Sólin Sólin Rís 04:58 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:41 • Sest 09:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík

Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða?

Þórunn Skaftadóttir

Ekki er vitað um marga skjálfta með upptök á Reykjanesskaga sem valdið hafa skaða. Áhrifamestur var stærsti skjálftinn sem þar hefur mælst, en hann varð í Brennisteinsfjöllum í júlí 1929, af stærðinni 6,2. Hans gætti nokkuð í Reykjavík, þar sem einhverjar skemmdir urðu á húsum, bæði hlöðnum og steyptum, sprungur komu í veggi og reykháfar hrundu. Einnig brotnuðu rúður. Voru áhrif hans talin öllu meiri þar en Suðurlandsskjálftanna 1896.

Stærsti skjálfti sem mælst hefur með upptök á Reykjanesskaga varð í Brennisteinsfjöllum 23. júlí 1929. Hér er sagt frá skjálftanum tveimur dögum síðar í Morgunblaðinu.

Annar skjálfti varð á sömu slóðum í desember 1968, 6,0 að stærð. Hann fannst vel í Reykjavík en olli óverulegum skemmdum. Árið 1933 varð skjálfti suður af Keili, um 6,0 að stærð og hrundu þá grjóthleðslur á Vigdísarvöllum. Annar álíka stór átti upptök á svipuðum stað árið 1899, en þá féllu útihús á Vigdísarvöllum og í Krýsuvík.[1]

Tilvísun:
  1. ^ Steinunn S. Jakobsdóttir, Gunnar B. Guðmundsson og Ragnar Stefánsson. Seismicity in Iceland 1991-2000 monitored by the SIL seismic system. Jökull, 51, 87-94.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Þórunn Skaftadóttir

jarðfræðingur

Útgáfudagur

25.2.2021

Spyrjandi

Berglind Svavarsdóttir

Tilvísun

Þórunn Skaftadóttir. „Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2021. Sótt 1. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81258.

Þórunn Skaftadóttir. (2021, 25. febrúar). Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81258

Þórunn Skaftadóttir. „Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2021. Vefsíða. 1. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81258>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða?
Ekki er vitað um marga skjálfta með upptök á Reykjanesskaga sem valdið hafa skaða. Áhrifamestur var stærsti skjálftinn sem þar hefur mælst, en hann varð í Brennisteinsfjöllum í júlí 1929, af stærðinni 6,2. Hans gætti nokkuð í Reykjavík, þar sem einhverjar skemmdir urðu á húsum, bæði hlöðnum og steyptum, sprungur komu í veggi og reykháfar hrundu. Einnig brotnuðu rúður. Voru áhrif hans talin öllu meiri þar en Suðurlandsskjálftanna 1896.

Stærsti skjálfti sem mælst hefur með upptök á Reykjanesskaga varð í Brennisteinsfjöllum 23. júlí 1929. Hér er sagt frá skjálftanum tveimur dögum síðar í Morgunblaðinu.

Annar skjálfti varð á sömu slóðum í desember 1968, 6,0 að stærð. Hann fannst vel í Reykjavík en olli óverulegum skemmdum. Árið 1933 varð skjálfti suður af Keili, um 6,0 að stærð og hrundu þá grjóthleðslur á Vigdísarvöllum. Annar álíka stór átti upptök á svipuðum stað árið 1899, en þá féllu útihús á Vigdísarvöllum og í Krýsuvík.[1]

Tilvísun:
  1. ^ Steinunn S. Jakobsdóttir, Gunnar B. Guðmundsson og Ragnar Stefánsson. Seismicity in Iceland 1991-2000 monitored by the SIL seismic system. Jökull, 51, 87-94.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi....