Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust?

Páll Einarsson

Réttast er að þeir aðilar sem standa að ákvörðun í þessu máli, það er Almannavarnir og Veðurstofan, svari spurningunni. Frá sjónarhóli jarðvísindanna vega þessi þrjú atriði þó þyngst:

  1. Það eru bara tveir þéttbýlisstaðir á landinu þar sem eldgos getur orðið innan bæjarmarkanna, það er Vestmannaeyjar og Grindavík. Langtímalíkur á slíkum atburði eru miklu hærri í Grindavík en í Vestmannaeyjum.
  2. Flest bendir til að við séum enn í miðjum atburði í Grindavík. Kvikusöfnunin undir Svartsengi hefur þegar leitt til þriggja alvarlegra atburða (tvö gos, eitt gangainnskot án goss), og er enn í fullum gangi.
  3. Grindavík er við flekaskil og sprunguhreyfingar eru þar verulegur hluti af atburðarásinni. Mest af tjóni á húsum og innviðum stafar af sprunguhreyfingum, ekki af hrauni eða skjálftum, að minnsta kosti ekki fram til þessa. Enn á eftir að finna viðunandi lausn til að draga úr hættu af sprungum. Þessi vá var nánast ekki fyrir hendi í Vestmannaeyjum.

Það eru bara tveir þéttbýlisstaðir á landinu þar sem eldgos getur orðið innan bæjarmarkanna, það er Vestmannaeyjar og Grindavík. Langtímalíkur á slíkum atburði eru miklu hærri í Grindavík en í Vestmannaeyjum. Myndin er tekin 14. janúar 2024.

Mynd:
  • Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hve skömmu eftir gos flutti fólk aftur til Eyja og hvers vegna var það talið óhætt, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust?

Höfundur

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

25.1.2024

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Páll Einarsson. „Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2024. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86085.

Páll Einarsson. (2024, 25. janúar). Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86085

Páll Einarsson. „Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2024. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86085>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust?
Réttast er að þeir aðilar sem standa að ákvörðun í þessu máli, það er Almannavarnir og Veðurstofan, svari spurningunni. Frá sjónarhóli jarðvísindanna vega þessi þrjú atriði þó þyngst:

  1. Það eru bara tveir þéttbýlisstaðir á landinu þar sem eldgos getur orðið innan bæjarmarkanna, það er Vestmannaeyjar og Grindavík. Langtímalíkur á slíkum atburði eru miklu hærri í Grindavík en í Vestmannaeyjum.
  2. Flest bendir til að við séum enn í miðjum atburði í Grindavík. Kvikusöfnunin undir Svartsengi hefur þegar leitt til þriggja alvarlegra atburða (tvö gos, eitt gangainnskot án goss), og er enn í fullum gangi.
  3. Grindavík er við flekaskil og sprunguhreyfingar eru þar verulegur hluti af atburðarásinni. Mest af tjóni á húsum og innviðum stafar af sprunguhreyfingum, ekki af hrauni eða skjálftum, að minnsta kosti ekki fram til þessa. Enn á eftir að finna viðunandi lausn til að draga úr hættu af sprungum. Þessi vá var nánast ekki fyrir hendi í Vestmannaeyjum.

Það eru bara tveir þéttbýlisstaðir á landinu þar sem eldgos getur orðið innan bæjarmarkanna, það er Vestmannaeyjar og Grindavík. Langtímalíkur á slíkum atburði eru miklu hærri í Grindavík en í Vestmannaeyjum. Myndin er tekin 14. janúar 2024.

Mynd:
  • Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hve skömmu eftir gos flutti fólk aftur til Eyja og hvers vegna var það talið óhætt, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust?

...