavaxna anakonda.

Grassnákur (Natrix natrix).

Í Íslenskri nútímamálsorðabók eru orðin snákur og slanga útskýrð á nánast alveg sama hátt:

snákur nafnorð karlkyn, (lítil) slanga, stundum með eitrað bit

slanga nafnorð kvenkyn, langt og mjótt skriðdýr, stundum eitrað

Merking orðanna tveggja er því sú sama og annað er ekkert réttara en hitt. Skýringarnar gefa þó til kynna að kannski sé algengara að nota orðið snákur um tegundir sem eru minni vexti en það er ekki algilt. Dæmi um tegundir sem hafa snáka-endingu eru grassnákur (Natrix natrix) sem er önnur tveggja snáka/slöngu-tegunda sem lifir í Danmörku, Svíþjóð og víða í Evrópu og heslisnákur (Coronella austriaca) sem meðal annars lifir í Svíþjóð. Báðar þessar tegundir eru fremur litlar, yfirleitt vel undir einn metri á lengd.

Raunar eru flestar þeirra um 2.900 tegunda sem tilheyra undirættbálknum serpentes um eða innan við metri og afar sjaldgæft að tegundir verði meira en fjórir metrar á lengd. Stærstu tegundir undirættbálksins eru svokallaðar kyrkislöngur. Í dýrafræðinni er reyndar ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Þessi dýr hafa gjarnan endinguna -slanga á íslensku, til dæmis bóa-slöngur og kóbraslöngur. Þær eru aldrei kallaðar kóbrasnákar en hin síðari ár hafa þær einnig verið kallaðar aðeins kóbrur.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.3.2020

Spyrjandi

Jón

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2020. Sótt 3. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78828.

Jón Már Halldórsson. (2020, 6. mars). Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78828

Jón Már Halldórsson. „Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2020. Vefsíða. 3. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78828>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég var að koma úr heimsókn þar sem upp kom umræðan um muninn á snákum og slöngum... Mér leið eins og fávita þegar ég hélt að þetta væri sami flokkur dýra og munurinn enginn, einungis orðið "slanga" óformlegara heiti á því sem er réttnefnt "snákur". Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn eða eru hinir sem voru viðstaddir fáfróðir að halda því fram að munurinn felist í stærð dýranna? Getur verið að fólk sé að ruglast þar sem að snákar eins og "pythons" eru kallaðar kyrkiSLÖNGUR á íslensku? Sama með eiturSLÖNGUR...

Í raun eru orðin snákur og slanga ekki flokkunarfræðileg hugtök heldur tvö mismunandi orð bæði notuð yfir fótalaus skriðdýr sem á ensku kallast snake og eru af undirættbálknum serpentes. Íslensk heiti á tegundum innan þessa undirættbálks taka gjarnan endinguna -snákur eða -slanga en í einhverjum tilfellum endinguna -ormur (til dæmis skröltormur eða höggormur (Vipera berus)) eða enga slíka endingu svo sem mömbur, nöðrur og hin risavaxna anakonda.

Grassnákur (Natrix natrix).

Í Íslenskri nútímamálsorðabók eru orðin snákur og slanga útskýrð á nánast alveg sama hátt:

snákur nafnorð karlkyn, (lítil) slanga, stundum með eitrað bit

slanga nafnorð kvenkyn, langt og mjótt skriðdýr, stundum eitrað

Merking orðanna tveggja er því sú sama og annað er ekkert réttara en hitt. Skýringarnar gefa þó til kynna að kannski sé algengara að nota orðið snákur um tegundir sem eru minni vexti en það er ekki algilt. Dæmi um tegundir sem hafa snáka-endingu eru grassnákur (Natrix natrix) sem er önnur tveggja snáka/slöngu-tegunda sem lifir í Danmörku, Svíþjóð og víða í Evrópu og heslisnákur (Coronella austriaca) sem meðal annars lifir í Svíþjóð. Báðar þessar tegundir eru fremur litlar, yfirleitt vel undir einn metri á lengd.

Raunar eru flestar þeirra um 2.900 tegunda sem tilheyra undirættbálknum serpentes um eða innan við metri og afar sjaldgæft að tegundir verði meira en fjórir metrar á lengd. Stærstu tegundir undirættbálksins eru svokallaðar kyrkislöngur. Í dýrafræðinni er reyndar ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Þessi dýr hafa gjarnan endinguna -slanga á íslensku, til dæmis bóa-slöngur og kóbraslöngur. Þær eru aldrei kallaðar kóbrasnákar en hin síðari ár hafa þær einnig verið kallaðar aðeins kóbrur.

Heimildir og myndir:...